Mikill áhugi á Svansvottuðum íbúðum Vistbyggð 10. maí 2021 13:11 Arkítektar unnu eftir ströngum kröfum Svansins að hönnun húsanna. Fyrstu Svansvottuðu fjölbýlishúsin á íslenskum markaði eru risin í Urriðaholti. Sjálfbær hönnun og heilnæm híbýli eru sérsvið þróunarfélagsins Vistbyggðar. Félagið hefur sett fyrstu Svansvottuðu íbúðirnar á markað á höfuðborgarsvæðinu, raðhúsabyggð í Urriðaholti en Svansvottun felur í sér strangar kröfur um efnisval og það umhverfisspor sem hlýst af framkvæmdinni. Allt skipulag snýst um vellíðan tilvonandi íbúa og hvert smáatriði hugsað í þaula. Arnar Þór Jónsson, arkitekt og Thelma Guðmundsdóttir, innanhússarkitekt hjá Arkís arkitektum, hanna húsin eftir kröfum Svansins og segir Arnar verkefni af þessum toga kalla á náið samtal milli hönnuða og verkkaupa. Arnar Þór Jónsson arkítekt í miðið, Thelma Guðmundsdóttir innanhússarkítekt og Heimir Freyr Hauksson byggingarfræðingur.VISTBYGGÐ „Fólk er ekki bara að kaupa hönnunina heldur hugmyndafræðina að baki,“ segir Arnar. „Þetta eru fyrstu Svansvottuðu fjölbýlishúsin á íslenskum markaði og byggja á skýrri hugmyndafræði. Þverfaglegir aðilar komu að verkefninu með ólík sjónarhorn, meðal annars lýsingahönnuður, hljóðhönnuður, loftræsihönnuður og fleiri en þau hjá Vistbyggð eru með afar skýra sýn á hvað þau vilja. Þau sáu gat á markaðnum, það er mikil vitundarvakning í dag á vistvænum lífsstíl og gríðarlegur áhugi á þessum fyrstu íbúðum.“ Hvað felst í Svansvottun? Arnar segir vandlega horft í efnisval, innra skipulag, hljóðvist, náttúrulega lýsingu og orkusparandi lausnir og allt miði að því að skapa heilnæmt hús. Kaupandi fær afhenta handbók með ýtarlegum upplýsingum um hönnuði, efni og framkvæmd. „Öll efni eru valin af kostgæfni og með upprunaleikavottorð sem staðfestir viðunandi ferli og kröfur Svansins, meðal annars með tilliti til viðhaldstíma og að þau gefi ekki frá sér eiturefni,“ útskýrir Arnar og segir engan afslátt gefinn. „Húsin eru byggð upp af krosslímdum timbureiningum sem framleiddar eru í Austurríki. Við hurfum frá því að nota lerki í klæðningu á húsin þar sem ekki var hægt að ábyrgjast uppruna lerkisins eða hversu mörgum plöntum hafði verið plantað í staðinn. Ólitað ál varð fyrir valinu en litað ál er með snefilefnum sem falla ekki undir Svaninn.“ Byggðin vel tengd við náttúruperlur, golfvöll og hjólaleiðir við Urriðavatn. Áhersla var lögð á að húsin yrðu sem hagkvæmust bæði í herbergjafjölda og að nýtingin yrði sem best. Húsin eru 170 til 180 fermetrar, á tveimur hæðum og fimm svefnherbergja, fjögur svefnherbergi eru á efri hæðinni og eitt niðri. Þetta segir Arnar meðal annars taka mið af íslensku nútímasamfélagi þar sem samsettar fjölskyldur sem þurfa mörg herbergi eru algengt munstur. Herbergjafjöldi er þó ekki það eina sem skiptir máli. Innri gæði rýmisins þurfa að halda vel utan um íbúa. Náttúrleg birta og orkusparandi lausnir „Við vildum að bjart rými tæki á móti íbúum þegar komið er inn í húsið og settum stóran glugga í anddyrið. Einnig er þakgluggi fyrir ofan stigann sem veitir birtunni gegnum stigaopið inn á gang og inn í eldhús. Þá var dagsbirtustuðull húsanna reiknaður út og önnur lýsing hönnuð út frá því. Staðbundið loftræstikerfi er fyrir hverja íbúð og lofttúður í hverju herbergi. Því þarf síður að opna glugga og þar með nýtist hitinn í húsinu betur. Loftstreymið í húsinu er reiknað út svo það myndar yfirþrýsting svo minni lekahætta er í húsinu,“ útskýrir Arnar. Vellíðan íbúa er í lykilhlutverki við skipulag og hönnun húsanna. Hönnun íbúðanna tekur meðal annars mið af því að fjölskyldan geti átt notalegar samverustundir og þá komum við að hljóðvistinni en hljóðhönnuður reiknaði út ómtíma íbúðanna. „Ómtími er sá tími sem það tekur hljóð að deyja út í rýminu. Til að stytta hann tókum við niður loftið í stofunni þar sem oft eru margir að tala saman,“ útskýrir Arnar. Náttúran flæðir inn í rýmið Náttúran spilar meginhlutverk í hönnun húsanna, bæði að utan og innan. Heiðmörk er nánast í bakgarðinum og voru litirnir sem notaðir eru í íbúðirnar valdir úr umhverfinu í kring. Þá er byggðin vel tengd við náttúruperlur, golfvöll og hjólaleiðir við Urriðavatn. Við innanhússhönnun var sniðugum lausnum beitt, bæði í efnisvali en ekki síður í tímasparnaði. Þar má nefna óvenjulega nálgun við baðherbergin þar sem allt var komið upp áður en þakið fór á húsið. „Baðherbergisinnréttingarnar eru sérsmíðaðar fyrir hvert rými og koma tilbúnar á byggingartímanum með öllum tækjum upp settum og klárum. Yfirleitt þurfa margir að koma að vinnu við baðherbergi en þetta fækkaði verkþáttum og gaf okkur tíma til að hanna og klára baðherbergin mjög snemma í ferlinu. Við gátum því til dæmis valið flísarnar inn á baðherbergið í stærð sem gekk fullkomlega upp inn í rýmið, með fúgu og öllu. Við hönnun eldhúsinnréttinga völdum við íslenskan framleiðanda til að stytta leiðina fyrir íbúa ef þeir vilja laga þær eftir sínu höfði. Gólfefnin í íbúðirnar voru valin eftir kröfum Svansins og til að mynda settum við teppi í stigann upp á efri hæðina bæði til að skapa hlýleika en ekki síður til að bæta hljóðvist,“ útskýrir Arnar. Nánar má kynna sér hugmyndafræði Vistbyggðar hér. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tíska og hönnun Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Sjálfbær hönnun og heilnæm híbýli eru sérsvið þróunarfélagsins Vistbyggðar. Félagið hefur sett fyrstu Svansvottuðu íbúðirnar á markað á höfuðborgarsvæðinu, raðhúsabyggð í Urriðaholti en Svansvottun felur í sér strangar kröfur um efnisval og það umhverfisspor sem hlýst af framkvæmdinni. Allt skipulag snýst um vellíðan tilvonandi íbúa og hvert smáatriði hugsað í þaula. Arnar Þór Jónsson, arkitekt og Thelma Guðmundsdóttir, innanhússarkitekt hjá Arkís arkitektum, hanna húsin eftir kröfum Svansins og segir Arnar verkefni af þessum toga kalla á náið samtal milli hönnuða og verkkaupa. Arnar Þór Jónsson arkítekt í miðið, Thelma Guðmundsdóttir innanhússarkítekt og Heimir Freyr Hauksson byggingarfræðingur.VISTBYGGÐ „Fólk er ekki bara að kaupa hönnunina heldur hugmyndafræðina að baki,“ segir Arnar. „Þetta eru fyrstu Svansvottuðu fjölbýlishúsin á íslenskum markaði og byggja á skýrri hugmyndafræði. Þverfaglegir aðilar komu að verkefninu með ólík sjónarhorn, meðal annars lýsingahönnuður, hljóðhönnuður, loftræsihönnuður og fleiri en þau hjá Vistbyggð eru með afar skýra sýn á hvað þau vilja. Þau sáu gat á markaðnum, það er mikil vitundarvakning í dag á vistvænum lífsstíl og gríðarlegur áhugi á þessum fyrstu íbúðum.“ Hvað felst í Svansvottun? Arnar segir vandlega horft í efnisval, innra skipulag, hljóðvist, náttúrulega lýsingu og orkusparandi lausnir og allt miði að því að skapa heilnæmt hús. Kaupandi fær afhenta handbók með ýtarlegum upplýsingum um hönnuði, efni og framkvæmd. „Öll efni eru valin af kostgæfni og með upprunaleikavottorð sem staðfestir viðunandi ferli og kröfur Svansins, meðal annars með tilliti til viðhaldstíma og að þau gefi ekki frá sér eiturefni,“ útskýrir Arnar og segir engan afslátt gefinn. „Húsin eru byggð upp af krosslímdum timbureiningum sem framleiddar eru í Austurríki. Við hurfum frá því að nota lerki í klæðningu á húsin þar sem ekki var hægt að ábyrgjast uppruna lerkisins eða hversu mörgum plöntum hafði verið plantað í staðinn. Ólitað ál varð fyrir valinu en litað ál er með snefilefnum sem falla ekki undir Svaninn.“ Byggðin vel tengd við náttúruperlur, golfvöll og hjólaleiðir við Urriðavatn. Áhersla var lögð á að húsin yrðu sem hagkvæmust bæði í herbergjafjölda og að nýtingin yrði sem best. Húsin eru 170 til 180 fermetrar, á tveimur hæðum og fimm svefnherbergja, fjögur svefnherbergi eru á efri hæðinni og eitt niðri. Þetta segir Arnar meðal annars taka mið af íslensku nútímasamfélagi þar sem samsettar fjölskyldur sem þurfa mörg herbergi eru algengt munstur. Herbergjafjöldi er þó ekki það eina sem skiptir máli. Innri gæði rýmisins þurfa að halda vel utan um íbúa. Náttúrleg birta og orkusparandi lausnir „Við vildum að bjart rými tæki á móti íbúum þegar komið er inn í húsið og settum stóran glugga í anddyrið. Einnig er þakgluggi fyrir ofan stigann sem veitir birtunni gegnum stigaopið inn á gang og inn í eldhús. Þá var dagsbirtustuðull húsanna reiknaður út og önnur lýsing hönnuð út frá því. Staðbundið loftræstikerfi er fyrir hverja íbúð og lofttúður í hverju herbergi. Því þarf síður að opna glugga og þar með nýtist hitinn í húsinu betur. Loftstreymið í húsinu er reiknað út svo það myndar yfirþrýsting svo minni lekahætta er í húsinu,“ útskýrir Arnar. Vellíðan íbúa er í lykilhlutverki við skipulag og hönnun húsanna. Hönnun íbúðanna tekur meðal annars mið af því að fjölskyldan geti átt notalegar samverustundir og þá komum við að hljóðvistinni en hljóðhönnuður reiknaði út ómtíma íbúðanna. „Ómtími er sá tími sem það tekur hljóð að deyja út í rýminu. Til að stytta hann tókum við niður loftið í stofunni þar sem oft eru margir að tala saman,“ útskýrir Arnar. Náttúran flæðir inn í rýmið Náttúran spilar meginhlutverk í hönnun húsanna, bæði að utan og innan. Heiðmörk er nánast í bakgarðinum og voru litirnir sem notaðir eru í íbúðirnar valdir úr umhverfinu í kring. Þá er byggðin vel tengd við náttúruperlur, golfvöll og hjólaleiðir við Urriðavatn. Við innanhússhönnun var sniðugum lausnum beitt, bæði í efnisvali en ekki síður í tímasparnaði. Þar má nefna óvenjulega nálgun við baðherbergin þar sem allt var komið upp áður en þakið fór á húsið. „Baðherbergisinnréttingarnar eru sérsmíðaðar fyrir hvert rými og koma tilbúnar á byggingartímanum með öllum tækjum upp settum og klárum. Yfirleitt þurfa margir að koma að vinnu við baðherbergi en þetta fækkaði verkþáttum og gaf okkur tíma til að hanna og klára baðherbergin mjög snemma í ferlinu. Við gátum því til dæmis valið flísarnar inn á baðherbergið í stærð sem gekk fullkomlega upp inn í rýmið, með fúgu og öllu. Við hönnun eldhúsinnréttinga völdum við íslenskan framleiðanda til að stytta leiðina fyrir íbúa ef þeir vilja laga þær eftir sínu höfði. Gólfefnin í íbúðirnar voru valin eftir kröfum Svansins og til að mynda settum við teppi í stigann upp á efri hæðina bæði til að skapa hlýleika en ekki síður til að bæta hljóðvist,“ útskýrir Arnar. Nánar má kynna sér hugmyndafræði Vistbyggðar hér.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tíska og hönnun Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira