Einhverfum börnum aftur synjað Valgerður Sigurðardóttir skrifar 9. maí 2021 07:00 Það er ótrúlegt að ári eftir að ég skrifaði grein hér á visir.is, Einhverf og synjað um skólavist, stendur til að synja 30 börnum með einhverfu um skólavist í sérdeildum fyrir einhverfa. Það er dapurleg staða í stærsta sveitarfélagi landsins að það ráði ekki við að veita þjónustu til einhverfra. Það er dapurlegt að aðstandendur einhverfra barna í Reykjavík séu í stöðugum átökum við sveitarfélagið. Foreldrar verða að berjast fyrir því að börn þeirra fái skólavist sem hentar þeim best. Það er dapurlegt að sá meirihluti sem stjórnar í Reykjavík leggi ekki allan sinn metnað í það að sinna börnum betur, öllum börnum. Núna eru biðlistar á leikskóla í Vesturbænum gríðarlega langir, í húsnæði leik- og grunnskóla er að finnast heilsuspillandi mygla, einhverf börn fá ekki inn í sérdeildir fyrir einhverfa. Á meðan á að setja tíu milljarða í stafræna uppbyggingu og yfir fjóra milljarða í endurgerð á Grófarhúsinu sem ekkert er að. Ég verð að játa að ég átta mig ekki á þessari forgangsröðun hjá núverandi meirihluta. Látum draumana rætast Ný menntastefna Reykjavíkurborgar ber yfirskriftina látum draumana rætast, það eru því kaldar kveðjur sem einhverf börn og foreldrar þeirra fá. Draumar foreldra einhverfra barna eru að hagsmunum barna þeirra sé best gætt með því að þau fái skólavist í sérdeildum fyrir einhverfa. Þess vegna er sótt um fyrir þau þar. Nú hafa foreldrar þrjátíu einhverfra barna hins vegar fengið bréf frá Reykjavíkurborg þar sem þau eru upplýst um það að fyrirhugað sé að synja þeim um skólavist í sérdeildum fyrir einhverfa. Úrræði sem foreldrarnir velja af því þau telja það best fyrir börn sín. Börn þeirra eiga hins vegar að fara inn í venjulegar bekkjardeildir, þvert á það sem foreldrar þeirra óskuðu eftir. Mismunun Það er óskiljanlegt að neita börnum með sérþarfir um þá skólavist sem sótt er um fyrir þau. Neita þeim um skólavist í sérdeildum í þeim skólum sem foreldrar þeirra telja að henti þeim best. Ég vona að draumar þessara barna og foreldra þeirra fái að rætast og þau geti stundað nám í sérdeildum fyrir einhverfa. Ég vona að meirihlutinn í Reykjavík fari að sinna bönum betur og foreldrar barna með sérþarfir þurfi ekki að standa ár eftir ár í stappi við borgina til þess að fá þá þjónustu sem hentar best fyrir börn þeirra. Það er ekki boðlegt að sum börn fái inni í einhverfudeildum í grunnskólum Reykjavíkur en önnur ekki, það er mismunun. Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ótrúlegt að ári eftir að ég skrifaði grein hér á visir.is, Einhverf og synjað um skólavist, stendur til að synja 30 börnum með einhverfu um skólavist í sérdeildum fyrir einhverfa. Það er dapurleg staða í stærsta sveitarfélagi landsins að það ráði ekki við að veita þjónustu til einhverfra. Það er dapurlegt að aðstandendur einhverfra barna í Reykjavík séu í stöðugum átökum við sveitarfélagið. Foreldrar verða að berjast fyrir því að börn þeirra fái skólavist sem hentar þeim best. Það er dapurlegt að sá meirihluti sem stjórnar í Reykjavík leggi ekki allan sinn metnað í það að sinna börnum betur, öllum börnum. Núna eru biðlistar á leikskóla í Vesturbænum gríðarlega langir, í húsnæði leik- og grunnskóla er að finnast heilsuspillandi mygla, einhverf börn fá ekki inn í sérdeildir fyrir einhverfa. Á meðan á að setja tíu milljarða í stafræna uppbyggingu og yfir fjóra milljarða í endurgerð á Grófarhúsinu sem ekkert er að. Ég verð að játa að ég átta mig ekki á þessari forgangsröðun hjá núverandi meirihluta. Látum draumana rætast Ný menntastefna Reykjavíkurborgar ber yfirskriftina látum draumana rætast, það eru því kaldar kveðjur sem einhverf börn og foreldrar þeirra fá. Draumar foreldra einhverfra barna eru að hagsmunum barna þeirra sé best gætt með því að þau fái skólavist í sérdeildum fyrir einhverfa. Þess vegna er sótt um fyrir þau þar. Nú hafa foreldrar þrjátíu einhverfra barna hins vegar fengið bréf frá Reykjavíkurborg þar sem þau eru upplýst um það að fyrirhugað sé að synja þeim um skólavist í sérdeildum fyrir einhverfa. Úrræði sem foreldrarnir velja af því þau telja það best fyrir börn sín. Börn þeirra eiga hins vegar að fara inn í venjulegar bekkjardeildir, þvert á það sem foreldrar þeirra óskuðu eftir. Mismunun Það er óskiljanlegt að neita börnum með sérþarfir um þá skólavist sem sótt er um fyrir þau. Neita þeim um skólavist í sérdeildum í þeim skólum sem foreldrar þeirra telja að henti þeim best. Ég vona að draumar þessara barna og foreldra þeirra fái að rætast og þau geti stundað nám í sérdeildum fyrir einhverfa. Ég vona að meirihlutinn í Reykjavík fari að sinna bönum betur og foreldrar barna með sérþarfir þurfi ekki að standa ár eftir ár í stappi við borgina til þess að fá þá þjónustu sem hentar best fyrir börn þeirra. Það er ekki boðlegt að sum börn fái inni í einhverfudeildum í grunnskólum Reykjavíkur en önnur ekki, það er mismunun. Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar