Mikil aðsókn hjá Stígamótum og ný #MeToo bylting hafin Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. maí 2021 17:35 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta segir að margir hafi leitað til Stígamóta síðustu vikuna. Stöð 2/Einar Talskona Stígamóta segir að ný #MeToo bylting sé hafin. Margir þolendur kynferðisofbeldis hafa leitað til samtakanna í vikunni. Síðustu daga hafa fjölmargir þolendur stigið fram á samfélagsmiðlum og opnað sig um kynferðisofbeldi og viðbrögð samfélagsins í þeim efnum. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta segir að um sé að ræða aðra #MeToo byltingu. „Það eru hundruð manns búnir að deila sögunum sínum af ofbeldi á Twitter í gær þannig að ég upplifi það þannig,“ segir Steinunn. Mál fjölmiðlamannsins Sölva Tryggvasonar hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga. Lögmaður tveggja kvenna sendi yfirlýsingu til fjölmiðla á dögunum þar sem fram kom að hann yrði kærður fyrir líkamsárás og kynferðisbrot. Fyrir það hafði málið vakið mikla athygli þar sem Sölvi bar af sér sakir í eigin hlaðvarpsþætti. Gerendameðvirkni komið á óvart „Ég held að það hafi komið aftan að fólki í vikunni þegar það allt í einu verður vitni af rosalegri gerendameðvirkni, vilja fólks til að stökkva á vagninn og trúa þeim sem er sakaður um ofbeldi án þess að hafa nokkuð fyrir sér endilega og þekkja nokkuð málavexti,“ segir Steinunn Margir hafi talið að samfélagið væri komið lengra og þolendur nytu vafans. Aðsókn á Stígamótum hafi aukist gríðarlega síðustu vikuna. „Og eðlilega þegar það koma upp svona umræður um að brotaþolum sé ekki trúað. Það ýtir við mjög mörgum að leita sér aðstoðar eða fólk upplifir erfiðar tilfinningar í kjölfarið af því, þannig það er mjög mikil aðsókn hingað í augnablikinu,“ segir Steinunn. #MeToo byltinging fyrir tveimur árum hafi aðallega snúist um hversu margar konur hefðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Nú sé meira ákall um að karlar taki þátt í umræðunni. „Bæði sem stuðningsmenn en líka til þess að taka ábyrgð á því sem þeir hafa mögulega gert,“ segir Steinunn. Ekki ábyrgð þolanda að margir liggi undir grun Síðustu daga hafa sumir stigið fram og lýst meintum geranda á nákvæman hátt, það er stöðu, menntun og svo framvegis. Í einhverjum tilvikum hefur lýsingin átt við um hóp saklausra sem hefur þá þurft að sverja ofbeldið af sér. Steinunn segir ekki margar leiðir færar fyrir þolendur í þessum efnum. Meirihluti kærða mála séu felld niður og endi því ekki fyrir dómi. „Langflestar hafa engan sektardóm og eru þar með að útsetja sig fyrir meiðyrðakæru ef þær nefna gerandann á nafn þannig þá eru þær orðnar einhvers konar gerendur. Þannig þær nota þær leiðir sem þær geta og þá auðvitað liggja margir undir grun,“ segir Steinunn og bætir við að það sé ekki ábyrgð þolenda að margir liggi undir grun. Það sé ábyrgð kerfisins, samfélagsins og gerandans. MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Síðustu daga hafa fjölmargir þolendur stigið fram á samfélagsmiðlum og opnað sig um kynferðisofbeldi og viðbrögð samfélagsins í þeim efnum. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta segir að um sé að ræða aðra #MeToo byltingu. „Það eru hundruð manns búnir að deila sögunum sínum af ofbeldi á Twitter í gær þannig að ég upplifi það þannig,“ segir Steinunn. Mál fjölmiðlamannsins Sölva Tryggvasonar hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga. Lögmaður tveggja kvenna sendi yfirlýsingu til fjölmiðla á dögunum þar sem fram kom að hann yrði kærður fyrir líkamsárás og kynferðisbrot. Fyrir það hafði málið vakið mikla athygli þar sem Sölvi bar af sér sakir í eigin hlaðvarpsþætti. Gerendameðvirkni komið á óvart „Ég held að það hafi komið aftan að fólki í vikunni þegar það allt í einu verður vitni af rosalegri gerendameðvirkni, vilja fólks til að stökkva á vagninn og trúa þeim sem er sakaður um ofbeldi án þess að hafa nokkuð fyrir sér endilega og þekkja nokkuð málavexti,“ segir Steinunn Margir hafi talið að samfélagið væri komið lengra og þolendur nytu vafans. Aðsókn á Stígamótum hafi aukist gríðarlega síðustu vikuna. „Og eðlilega þegar það koma upp svona umræður um að brotaþolum sé ekki trúað. Það ýtir við mjög mörgum að leita sér aðstoðar eða fólk upplifir erfiðar tilfinningar í kjölfarið af því, þannig það er mjög mikil aðsókn hingað í augnablikinu,“ segir Steinunn. #MeToo byltinging fyrir tveimur árum hafi aðallega snúist um hversu margar konur hefðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Nú sé meira ákall um að karlar taki þátt í umræðunni. „Bæði sem stuðningsmenn en líka til þess að taka ábyrgð á því sem þeir hafa mögulega gert,“ segir Steinunn. Ekki ábyrgð þolanda að margir liggi undir grun Síðustu daga hafa sumir stigið fram og lýst meintum geranda á nákvæman hátt, það er stöðu, menntun og svo framvegis. Í einhverjum tilvikum hefur lýsingin átt við um hóp saklausra sem hefur þá þurft að sverja ofbeldið af sér. Steinunn segir ekki margar leiðir færar fyrir þolendur í þessum efnum. Meirihluti kærða mála séu felld niður og endi því ekki fyrir dómi. „Langflestar hafa engan sektardóm og eru þar með að útsetja sig fyrir meiðyrðakæru ef þær nefna gerandann á nafn þannig þá eru þær orðnar einhvers konar gerendur. Þannig þær nota þær leiðir sem þær geta og þá auðvitað liggja margir undir grun,“ segir Steinunn og bætir við að það sé ekki ábyrgð þolenda að margir liggi undir grun. Það sé ábyrgð kerfisins, samfélagsins og gerandans.
MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent