Guðspjallið spilaði ... Guðmundur Andri Thorsson skrifar 7. maí 2021 09:49 Johann Sebastian Bach hefur stundum verið nefndur fimmti guðspjallamaðurinn. Slíkar tilfinningar vakna með hlustanda í kirkju þegar tónlist hans flæðir þar um hvelfingar, mótettur hans, óratoríur, tokkötur og fúgur. Tónlist hans og annarra meistara kirkjutónlistarinnar opnar svið innra með hlustandanum sem rökhugsunin nær ekki fyllilega til, orðin eða frásagnirnar. Þegar vel tekst til skynjar hlustandinn voldugar kenndir hrærast innra með sér, sem fátækleg orð ná ekki að lýsa. Þetta gerist ekki af sjálfu sér. Að baki býr mikil vinna, sérstök færni og djúp þekking. Hörður Áskelsson hefur í yfir fjörutíu ár staðið fyrir slíkum tónlistarflutningi í Hallgrímskirkju. Hann hefur laðað til sín margt af besta söngfólki landsins og starfrækt tvo afburða kóra, Mótettukórinn og Schola Cantorum. Þetta er ævistarf hans, og Hallgrímskirkja hefur verið vettvangur þess starfs. Hann hefur lært á hljóm kirkjunnar, fundið hvernig má láta undrið gerast, þegar ómur nær að senda ljósgeisla inn í sálina. Hann hefur spilað guðspjallið. Hann hefur gert manna mest til að gera Hallgrímskirkju að höfuðkirkju. Og nú þegar líður að leiðarlokum skyldi maður ætla að fulltrúar Hallgrímskirkju, prestar hennar og þjóðkirkjan öll þakkaði mikið og gott starf og stuðlaði að farsælum starfslokum sem sómi væri að, ekki síst til að tryggja að tónlistin ómi áfram um hvelfingar kirkjunnar. En það er öðru nær. Herði er gert að yfirgefa þennan starfsvettvang sinn með skömm. Að baki býr vanmat á Herði sem listamanni, vanmat á hlut listarinnar í kirkjustarfinu, vanmat á samstöðu annarra listamanna með honum. Fyrir vikið er tónlistarstarf í kirkjunni í uppnámi, kórarnir tveir á förum og guðspjall fimmta guðspjallamannsins við það að hljóðna. Það hlýtur að vera hægt að vinda ofan af þessu klúðri. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímskirkja Tónlist Þjóðkirkjan Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Johann Sebastian Bach hefur stundum verið nefndur fimmti guðspjallamaðurinn. Slíkar tilfinningar vakna með hlustanda í kirkju þegar tónlist hans flæðir þar um hvelfingar, mótettur hans, óratoríur, tokkötur og fúgur. Tónlist hans og annarra meistara kirkjutónlistarinnar opnar svið innra með hlustandanum sem rökhugsunin nær ekki fyllilega til, orðin eða frásagnirnar. Þegar vel tekst til skynjar hlustandinn voldugar kenndir hrærast innra með sér, sem fátækleg orð ná ekki að lýsa. Þetta gerist ekki af sjálfu sér. Að baki býr mikil vinna, sérstök færni og djúp þekking. Hörður Áskelsson hefur í yfir fjörutíu ár staðið fyrir slíkum tónlistarflutningi í Hallgrímskirkju. Hann hefur laðað til sín margt af besta söngfólki landsins og starfrækt tvo afburða kóra, Mótettukórinn og Schola Cantorum. Þetta er ævistarf hans, og Hallgrímskirkja hefur verið vettvangur þess starfs. Hann hefur lært á hljóm kirkjunnar, fundið hvernig má láta undrið gerast, þegar ómur nær að senda ljósgeisla inn í sálina. Hann hefur spilað guðspjallið. Hann hefur gert manna mest til að gera Hallgrímskirkju að höfuðkirkju. Og nú þegar líður að leiðarlokum skyldi maður ætla að fulltrúar Hallgrímskirkju, prestar hennar og þjóðkirkjan öll þakkaði mikið og gott starf og stuðlaði að farsælum starfslokum sem sómi væri að, ekki síst til að tryggja að tónlistin ómi áfram um hvelfingar kirkjunnar. En það er öðru nær. Herði er gert að yfirgefa þennan starfsvettvang sinn með skömm. Að baki býr vanmat á Herði sem listamanni, vanmat á hlut listarinnar í kirkjustarfinu, vanmat á samstöðu annarra listamanna með honum. Fyrir vikið er tónlistarstarf í kirkjunni í uppnámi, kórarnir tveir á förum og guðspjall fimmta guðspjallamannsins við það að hljóðna. Það hlýtur að vera hægt að vinda ofan af þessu klúðri. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar