Lífið

„12 stiga frammi­staða hjá Daða“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Daði og Gagnamagnið eru búin með fyrstu æfinguna í Eurovision. Laufey Helga fylgdist mjög vel með æfingunni.
Daði og Gagnamagnið eru búin með fyrstu æfinguna í Eurovision. Laufey Helga fylgdist mjög vel með æfingunni. @gísliberg/aðsend

Nú er fyrsta æfingin hjá íslensk Eurovision-hópnum í Rotterdam yfirstaðinn og gekk hún vel í Ahoy-höllinni.

Daði og Gagnamagnið flutti lagið 10 Years og frumsýndu þá nýja búninga. Grænar Daðapeysur með svörtum herðaborðum með gagnamagnsandlitum á.

Á æfingunni kom einnig í ljós að sveitin verður með ný hljóðfæri á sviðinu og má þar nefna hringlaga píanó. Einnig mátti sjá flugelda undir lok flutningsins.

Laufey Helga Guðmundsdóttir, frá FÁSES, fylgdist vel með æfingunni og var hún sátt með þessa fyrstu æfingu.

Hér að neðan má sjá brot úr fyrstu æfingunni.

„12 stiga frammistaða hjá Daða og Gagnamagninu á fyrstu æfingu í dag. Nýju Daðapeysurnar lúkka hrikalega vel og æðislegt að sjá svona margar skemmtilegar tilvísanir til fyrri Eurovisionlaga, eins og litríka ljósabakgrunninn frá Pollapönki, svífandi höfrunginn (Ísland 2009) og hringlaga píanóið (Rúmenía 2014),“ segir Laufey í samtali við Vísi. FÁSES er með mjög viðamikla umfjöllun um keppnina í ár og er fylgst vel með hverri einustu æfingu á vefsíðu þeirra.

Hér að neðan má sjá þegar Laufey og Ísak frá FÁSES fylgdust með æfingunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.