BBQ kóngurinn: Reykt Texas-kalkúnabringa með BBQ-sinnepssósu Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 7. maí 2021 15:03 Girnileg grilluð kalkúnabringa að hætti BBQ-kóngsins. Skjáskot „Þessi er algjört æði. Auðvitað er ekki nauðsynlegt að reykja bringuna en ég mæli eindregið með því. Ef ég á afgang sneiði ég bringuna þunnt niður í álegg sem er fullkomið á samlokur,“ segir grillmeistarinn Alfreð Fannar Björnsson í sjónvarpsþættinum BBQ-kóngurinn sem sýndur var á Stöð 2 nú fyrr í vetur. Hér fyrir neðan er hægt að sjá klippu og uppskrift frá fyrsta þætti BBQ-kóngsins þar sem Alfreð töfrar fram grinilega grillaða kalkúnabringu. Klippa: Reykt Texas-kalkúnabringa með BBQ-sinnepssósu Reykt Texas-kalkúnabringa með BBQ-sinnepssósu Kalkúnabringa 700 g kalkúnabringa 100 g smjör 2 hlutar pipar og 1 hluti salt 1 lófafylli af eplaviðarspæni BBQ-sinnepssósaa Aðferð Kyndið grillið í 110 gráður. Blandið saman salti og pipar og kryddið bringuna vel. Setjið bringuna á grillið á óbeinan hita og setjið eplaviðarspæni beint á kolin eða í reykbox. Reykið bringuna í 30 mínútur og pakkið henni svo inn í þykkt lag af álpappír ásamt 100 grömmum af smjöri. Eldið í 1½ tíma eða þar til hún hefur náð 70 gráðum í kjarnhita. Takið bringuna af grillinu og leyfið henni að hvíla í álpappírnum í 30-60 mínútur. BBQ-sinnepssósa - passar einstaklega vel með kalkún 1 dl gult sinnep 1 dl dökkur púðursykur ½ dl edik 2 tsk Worchestersósa 1 tsk salt 1 tsk nýmalaður svartur pipar Aðferð 1. Blandið öllum hráefnunum saman í skál og smakkið til með salti og pipar. Fyrir áhugasama er hægt að nálgasta alla þætti BBQ kóngsins á Stöð 2+. Matur Uppskriftir Grillréttir BBQ kóngurinn Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið
Hér fyrir neðan er hægt að sjá klippu og uppskrift frá fyrsta þætti BBQ-kóngsins þar sem Alfreð töfrar fram grinilega grillaða kalkúnabringu. Klippa: Reykt Texas-kalkúnabringa með BBQ-sinnepssósu Reykt Texas-kalkúnabringa með BBQ-sinnepssósu Kalkúnabringa 700 g kalkúnabringa 100 g smjör 2 hlutar pipar og 1 hluti salt 1 lófafylli af eplaviðarspæni BBQ-sinnepssósaa Aðferð Kyndið grillið í 110 gráður. Blandið saman salti og pipar og kryddið bringuna vel. Setjið bringuna á grillið á óbeinan hita og setjið eplaviðarspæni beint á kolin eða í reykbox. Reykið bringuna í 30 mínútur og pakkið henni svo inn í þykkt lag af álpappír ásamt 100 grömmum af smjöri. Eldið í 1½ tíma eða þar til hún hefur náð 70 gráðum í kjarnhita. Takið bringuna af grillinu og leyfið henni að hvíla í álpappírnum í 30-60 mínútur. BBQ-sinnepssósa - passar einstaklega vel með kalkún 1 dl gult sinnep 1 dl dökkur púðursykur ½ dl edik 2 tsk Worchestersósa 1 tsk salt 1 tsk nýmalaður svartur pipar Aðferð 1. Blandið öllum hráefnunum saman í skál og smakkið til með salti og pipar. Fyrir áhugasama er hægt að nálgasta alla þætti BBQ kóngsins á Stöð 2+.
Matur Uppskriftir Grillréttir BBQ kóngurinn Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið