Tölvuárás gerð á stærstu eldsneytisleiðslu Bandaríkjanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. maí 2021 07:34 Colonial-leiðslan er sú stærsta í Bandaríkjunum. Colonial Pipeline Bandarísk yfirvöld gáfu í gær út neyðarheimild eftir að stærsta eldsneytisleiðsla landsins varð fyrir netárás. Um það bil 2,5 milljónir tunna af eldsneyti flæða um Colonial-leiðsluna daglega en það jafngildir um 45 prósent eldsneytisnotkunar austurstrandarinnar. Leiðslan var „tekin úr sambandi“ af netglæpamönnum á föstudag og enn er unnið að því að koma henni í gagnið á ný. Neyðarlöggjöfin heimilar flutning á eldsneyti á vegum landsins á meðan. Átján ríki hafa fengið heimild til að flytja eldsneyti um vegakerfið; Alabama, Arkansas, District of Columbia, Delaware, Flórída, Georgía, Kentucky, Louisiana, Maryland, Mississippi, New Jersey, New York, Norður-Karólína, Pennsylvanía, Suður-Karólína, Tennessee, Texas og Virginía. Sérfræðingar segja líkur á tveggja til þriggja prósenta hækkun á eldsneytisverði en að það gæti hækkað enn meira ef viðgerðir dragast á langinn. Fyrstu ríkin til að verða fyrir áhrifum yrðu Atlanta og Tennessee en svo yrði um að ræða dómínóáhrif til New York. BBC hefur eftir olíumarkaðssérfræðingnum Gaurav Sharma að eftirspurn væri nú langt umfram framboð, á sama tíma og olíubirgðir í Bandaríkjunum færu minnkandi. Eftirspurnina mætti meðal annars rekja til þess að hagkerfið væri að hrista af sér áhrif kórónuveirunnar. Dæmi um skilaboð netglæpahópa á borð við DarkSide. Samkvæmt heimildum BBC var árásin framkvæmd af netglæpahóp sem kallar sig DarkSide en hann er sagður hafa gert árás á netkerfi Colonial á fimmtudag og tekið 100 gígabæt af gögnum „í gíslingu“. Talsmenn Colonial sögðu í gær að fjórar stærstu æðar leiðslunnar væru enn óvirkar en tekist hefði að virkja margar styttri leiðir. Að sögn BBC fá fórnarlömb glæpahópa á borð við DarkSide upp tilkynningu á tölvukerfinum sínum þar sem farið er fram á lausnargjald. Þá er þeim sendur gagnapakki, þar sem fram kemur að búið sé að dulkóða kerfin þeirra og hvers konar gögnum hafi verið stolið. Glæpahóparnir eru reknir eins og fyrirtæki, segja sérfræðingar. BBC fjallar ítarlega um málið. Bandaríkin Tölvuárásir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Leiðslan var „tekin úr sambandi“ af netglæpamönnum á föstudag og enn er unnið að því að koma henni í gagnið á ný. Neyðarlöggjöfin heimilar flutning á eldsneyti á vegum landsins á meðan. Átján ríki hafa fengið heimild til að flytja eldsneyti um vegakerfið; Alabama, Arkansas, District of Columbia, Delaware, Flórída, Georgía, Kentucky, Louisiana, Maryland, Mississippi, New Jersey, New York, Norður-Karólína, Pennsylvanía, Suður-Karólína, Tennessee, Texas og Virginía. Sérfræðingar segja líkur á tveggja til þriggja prósenta hækkun á eldsneytisverði en að það gæti hækkað enn meira ef viðgerðir dragast á langinn. Fyrstu ríkin til að verða fyrir áhrifum yrðu Atlanta og Tennessee en svo yrði um að ræða dómínóáhrif til New York. BBC hefur eftir olíumarkaðssérfræðingnum Gaurav Sharma að eftirspurn væri nú langt umfram framboð, á sama tíma og olíubirgðir í Bandaríkjunum færu minnkandi. Eftirspurnina mætti meðal annars rekja til þess að hagkerfið væri að hrista af sér áhrif kórónuveirunnar. Dæmi um skilaboð netglæpahópa á borð við DarkSide. Samkvæmt heimildum BBC var árásin framkvæmd af netglæpahóp sem kallar sig DarkSide en hann er sagður hafa gert árás á netkerfi Colonial á fimmtudag og tekið 100 gígabæt af gögnum „í gíslingu“. Talsmenn Colonial sögðu í gær að fjórar stærstu æðar leiðslunnar væru enn óvirkar en tekist hefði að virkja margar styttri leiðir. Að sögn BBC fá fórnarlömb glæpahópa á borð við DarkSide upp tilkynningu á tölvukerfinum sínum þar sem farið er fram á lausnargjald. Þá er þeim sendur gagnapakki, þar sem fram kemur að búið sé að dulkóða kerfin þeirra og hvers konar gögnum hafi verið stolið. Glæpahóparnir eru reknir eins og fyrirtæki, segja sérfræðingar. BBC fjallar ítarlega um málið.
Bandaríkin Tölvuárásir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira