Aðgerðir til að verjast uppgangi skipulagðra glæpahópa Karl Gauti Hjaltason skrifar 7. maí 2021 18:01 Umræða um uppgang skipulagðra glæpahópa hefur verið áberandi undanfarið. Hættan sem steðjar að þessari vá er þó ekki nýtilkomin og ábendingar hafa margítrekað komið frá lögreglu. Alvarlegasta ógnin að náttúruhamförum frátöldum Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur ritað ítarlegar skýrslur þar sem vaxandi áhættu er líst. Í síðustu skýrslunni, sem er frá 2019 segir: „Að náttúruhamförum frátöldum telur greiningardeild ríkislögreglustjóra skipulagða glæpastarfsemi alvarlegustu ógn við samfélag og einstaklinga á Íslandi. Skipulögð glæpastarfsemi hefur áhrif á líf og heilsu fólks og samfélagið í heild …“ Skýrar er vart unnt að tala. Áhrif af starfsemi þessara hópa eru margvísleg og ekki öll augljós: „Áhrif skipulagðrar glæpastarfsemi á samfélagið eru margvísleg og öll neikvæð. Það á við um tíðni afbrota, alvarleika þeirra, neikvæð áhrif á viðskiptalíf og vinnumarkað, þar á meðal skekkta samkeppnisstöðu og fjártjón fyrirtækja, tekjumissi hins opinbera auk þess sem skipulagðri brotastarfsemi fylgir ofbeldi sem verður til þess að draga almennt úr öryggi í samfélaginu.“ Geta lögreglunnar Niðurstaða greiningardeildarinnar er einnig sú að staða löggæslumála sé með þeim hætti að geta hennar til að takast á við skipulagða glæpastarfsemi er mjög lítil. Benda þeir á ýmsar leiðir til að takast á við þessa ógn, nauðsynlegt sé að fjölga lögreglumönnum við rannsóknir á glæpum á þessu sviði en þarf að fjölga almennum lögreglumönnum svo unnt sé að sinna frumkvæðislöggæslu við afbrotavarnir, sem oft leiða til uppljóstrunar brota af þessu tagi. Skýrslubeiðni um aðgerðir Fyrir skömmu samþykkti Alþingi samhljóða beiðni mín um að dómsmálaráðherra skilaði skýrslu um uppgang skipulagðra glæpahópa á Íslandi og viðbrögð við því. Þar verði gerð grein fyrir þeim aðgerðum sem hefur verið ráðist í og fyrirhugaðar eru til að vinna gegn uppgangi skipulagðrar glæpastarfsemi. Tilefnið er ærið að fá upplýst til hvaða úrræða hefur verið gripið í tilefni af viðvörunum greiningardeildarinnar, svo alvarlegar hafa þær verið. Rannsóknarúrræði Mikilvægt er að greint verði frá því hvort ábendingum greiningardeildar um rýmkuð rannsóknarúrræði lögreglu hafi verið tekin til skoðunar og þá tekið mið af því sem tíðkast í nágrannalöndunum. Þá þarf að upplýsa hvort aukin áhersla hafi verið lögð á farþegalistagreiningar við landamæraeftirlit og hvort til standi að auðvelda brottvísanir erlendra aðila sem verða uppvísir að afbrotum sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi. Misnotkun af margvíslegum toga Í beiðninni er þess einnig óskað að upplýst verði hvort gripið hafi verið til aðgerða til að koma í veg fyrir að þeir sem leita alþjóðlegrar verndar á Íslandi kunni, sökum bágrar félagsstöðu, að sæta misnotkun og kúgunum af ýmsum toga svo sem mansali og hvaða aðgerðir eru áformaðar til að vinna gegn slíku. Loks verði greint frá því hvort gripið hafi verið til aðgerða til að koma í veg fyrir að glæpasamtök misnoti opinbera þjónustukerfið sem lið í skipulagðri starfsemi sinni. Þar er átt við bótakerfi, vinnumiðlun, móttökukerfi vegna flóttafólks og hælisleitenda og ýmsa félagslega aðstoð sem stendur þeim til boða. Grípa þarf til aðgerða án tafar Hér ræðir um bresti sem lögreglan telur að berja þurfi í svo takist að afstýra því að skipulögðum glæpahópum vaxi ásmegin hér á landi. Eftir líkani löggæsluáætlunar um fjögur áhættustig er það niðurstaða greiningardeildar að skipulögð glæpastarfsemi valdi „gífurlegri áhættu“ en það er alvarlegasta stigið. Því er ekki eftir neinu að bíða. Höfundur er þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi lögreglustjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Miðflokkurinn Karl Gauti Hjaltason Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Umræða um uppgang skipulagðra glæpahópa hefur verið áberandi undanfarið. Hættan sem steðjar að þessari vá er þó ekki nýtilkomin og ábendingar hafa margítrekað komið frá lögreglu. Alvarlegasta ógnin að náttúruhamförum frátöldum Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur ritað ítarlegar skýrslur þar sem vaxandi áhættu er líst. Í síðustu skýrslunni, sem er frá 2019 segir: „Að náttúruhamförum frátöldum telur greiningardeild ríkislögreglustjóra skipulagða glæpastarfsemi alvarlegustu ógn við samfélag og einstaklinga á Íslandi. Skipulögð glæpastarfsemi hefur áhrif á líf og heilsu fólks og samfélagið í heild …“ Skýrar er vart unnt að tala. Áhrif af starfsemi þessara hópa eru margvísleg og ekki öll augljós: „Áhrif skipulagðrar glæpastarfsemi á samfélagið eru margvísleg og öll neikvæð. Það á við um tíðni afbrota, alvarleika þeirra, neikvæð áhrif á viðskiptalíf og vinnumarkað, þar á meðal skekkta samkeppnisstöðu og fjártjón fyrirtækja, tekjumissi hins opinbera auk þess sem skipulagðri brotastarfsemi fylgir ofbeldi sem verður til þess að draga almennt úr öryggi í samfélaginu.“ Geta lögreglunnar Niðurstaða greiningardeildarinnar er einnig sú að staða löggæslumála sé með þeim hætti að geta hennar til að takast á við skipulagða glæpastarfsemi er mjög lítil. Benda þeir á ýmsar leiðir til að takast á við þessa ógn, nauðsynlegt sé að fjölga lögreglumönnum við rannsóknir á glæpum á þessu sviði en þarf að fjölga almennum lögreglumönnum svo unnt sé að sinna frumkvæðislöggæslu við afbrotavarnir, sem oft leiða til uppljóstrunar brota af þessu tagi. Skýrslubeiðni um aðgerðir Fyrir skömmu samþykkti Alþingi samhljóða beiðni mín um að dómsmálaráðherra skilaði skýrslu um uppgang skipulagðra glæpahópa á Íslandi og viðbrögð við því. Þar verði gerð grein fyrir þeim aðgerðum sem hefur verið ráðist í og fyrirhugaðar eru til að vinna gegn uppgangi skipulagðrar glæpastarfsemi. Tilefnið er ærið að fá upplýst til hvaða úrræða hefur verið gripið í tilefni af viðvörunum greiningardeildarinnar, svo alvarlegar hafa þær verið. Rannsóknarúrræði Mikilvægt er að greint verði frá því hvort ábendingum greiningardeildar um rýmkuð rannsóknarúrræði lögreglu hafi verið tekin til skoðunar og þá tekið mið af því sem tíðkast í nágrannalöndunum. Þá þarf að upplýsa hvort aukin áhersla hafi verið lögð á farþegalistagreiningar við landamæraeftirlit og hvort til standi að auðvelda brottvísanir erlendra aðila sem verða uppvísir að afbrotum sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi. Misnotkun af margvíslegum toga Í beiðninni er þess einnig óskað að upplýst verði hvort gripið hafi verið til aðgerða til að koma í veg fyrir að þeir sem leita alþjóðlegrar verndar á Íslandi kunni, sökum bágrar félagsstöðu, að sæta misnotkun og kúgunum af ýmsum toga svo sem mansali og hvaða aðgerðir eru áformaðar til að vinna gegn slíku. Loks verði greint frá því hvort gripið hafi verið til aðgerða til að koma í veg fyrir að glæpasamtök misnoti opinbera þjónustukerfið sem lið í skipulagðri starfsemi sinni. Þar er átt við bótakerfi, vinnumiðlun, móttökukerfi vegna flóttafólks og hælisleitenda og ýmsa félagslega aðstoð sem stendur þeim til boða. Grípa þarf til aðgerða án tafar Hér ræðir um bresti sem lögreglan telur að berja þurfi í svo takist að afstýra því að skipulögðum glæpahópum vaxi ásmegin hér á landi. Eftir líkani löggæsluáætlunar um fjögur áhættustig er það niðurstaða greiningardeildar að skipulögð glæpastarfsemi valdi „gífurlegri áhættu“ en það er alvarlegasta stigið. Því er ekki eftir neinu að bíða. Höfundur er þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi lögreglustjóri.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun