„Hugmyndir mínar og grundvallarafstaða til þess hvernig þjóðfélagið á að þróast fara mjög vel saman við stefnu Sjálfstæðisflokksins Bjargföst er trú mín á einstaklinginn, dugnað hans, áræðni og sköpunarkraft. Við þurfum að skapa umhverfi til að atvinnulífið getið notið kraftsins sem býr í einstaklingnum og þannig skapað velferð sem allir njóti,“ skrifar Brynjar.
Ég vil segja ykkur það fyrst, kæru fésbókarvinir, að ég býð mig fram í 2. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í...
Posted by Brynjar Níelsson on Saturday, 8 May 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sækjast bæði eftir fyrsta sæti í prófkjörinu Sjálfstæðisflokkurinn verður með eitt prófkjör fyrir sameiginlegan lista Reykjavíkurkjördæmanna tveggja, en það fer fram 4. og 5. júní.
Nái Brynjar öðru sætinu á listanum, gæfi það oddvitasæti í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu.