OnlyFans, klám og óskynsamlegar refsingar Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar 11. maí 2021 13:30 Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni sem snúa að ólíkum aðstæðum ólíks fólks að gera ólíka hluti, með ólíkum afleiðingum; sumum alvarlegum. Kynfrelsi okkar er sérstök tegund af frelsi og þegar fólk neyðist til að gera eitthvað kynferðislegt sem það vill ekki, þá er augljós skaði fólginn í því. Viðhorf fólks og langanir í kynlífi eru hins vegar æði misjöfn. Við erum gríðarlega ólík þegar kemur að kynlífi. Það er allur gangur á því hvað okkur finnst ánægjulegt, hvað okkur finnst gróft, og þar á meðal hversu prívat við viljum hafa kynhegðun okkar. Sumt fólk leitast beinlínis eftir því að spóka sig fyrir öðrum. Sumt fólk leitast eftir því að horfa á annað fólk stunda kynlíf - jafnvel iðkanir sem öðrum þykja afbrigðilegar. Við erum allskonar og það segir sig sjálft í kjölfarinu, að aðstæður fólks í kynlífsiðnaði, þar á meðal klámframleiðslu, eru misjafnar. Þar er bæði að finna fólk sem starfar af fúsum og frjálsum vilja og allt yfir í fórnarlömb mansals sem er beinlínis neytt í kynlífsiðnað með hótunum, líkamlegu ofbeldi og frelsissviptingu. Síðan er flóra af aðstæðum þarna á milli sem eru einstaklingsbundnar og geta verið flóknar. Þær geta líka breyst yfir tímann. Það sem á einum tímapunkti er bara fjör og skemmtun getur breyst í kúgunarástand með tímanum. Rétt eins og kynferðisleg sambönd almennt. Hverjar sem aðstæður fólks í kynlífsiðnaði eru, hvort sem þær eru góðar (jafnvel ef bara tímabundið) eða vondar, þá er það ábyrgð yfirvalda að tryggja réttindi þess eftir fremsta megni. Tryggja að fólk hafi aðgang að hvers konar aðstoð, ekki bara til að komast úr aðstæðunum heldur líka heilbrigðisaðstoð, lögregluaðstoð og allri þeirri þjónustu og réttindavernd sem annað fólk tekur sem sjálfsögðum hlut. Lögbrjótarnir á OnlyFans Og þá að stöðunni eins og hún er. Klám er bannað á Íslandi. Fólk sem býr til klám og dreifir því á OnlyFans er í reynd að brjóta íslenska löggjöf. Við því liggja sektir og frelsissvipting, og mögulega eignaupptaka eins og farið er yfir í fréttum. Höfum alveg á hreinu, að það er ekki aðstoð við fólk í kynlífsvinnu, hvað þá fólki sem er í henni af nauðung, að gera eigur þess upptækar, sekta það eða frelsissvipta. Það stuðlar ekki að frelsi fórnarlamba mansals heldur dregur enn meira úr því. Það kennir fólki sem býr til klám af fúsum og frjálsum vilja ekki neitt um hættur kynlífsiðnaðarins né veitir þeim neina úrlausn ef það vill komast út úr honum seinna meir. Engan skyldi undra. Klámbannið snýst nefnilega ekki um að draga úr nauðung eins eða neins, heldur um að vernda meint siðgæði samfélagsins gegn hinu meinta ósiðlega. Áhrif þess eru minna frelsi kvenna, ekki meira - alveg sama í hvaða aðstæðum þær eru; meiri fordæming og útskúfun fólks sem mögulega þarf hjálp (og mögulega ekki). Það gerir nákvæmlega ekkert gagn og veldur einungis skaða. Það refsar engum sekum heldur einungis saklausum. Klámbannið í almennum hegningarlögum er vont ákvæði, og við eigum að fjarlægja það, alveg sama hvað okkur finnst um kynlífsiðnaðinn eða áhrif kláms á samfélagið. Óskynsamlegar refsingar Femínistar (og undirritaður er femínisti) hafa lengi rökrætt klám og kynlífsvinnu í gegnum tíðina og ekki er komin nein sýnileg, endanleg niðurstaða í þá umræðu - skyldi nú líka engan undra að ólík sjónarmið væru uppi um eitthvað jafn fjölbreytt og persónulegt og kynhegðun. Í þeirri umræðu læt ég duga í bili að hlusta á sjónarmið fólks sem annað hvort er í, eða hefur verið í kynlífsiðnaði, þá sérstaklega konur. En enga femíníska hugmynd þekki ég sem leiðir af sér skynsemi þess að beita fólk í kynlífsiðnaði eignaupptöku, sektum og frelsissviptingum. Þótt við þurfum að bregðast við áhrifum kláms á samfélagið, sér í lagi börn, til dæmis með aukinni fræðslu og breyttum viðhorfum til kynferðislegra samskipta, þá stendur eftir að það er einfaldlega ekki það sem klámbannið gerir, enda var það ekki einu sinni tilgangur þess eitraða meðals. Þvert á móti er klámbannið skilgetið afkvæmi feðraveldisins og sú staðreynd sést best á hvoru tveggja uppruna þess, og áhrifum. Höfundur er þingmaður Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Hrafn Gunnarsson Samfélagsmiðlar OnlyFans Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni sem snúa að ólíkum aðstæðum ólíks fólks að gera ólíka hluti, með ólíkum afleiðingum; sumum alvarlegum. Kynfrelsi okkar er sérstök tegund af frelsi og þegar fólk neyðist til að gera eitthvað kynferðislegt sem það vill ekki, þá er augljós skaði fólginn í því. Viðhorf fólks og langanir í kynlífi eru hins vegar æði misjöfn. Við erum gríðarlega ólík þegar kemur að kynlífi. Það er allur gangur á því hvað okkur finnst ánægjulegt, hvað okkur finnst gróft, og þar á meðal hversu prívat við viljum hafa kynhegðun okkar. Sumt fólk leitast beinlínis eftir því að spóka sig fyrir öðrum. Sumt fólk leitast eftir því að horfa á annað fólk stunda kynlíf - jafnvel iðkanir sem öðrum þykja afbrigðilegar. Við erum allskonar og það segir sig sjálft í kjölfarinu, að aðstæður fólks í kynlífsiðnaði, þar á meðal klámframleiðslu, eru misjafnar. Þar er bæði að finna fólk sem starfar af fúsum og frjálsum vilja og allt yfir í fórnarlömb mansals sem er beinlínis neytt í kynlífsiðnað með hótunum, líkamlegu ofbeldi og frelsissviptingu. Síðan er flóra af aðstæðum þarna á milli sem eru einstaklingsbundnar og geta verið flóknar. Þær geta líka breyst yfir tímann. Það sem á einum tímapunkti er bara fjör og skemmtun getur breyst í kúgunarástand með tímanum. Rétt eins og kynferðisleg sambönd almennt. Hverjar sem aðstæður fólks í kynlífsiðnaði eru, hvort sem þær eru góðar (jafnvel ef bara tímabundið) eða vondar, þá er það ábyrgð yfirvalda að tryggja réttindi þess eftir fremsta megni. Tryggja að fólk hafi aðgang að hvers konar aðstoð, ekki bara til að komast úr aðstæðunum heldur líka heilbrigðisaðstoð, lögregluaðstoð og allri þeirri þjónustu og réttindavernd sem annað fólk tekur sem sjálfsögðum hlut. Lögbrjótarnir á OnlyFans Og þá að stöðunni eins og hún er. Klám er bannað á Íslandi. Fólk sem býr til klám og dreifir því á OnlyFans er í reynd að brjóta íslenska löggjöf. Við því liggja sektir og frelsissvipting, og mögulega eignaupptaka eins og farið er yfir í fréttum. Höfum alveg á hreinu, að það er ekki aðstoð við fólk í kynlífsvinnu, hvað þá fólki sem er í henni af nauðung, að gera eigur þess upptækar, sekta það eða frelsissvipta. Það stuðlar ekki að frelsi fórnarlamba mansals heldur dregur enn meira úr því. Það kennir fólki sem býr til klám af fúsum og frjálsum vilja ekki neitt um hættur kynlífsiðnaðarins né veitir þeim neina úrlausn ef það vill komast út úr honum seinna meir. Engan skyldi undra. Klámbannið snýst nefnilega ekki um að draga úr nauðung eins eða neins, heldur um að vernda meint siðgæði samfélagsins gegn hinu meinta ósiðlega. Áhrif þess eru minna frelsi kvenna, ekki meira - alveg sama í hvaða aðstæðum þær eru; meiri fordæming og útskúfun fólks sem mögulega þarf hjálp (og mögulega ekki). Það gerir nákvæmlega ekkert gagn og veldur einungis skaða. Það refsar engum sekum heldur einungis saklausum. Klámbannið í almennum hegningarlögum er vont ákvæði, og við eigum að fjarlægja það, alveg sama hvað okkur finnst um kynlífsiðnaðinn eða áhrif kláms á samfélagið. Óskynsamlegar refsingar Femínistar (og undirritaður er femínisti) hafa lengi rökrætt klám og kynlífsvinnu í gegnum tíðina og ekki er komin nein sýnileg, endanleg niðurstaða í þá umræðu - skyldi nú líka engan undra að ólík sjónarmið væru uppi um eitthvað jafn fjölbreytt og persónulegt og kynhegðun. Í þeirri umræðu læt ég duga í bili að hlusta á sjónarmið fólks sem annað hvort er í, eða hefur verið í kynlífsiðnaði, þá sérstaklega konur. En enga femíníska hugmynd þekki ég sem leiðir af sér skynsemi þess að beita fólk í kynlífsiðnaði eignaupptöku, sektum og frelsissviptingum. Þótt við þurfum að bregðast við áhrifum kláms á samfélagið, sér í lagi börn, til dæmis með aukinni fræðslu og breyttum viðhorfum til kynferðislegra samskipta, þá stendur eftir að það er einfaldlega ekki það sem klámbannið gerir, enda var það ekki einu sinni tilgangur þess eitraða meðals. Þvert á móti er klámbannið skilgetið afkvæmi feðraveldisins og sú staðreynd sést best á hvoru tveggja uppruna þess, og áhrifum. Höfundur er þingmaður Pírata
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar