Vill sjá styttri málsmeðferðartíma og fræðslu innan dómskerfisins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. maí 2021 19:37 Helga Vala Helgadóttir. Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, telur að breytingar í dómskerfinu geti orðið til þess að bæta stöðu þolenda kynferðisofbeldis sem kæra gerendur. Hún hefur starfað sem réttargæslumaður brotaþola og segir að oft sé málsmeðferðartími of langur og að fræðslu sé þörf innan og utan dómskerfisins. Í Facebook-færslu sem Helga Vala birti fyrr í dag segir Helga Vala frá reynslu sinni sem lögmaður brotaþola kynferðis- og ofbeldisbrota. „Ég hitti aldrei á þessum tíma brotaþola sem hefði að gamni sínu gengið í gegnum þá raun sem því fylgir,“ skrifar Helga Vala meðal annars í færslunni sem sjá má hér að neðan. Ég starfaði um árabil sem lögmaður brotaþola kynferðis- og ofbeldisbrota. Gekk vaktir á Neyðarmóttöku í viku í senn á 6...Posted by Helga Vala Helgadóttir on Saturday, 8 May 2021 Styttri málsmeðferðartíma með auknu fjármagni Í samtali við fréttastofu segir Helga Vala að hún myndi vilja sjá breytingar á því í hvaða farveg mál þolenda kynferðisbrota eru sett innan dómskerfisins. Hún segir til að mynda að veita þyrfti brotaþolum aðild að málum á einhvern hátt, en í dag séu þeir einfaldlega vitni að brotum gegn sér. „Í öðru lagi myndi ég vilja láta auka fjárveitingu til lögreglunnar, þannig að hún hefði möguleika á að rannsaka málin hraðar. Þessi langi, langi málsmeðferðartími endar stundum á því að vera ívilnandi fyrir sakborning sem hefur þurft að bíða lengi og fær vægari refsingu er ekki bættur á nokkurn hátt upp fyrir brotaþola, sem þarf að bíða jafn lengi og getur oft ekki lokað málinu fyrr en dómsmáli er lokið,“ segir Helga Vala. Hún segir langan málsmeðferðartíma skrifast á ákæruvaldið, en að þeir sem hafa fjárveitingarvaldið geti þó ákveðið að setja meira fjármagn í málaflokkinn. Þá myndi hún vilja að brotaþolum yrðu dæmdar auknar miskabætur úr ríkissjóði þegar mál dragast fram úr hófi. „Þetta er verulega íþyngjandi fyrir brotaþola, hvað þetta tekur langan tíma.“ Telur fræðslu í dómskerfinu geta komið að gagni Helga Vala segir þá að gott gæti verið að fræða dómara betur í málaflokkinum. „Brotaþolar sýna gríðarlega ólík viðbrögð, bæði eftir eðli brots, tengslum við geranda, persónuleika og aðstæðum öllum. Það segir sig bara sjálft að viðbrögð brotaþola eru ekki alltaf þau sömu,“ segir Helga Vala. Hún segir ekki hægt að gera brotaþolum það að fara eftir ákveðnum reglum eða viðmiðum um viðbrögð, þegar þeir hafa orðið fyrir ofbeldi. „Sú kennsla mætti vera meiri inni í dómskerfinu,“ segir Helga Vala. Hún segir almenna fræðslu um málaflokkinn ekki síður mikilvæga og bætir við að hún vilji hrósa öllum þeim sem stigið hafa fram og greint frá reynslu sinni af ofbeldi. „Ég bara beygi mig í duftið af stolti yfir öllu þessu fólki sem er að stíga fram, því það er ekkert einfalt,“ segir Helga Vala að lokum. MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur“ Dómsmálaráðherra segir að Metoo byltingin sé sem betur fer komin til að vera. Áfram þurfi að veita þolendum skjól og segir hún að mörg verkefni séu framundan til að bæta stöðu málaflokksins. 8. maí 2021 13:48 Minnist dóttur sinnar sem jafnaði sig aldrei á nauðgun „Dóttir mín getur ekki tekið þátt í þessari nýju metoo-bylgju, þrátt fyrir að hafa verið nauðgað. Elísabet er nefnilega dáin,“ skrifar Guðbjörn Guðbjörnsson yfirtollvörður, sem rekur átakanlega sögu dóttur sinnar heitinnar í stöðuuppfærslu á Facebook í dag. 8. maí 2021 12:20 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Í Facebook-færslu sem Helga Vala birti fyrr í dag segir Helga Vala frá reynslu sinni sem lögmaður brotaþola kynferðis- og ofbeldisbrota. „Ég hitti aldrei á þessum tíma brotaþola sem hefði að gamni sínu gengið í gegnum þá raun sem því fylgir,“ skrifar Helga Vala meðal annars í færslunni sem sjá má hér að neðan. Ég starfaði um árabil sem lögmaður brotaþola kynferðis- og ofbeldisbrota. Gekk vaktir á Neyðarmóttöku í viku í senn á 6...Posted by Helga Vala Helgadóttir on Saturday, 8 May 2021 Styttri málsmeðferðartíma með auknu fjármagni Í samtali við fréttastofu segir Helga Vala að hún myndi vilja sjá breytingar á því í hvaða farveg mál þolenda kynferðisbrota eru sett innan dómskerfisins. Hún segir til að mynda að veita þyrfti brotaþolum aðild að málum á einhvern hátt, en í dag séu þeir einfaldlega vitni að brotum gegn sér. „Í öðru lagi myndi ég vilja láta auka fjárveitingu til lögreglunnar, þannig að hún hefði möguleika á að rannsaka málin hraðar. Þessi langi, langi málsmeðferðartími endar stundum á því að vera ívilnandi fyrir sakborning sem hefur þurft að bíða lengi og fær vægari refsingu er ekki bættur á nokkurn hátt upp fyrir brotaþola, sem þarf að bíða jafn lengi og getur oft ekki lokað málinu fyrr en dómsmáli er lokið,“ segir Helga Vala. Hún segir langan málsmeðferðartíma skrifast á ákæruvaldið, en að þeir sem hafa fjárveitingarvaldið geti þó ákveðið að setja meira fjármagn í málaflokkinn. Þá myndi hún vilja að brotaþolum yrðu dæmdar auknar miskabætur úr ríkissjóði þegar mál dragast fram úr hófi. „Þetta er verulega íþyngjandi fyrir brotaþola, hvað þetta tekur langan tíma.“ Telur fræðslu í dómskerfinu geta komið að gagni Helga Vala segir þá að gott gæti verið að fræða dómara betur í málaflokkinum. „Brotaþolar sýna gríðarlega ólík viðbrögð, bæði eftir eðli brots, tengslum við geranda, persónuleika og aðstæðum öllum. Það segir sig bara sjálft að viðbrögð brotaþola eru ekki alltaf þau sömu,“ segir Helga Vala. Hún segir ekki hægt að gera brotaþolum það að fara eftir ákveðnum reglum eða viðmiðum um viðbrögð, þegar þeir hafa orðið fyrir ofbeldi. „Sú kennsla mætti vera meiri inni í dómskerfinu,“ segir Helga Vala. Hún segir almenna fræðslu um málaflokkinn ekki síður mikilvæga og bætir við að hún vilji hrósa öllum þeim sem stigið hafa fram og greint frá reynslu sinni af ofbeldi. „Ég bara beygi mig í duftið af stolti yfir öllu þessu fólki sem er að stíga fram, því það er ekkert einfalt,“ segir Helga Vala að lokum.
MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur“ Dómsmálaráðherra segir að Metoo byltingin sé sem betur fer komin til að vera. Áfram þurfi að veita þolendum skjól og segir hún að mörg verkefni séu framundan til að bæta stöðu málaflokksins. 8. maí 2021 13:48 Minnist dóttur sinnar sem jafnaði sig aldrei á nauðgun „Dóttir mín getur ekki tekið þátt í þessari nýju metoo-bylgju, þrátt fyrir að hafa verið nauðgað. Elísabet er nefnilega dáin,“ skrifar Guðbjörn Guðbjörnsson yfirtollvörður, sem rekur átakanlega sögu dóttur sinnar heitinnar í stöðuuppfærslu á Facebook í dag. 8. maí 2021 12:20 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
„Við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur“ Dómsmálaráðherra segir að Metoo byltingin sé sem betur fer komin til að vera. Áfram þurfi að veita þolendum skjól og segir hún að mörg verkefni séu framundan til að bæta stöðu málaflokksins. 8. maí 2021 13:48
Minnist dóttur sinnar sem jafnaði sig aldrei á nauðgun „Dóttir mín getur ekki tekið þátt í þessari nýju metoo-bylgju, þrátt fyrir að hafa verið nauðgað. Elísabet er nefnilega dáin,“ skrifar Guðbjörn Guðbjörnsson yfirtollvörður, sem rekur átakanlega sögu dóttur sinnar heitinnar í stöðuuppfærslu á Facebook í dag. 8. maí 2021 12:20