Þórólfur Guðnason hefur sagt að sá eini sem greindist utan sóttkvíar í gær liggi nú á gjörgæslu. Það mun vera annar tveggja umræddra sjúklinga og gefur til kynna að hinn sem er á gjörgæslu sé talinn hafa verið kominn í sóttkví fyrir greiningu.
Þórólfur segir við mbl.is að sá sem greinst hafi utan sóttkvíar í gær sé í öndunarvél og að þar af leiðandi sé flókið að afla upplýsinga um ferðir hans undanfarna daga.
Fleiri eru ekki á sjúkrahúsi vegna Covid-19 á Íslandi en 100 eru í einangrun vegna sýkingar. Fimm greindust innanlands í gær.