Skoðun

Látum kné fylgja kviði

Íris E. Gísladóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Ágúst Guðjónsson, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Jóhann Arinbjarnarson, Knútur Garðarson, Guðjón Þór Jósefsson, Alex B. Stefánsson og Björn Ívar Björnsson skrifa

Það er mikið fagnaðarefni að ríkisstjórnin hafi veitt 600 milljóna króna viðbótarframlag til geðheilbrigðismála fyrir börn og ungmenni til að mæta aukinni þörf vegna COVID-19.

Betur má ef duga skal

Mikilvægt er að þingheimur láti kné fylgja kviði og fullfjármagni greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í sálfræðiþjónustu og annarri gagnreyndri samtalsmeðferð sem lögfest var einróma með lögum nr. 93/2020. Geðheilbrigðismál eru heilbrigðismál og er vandséð hvaða rök standa til þess að greiðsluþátttaka hins opinbera við veitingu geðheilbrigðisþjónustu eigi að lúta öðrum lögmálum en önnur heilbrigðisþjónusta.

Væri þetta mikilvægt skref til að tryggja öllum jafnt aðgengi að þessari nauðsynlegu heilbrigðisþjónustu. Burtséð frá þeirri brýnu þörf sem einstaklingar geta haft á sálfræðiþjónustu og annarri samtalsmeðferð, fellur kostnaðurinn af því að fólk veigri sér við því að leita sér aðstoðar af efnahagslegum ástæðum, á samfélagið allt og getur tekið á sig margar, óæskilegar myndir.

Fullfjármögnum greiðsluþátttöku sjúkratrygginga

Ungt Framsóknarfólk í Reykjavik telur fullt tilefni til að byrgja brunninn sem fyrst með fullfjármagnaðri greiðsluþátttöku sjúkratrygginga við veitingu sálfræðiþjónustu.

Höfundar eru í stjórn Ung Framsókn í Reykjavík. 




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×