„Á ekki von á því að vera áfram í Njarðvík“ Atli Arason skrifar 10. maí 2021 22:25 Einar er líklega að hætta með Njarðvík. vísir/bára Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur býst ekki við því að vera áfram þjálfari Njarðvíkur á næsta tímabili. „Ég á ekki von á því. Samningur minn er búinn og ég fer bara núna á morgun að huga að því að skoða mína möguleika. Mér finnst samt það [að vera áfram þjálfari Njarðvíkur] ólíklegt miðað við stöðu mála. Ég á síður von á því,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur. Einar hefur verið þjálfari Njarðvíkur síðustu þrjú tímabil. Njarðvík var um tíma að horfa til þess að geta mögulega fallið úr efstu deild eftir 50 ára samfellda veru í deildinni. „Ég er hrikalega stoltur af þessum strákum. Það eru einhverjir tíu dagar síðan við vorum í tólfta sæti. Án þess að kasta rýrð á nokkurt annað félag þá er það erfiðara fyrir Njarðvíkinga að vera í tólfta sæti en það er fyrir all flesta aðra. Við gerum okkur alveg grein fyrir kröfunum, væntingunum, sögunni, hefðinni og öllu því. Í ljósi þeirrar stöðu, í ljósi þess að þegar það virkilega á móti blés þá var sótt fast að okkur og ég er hrikalega stoltur af þessum 17 manna teymi sem er hérna. Það er búið að standa þétt saman í gegnum mikinn brotsjó. Að standa uppi eftir þetta mót með þessa þrjá sterku sigra, vinna fjóra leiki af þessum síðustu sex. Ég ætla bara að vera stoltur af strákunum fyrir það,“ bætti Einar við. „Vonbrigðin eru gríðarleg. Auðvitað er það markmið hjá klúbbnum að fara í úrslitakeppni, enginn spurning. Við verðum eflaust fram eftir sumri að svekkja okkur á því. Það má spyrja sig af því af hverju þetta lið sem spilaði svo frábærlega í síðustu leikjum hafi ekki gert það alltaf en það er margt sem spilar þar inn í. Við vorum með lykilmenn í meiðslum sem að voru líka kannski ekki upp á sitt besta á köflum. Auðvitað finna menn líka pressuna. Ég ætla að leyfa mér að hrósa mínu uppeldisfélagi, við erum stórt vörumerki í íslenskum körfubolta ekkert ólíkt því sem Liverpool og Manchester United er í enskum fótbolta. Það er fullt af fólki sem hlakkar yfir því að okkur gengur ekki vel. Menn fundu það alveg, það voru ekki allir með okkur. Þess vegna er ég bara stoltur af strákunum, það er hægt að týna það til að einn sigur hefði dugað okkur inn í úrslitakeppnina og já við munum svekkja okkur á því. Það voru held ég átta leikir sem við töpuðum með 5 stigum eða minna í vetur. Það er svekkjandi að hugsa til þess í dag en ég ætla að leyfa mér í kvöld að vera stoltur af strákunum og gleðjast með þeim yfir því að hafa þó klárað sín þrjú verkefni og sett allavegana örlögin í okkar hendur,“ sagði hrærður Einar Árni Jóhannsson í viðtali eftir 15 stiga sigur Njarðvíkur á Þór Þorlákshöfn í lokaleik tímabilsins. UMF Njarðvík Dominos-deild karla Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
„Ég á ekki von á því. Samningur minn er búinn og ég fer bara núna á morgun að huga að því að skoða mína möguleika. Mér finnst samt það [að vera áfram þjálfari Njarðvíkur] ólíklegt miðað við stöðu mála. Ég á síður von á því,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur. Einar hefur verið þjálfari Njarðvíkur síðustu þrjú tímabil. Njarðvík var um tíma að horfa til þess að geta mögulega fallið úr efstu deild eftir 50 ára samfellda veru í deildinni. „Ég er hrikalega stoltur af þessum strákum. Það eru einhverjir tíu dagar síðan við vorum í tólfta sæti. Án þess að kasta rýrð á nokkurt annað félag þá er það erfiðara fyrir Njarðvíkinga að vera í tólfta sæti en það er fyrir all flesta aðra. Við gerum okkur alveg grein fyrir kröfunum, væntingunum, sögunni, hefðinni og öllu því. Í ljósi þeirrar stöðu, í ljósi þess að þegar það virkilega á móti blés þá var sótt fast að okkur og ég er hrikalega stoltur af þessum 17 manna teymi sem er hérna. Það er búið að standa þétt saman í gegnum mikinn brotsjó. Að standa uppi eftir þetta mót með þessa þrjá sterku sigra, vinna fjóra leiki af þessum síðustu sex. Ég ætla bara að vera stoltur af strákunum fyrir það,“ bætti Einar við. „Vonbrigðin eru gríðarleg. Auðvitað er það markmið hjá klúbbnum að fara í úrslitakeppni, enginn spurning. Við verðum eflaust fram eftir sumri að svekkja okkur á því. Það má spyrja sig af því af hverju þetta lið sem spilaði svo frábærlega í síðustu leikjum hafi ekki gert það alltaf en það er margt sem spilar þar inn í. Við vorum með lykilmenn í meiðslum sem að voru líka kannski ekki upp á sitt besta á köflum. Auðvitað finna menn líka pressuna. Ég ætla að leyfa mér að hrósa mínu uppeldisfélagi, við erum stórt vörumerki í íslenskum körfubolta ekkert ólíkt því sem Liverpool og Manchester United er í enskum fótbolta. Það er fullt af fólki sem hlakkar yfir því að okkur gengur ekki vel. Menn fundu það alveg, það voru ekki allir með okkur. Þess vegna er ég bara stoltur af strákunum, það er hægt að týna það til að einn sigur hefði dugað okkur inn í úrslitakeppnina og já við munum svekkja okkur á því. Það voru held ég átta leikir sem við töpuðum með 5 stigum eða minna í vetur. Það er svekkjandi að hugsa til þess í dag en ég ætla að leyfa mér í kvöld að vera stoltur af strákunum og gleðjast með þeim yfir því að hafa þó klárað sín þrjú verkefni og sett allavegana örlögin í okkar hendur,“ sagði hrærður Einar Árni Jóhannsson í viðtali eftir 15 stiga sigur Njarðvíkur á Þór Þorlákshöfn í lokaleik tímabilsins.
UMF Njarðvík Dominos-deild karla Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum