Ekki er langt síðan að Lopez og Alex Rodriguez hættu saman eftir fjögurra ára samband og slitu trúlofun sinni. Lopez og Rodriguez byrjuðu að hittast árið 2017 og árið 2019 trúlofaðist parið. Parið var byrjað að skipuleggja brúðkaup áður en kórónuveirufaraldurinn skall á í fyrra en vegna faraldursins var öllum áætlunum um brúðkaup frestað. Nú er því sambandi aftur á móti lokið.
Vefsíðan TMZ greinir frá því að Affleck hafi byrjað að senda Lopez ástarbréf í formi tölvupósts í febrúar og byrjaði það þegar hún var enn trúlofuð Rodriguez og var við tökur á kvikmyndinni Shotgun Wedding í Dóminíska Lýðveldinu.
Jennifer Lopez og Ben Affleck voru á sínum tíma par, frá árinu 2002-2004 og voru um tíma trúlofuð. Um helgina voru þau saman á skíðum og dvöldu í skíðaskála sem Affleck á í Montana. Daily Mail hefur einni fjallað ítarlega um málið.