Myndin sem smíðakennarinn vill að þú sjáir Heiðar Sumarliðason skrifar 13. maí 2021 13:37 Efnilega unga konan á beitt verkfæri. Laugarásbíó tók nýverið til sýningar Óskarsverðlaunamyndina Promising Young Woman, en hún hlaut verðlaunin eftirsóttu í flokknum besta frumsamda handrit. Það að horfa á hana nú í miðri annarri #metoo-bylgju gefur henni enn meira vægi og vigt. Myndin fjallar um tæplega þrítuga konu sem stundar það að látast vera dauðadrukkin, bíða þess að karlmaður nálgist hana, fara með honum heim og láta svo „renna af sér“ þegar hann ætlar að hafa við hana mök án hennar samþykkis. Hvað verður nákvæmlega um karlmennina sem hún fer með heim er látið liggja milli hluta, eða a.m.k. áttaði ég mig ekki á því hvort við ættum að telja hana hafa myrt þá sem ekki iðruðust. Sumir mannanna fá blátt strik í svörtu bókina hennar, aðrir fá rautt. Í einfaldleika mínum giskaði ég á að hún hefði myrt þá sem fá rautt strik, en sleppt þeim sem fengu blátt. Eftir að hafa lesið viðtal við leikstjórann komst ég að því að hún drap engan. Ég horfði því á alla myndina teljandi aðalpersónuna vera morðingja. Sennilega var það rauði taumurinn sem lak niður handlegg hennar snemma í myndinni sem gabbaði mig, ég var alveg viss um að þetta ætti að vera blóð og að hún væri að borða samloku. Þegar ég skoðaði atriðið aftur sá ég að hún var hins vegar að borða hindberjamúffu og að rauði vökvinn var sulta. Sennilega gerði ég þessi mistök þar sem ég taldi mig vera að fara á mynd um konu sem myrðir kynferðisafbrotamenn og því einungis að bíða þess að sá grunur minn staðfestist. Sulta ekki blóð. Þetta er afhjúpandi varðandi þær kvikmyndir sem við erum vön að Hollywood beri á borð fyrir okkur. Lausnin þar er ávallt að drepa fólk, enda kvikmyndaborgin staðsett í landi sem er heimili og einn helsti útflutningsaðili ofbeldis í heiminum. Ég er því sem áhorfandi það skilyrtur að mér dettur ekki í eina sekúndu í hug að það sem lekur niður handlegg hennar sé sulta. Höfundur og leikstjóri er hins vegar hin breska Emerald Fennell, og þó Bretar hafi á öldum áður verið helsti útflytjandi yfirgangs og ofbeldis í heiminum, hefur sá kúltúr fengið góða kælingu á þessari og síðustu öld. Því er sennilega eðlilegt að Fennell fari ekki þá leið. Ekki morðkvendi En til að taka allan vafa af, þá er aðalpersónan Cassandra ekki morðingi, heldur kona sem vill setja spegilinn upp að andliti fólks sem hegðar sér á svívirðilegan máta. Sú staðreynd að ég taldi hana morðingja skemmdi að einhverju leyti fyrir mér túlkun mína á myndinni. Það að horfa á aðalpersónu sem er morðingi er töluvert annað en að horfa á persónu sem vill aðeins leiðrétta hegðun fólks og fá það til að sjá villu sinna vega. Ég hins vegar sá að mér og horfði á hana aftur með réttum augum. Mér þótti myndin um ekki-morðkvendið Cassöndru alls ekki slæm kvikmynd, þrátt fyrir að handritið verði hinum svokallaða annars þáttar doða að bráð, sem er gildra sem byrjendur (og stundum reyndir) í handritsskrifum falla í. Hún snýr oftast að skorti á skilningi á handritsforminu. Oft innihalda hugmyndir höfunda áhugaverða kynningu og grípandi niðurlagi, það er hins vegar þekkt vandamál að annan leikþátt skorti spennu, átök og framvindu. Hann er því í raun aðeins uppfylling á leið sögunnar að lokaorrustunni. Það mikilvægasta í öllum kvikmyndum er hin svokallaða „action idea,“ sem felur í sér þann heildar ásetning sem heldur öðrum þætti sögunnar á bein brautinni. Sá ásetningur er því miður eilítið rásandi hér og framvindan verður eilítið flöt eftir miðpunkt. Einnig er persónusköpunin ekki upp á marga fiska og maður upplifir Cassöndru sem tól höfundar til að tjá einhverja hugmyndafræði, frekar en persónu af holdi og blóði. Viljinn fram yfir verkið Það sem bjargar Promising Young Woman er hins vegar krafturinn í umfjöllunarefninu, frekar en að gæði og færni handritshöfundarins hafi haldið mér við efnið. Ástæðan fyrir því að ég er að snúa kastljósinu að handritinu er sú staðreynd að Emerald Fennel hlaut Óskarsverðlaun fyrir skrifin. Líkt og hefur komið fram í fyrri dómum mínum á Óskarstilfnefndu myndum þessa árs, þá er ástæðan fyrir góðu gengi ansi margra þeirra sú staðreynd að vegna Covid var fátt um fína drætti. Í venjulegu árferði hefði Promising Young Woman ekki unnið þessi verðlaun, því virðast akademíumeðlimir hafa ákveðið að taka viljann fram yfir verkið þetta árið. T.d. þótti mér önnur kvikmynd sem nýlega var sýnd í kvikmyndahúsum, I Care a Lot, alls ekki síðri. Handritið var að vísu gallað á sinn hátt (líkt og handrit Promising Young Woman) en hún fékk hins vegar ekki tilnefningu. Sennilega snýr þetta að þekkingarleysi kjósenda á handritsforminu, því Óskarsverðlaunin eru ekki, og hafa aldrei verið, sérlega gott barómet á gæði. Þau eru frekar barómet á tíðaranda, hrifnæmi og jú, spillingu, því hver getur gleymt þegar skrímslið Harvey Weinstein svo gott sem keypti Óskarinn árið 1999 þegar Shakespeare in Love var valin besta mynd. Hvar eru áhorfendurnir? Það er mjög auðvelt að hrífast með Promising Young Woman, því umfjöllunarefnið kemur við kaunin á okkur. Samfélagið logar. Önnur #metoo-bylgja er hafin. Það er því eilítið sorglegt að myndin sjálf nái ekki alveg að lifa upp í væntingarnar sem Óskarsverðlaunin skapa. Reyndar er enn sorglegra að sjá hve fáir sáu hana um síðustu helgi, því einungis 62 miðar seldust og myndin var sú fimmtánda vinsælasta. Sennilega hjálpar ekki til að Laugarásbíó hafði ekki einu sinni fyrir því að láta texta hana. Slíkt lítur aldrei vel út og neytendur upplifa það sem skilaboð frá kvikmyndahúsinu um að hér sé um annars flokks vöru að ræða. Ég verð að játa að ég skil ekki hvað býr að baki þessari ákvörðun, það er auðveldlega hægt að selja áhorfendum þessa mynd ef vilji er fyrir hendi. Ég mæli hins vegar heilshugar með Promising Young Woman, þrátt fyrir fyrrnefnda galla. Svo verður áhugavert að sjá hvort aðsóknin glæðist eitthvað. Pistilinn sem fyrirsögnin vísar í má lesa hér. En þar skammast smíðakennarinn Gunnar Dan Wiium yfir því hve fáir voru í bíó þegar hann fór á myndina. Niðurstaða: Promising Young Woman heldur áhorfendum við efnið vegna þess ástands sem hún talar inn í. Handritið hefði hins vegar haft gott af meiri fókus. Heiðar Sumarliðason og sviðlistakonan Bryndís Ósk Ingvarsdóttir ræddu Promising Young Woman í nýjasta þætti Stjörnubíós. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Myndin fjallar um tæplega þrítuga konu sem stundar það að látast vera dauðadrukkin, bíða þess að karlmaður nálgist hana, fara með honum heim og láta svo „renna af sér“ þegar hann ætlar að hafa við hana mök án hennar samþykkis. Hvað verður nákvæmlega um karlmennina sem hún fer með heim er látið liggja milli hluta, eða a.m.k. áttaði ég mig ekki á því hvort við ættum að telja hana hafa myrt þá sem ekki iðruðust. Sumir mannanna fá blátt strik í svörtu bókina hennar, aðrir fá rautt. Í einfaldleika mínum giskaði ég á að hún hefði myrt þá sem fá rautt strik, en sleppt þeim sem fengu blátt. Eftir að hafa lesið viðtal við leikstjórann komst ég að því að hún drap engan. Ég horfði því á alla myndina teljandi aðalpersónuna vera morðingja. Sennilega var það rauði taumurinn sem lak niður handlegg hennar snemma í myndinni sem gabbaði mig, ég var alveg viss um að þetta ætti að vera blóð og að hún væri að borða samloku. Þegar ég skoðaði atriðið aftur sá ég að hún var hins vegar að borða hindberjamúffu og að rauði vökvinn var sulta. Sennilega gerði ég þessi mistök þar sem ég taldi mig vera að fara á mynd um konu sem myrðir kynferðisafbrotamenn og því einungis að bíða þess að sá grunur minn staðfestist. Sulta ekki blóð. Þetta er afhjúpandi varðandi þær kvikmyndir sem við erum vön að Hollywood beri á borð fyrir okkur. Lausnin þar er ávallt að drepa fólk, enda kvikmyndaborgin staðsett í landi sem er heimili og einn helsti útflutningsaðili ofbeldis í heiminum. Ég er því sem áhorfandi það skilyrtur að mér dettur ekki í eina sekúndu í hug að það sem lekur niður handlegg hennar sé sulta. Höfundur og leikstjóri er hins vegar hin breska Emerald Fennell, og þó Bretar hafi á öldum áður verið helsti útflytjandi yfirgangs og ofbeldis í heiminum, hefur sá kúltúr fengið góða kælingu á þessari og síðustu öld. Því er sennilega eðlilegt að Fennell fari ekki þá leið. Ekki morðkvendi En til að taka allan vafa af, þá er aðalpersónan Cassandra ekki morðingi, heldur kona sem vill setja spegilinn upp að andliti fólks sem hegðar sér á svívirðilegan máta. Sú staðreynd að ég taldi hana morðingja skemmdi að einhverju leyti fyrir mér túlkun mína á myndinni. Það að horfa á aðalpersónu sem er morðingi er töluvert annað en að horfa á persónu sem vill aðeins leiðrétta hegðun fólks og fá það til að sjá villu sinna vega. Ég hins vegar sá að mér og horfði á hana aftur með réttum augum. Mér þótti myndin um ekki-morðkvendið Cassöndru alls ekki slæm kvikmynd, þrátt fyrir að handritið verði hinum svokallaða annars þáttar doða að bráð, sem er gildra sem byrjendur (og stundum reyndir) í handritsskrifum falla í. Hún snýr oftast að skorti á skilningi á handritsforminu. Oft innihalda hugmyndir höfunda áhugaverða kynningu og grípandi niðurlagi, það er hins vegar þekkt vandamál að annan leikþátt skorti spennu, átök og framvindu. Hann er því í raun aðeins uppfylling á leið sögunnar að lokaorrustunni. Það mikilvægasta í öllum kvikmyndum er hin svokallaða „action idea,“ sem felur í sér þann heildar ásetning sem heldur öðrum þætti sögunnar á bein brautinni. Sá ásetningur er því miður eilítið rásandi hér og framvindan verður eilítið flöt eftir miðpunkt. Einnig er persónusköpunin ekki upp á marga fiska og maður upplifir Cassöndru sem tól höfundar til að tjá einhverja hugmyndafræði, frekar en persónu af holdi og blóði. Viljinn fram yfir verkið Það sem bjargar Promising Young Woman er hins vegar krafturinn í umfjöllunarefninu, frekar en að gæði og færni handritshöfundarins hafi haldið mér við efnið. Ástæðan fyrir því að ég er að snúa kastljósinu að handritinu er sú staðreynd að Emerald Fennel hlaut Óskarsverðlaun fyrir skrifin. Líkt og hefur komið fram í fyrri dómum mínum á Óskarstilfnefndu myndum þessa árs, þá er ástæðan fyrir góðu gengi ansi margra þeirra sú staðreynd að vegna Covid var fátt um fína drætti. Í venjulegu árferði hefði Promising Young Woman ekki unnið þessi verðlaun, því virðast akademíumeðlimir hafa ákveðið að taka viljann fram yfir verkið þetta árið. T.d. þótti mér önnur kvikmynd sem nýlega var sýnd í kvikmyndahúsum, I Care a Lot, alls ekki síðri. Handritið var að vísu gallað á sinn hátt (líkt og handrit Promising Young Woman) en hún fékk hins vegar ekki tilnefningu. Sennilega snýr þetta að þekkingarleysi kjósenda á handritsforminu, því Óskarsverðlaunin eru ekki, og hafa aldrei verið, sérlega gott barómet á gæði. Þau eru frekar barómet á tíðaranda, hrifnæmi og jú, spillingu, því hver getur gleymt þegar skrímslið Harvey Weinstein svo gott sem keypti Óskarinn árið 1999 þegar Shakespeare in Love var valin besta mynd. Hvar eru áhorfendurnir? Það er mjög auðvelt að hrífast með Promising Young Woman, því umfjöllunarefnið kemur við kaunin á okkur. Samfélagið logar. Önnur #metoo-bylgja er hafin. Það er því eilítið sorglegt að myndin sjálf nái ekki alveg að lifa upp í væntingarnar sem Óskarsverðlaunin skapa. Reyndar er enn sorglegra að sjá hve fáir sáu hana um síðustu helgi, því einungis 62 miðar seldust og myndin var sú fimmtánda vinsælasta. Sennilega hjálpar ekki til að Laugarásbíó hafði ekki einu sinni fyrir því að láta texta hana. Slíkt lítur aldrei vel út og neytendur upplifa það sem skilaboð frá kvikmyndahúsinu um að hér sé um annars flokks vöru að ræða. Ég verð að játa að ég skil ekki hvað býr að baki þessari ákvörðun, það er auðveldlega hægt að selja áhorfendum þessa mynd ef vilji er fyrir hendi. Ég mæli hins vegar heilshugar með Promising Young Woman, þrátt fyrir fyrrnefnda galla. Svo verður áhugavert að sjá hvort aðsóknin glæðist eitthvað. Pistilinn sem fyrirsögnin vísar í má lesa hér. En þar skammast smíðakennarinn Gunnar Dan Wiium yfir því hve fáir voru í bíó þegar hann fór á myndina. Niðurstaða: Promising Young Woman heldur áhorfendum við efnið vegna þess ástands sem hún talar inn í. Handritið hefði hins vegar haft gott af meiri fókus. Heiðar Sumarliðason og sviðlistakonan Bryndís Ósk Ingvarsdóttir ræddu Promising Young Woman í nýjasta þætti Stjörnubíós.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira