Til hjálpar fíkniefnaneytendum Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 12. maí 2021 07:00 Nú liggur fyrir á þinginu frumvarp heilbrigðisráðherra um svonefnda afglæpavæðingu neysluskammta á fíkniefnum. Í greinargerð með frumvarpinu er vísað til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem segir að „snúa þurfi af braut harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna og að leggja skuli áherslu á forvarnir og lýðheilsu.“ Á þeim forsendum er það lagt til í frumvarpinu að varsla neysluskammta af fíkniefnum verði heimil og skref tekið í þá átt að vandi fíkniefnanotenda sé meðhöndlaður í heilbrigðiskerfinu fremur en dómskerfinu. Um árabil hafa mál varðandi einkaneyslu verið meðhöndluð þannig að þeim er lokið með sektargerð komi þau til kasta lögreglu. Því hafa fangelsisrefsingar fyrir slík brot í raun verið aflagðar. Það er mikilvæg nálgun og viðhorfsbreyting að fíknisjúkdómar séu meðhöndlaðir sem slíkir innan heilbrigðiskerfisins. Það þekkjum við aðstandendur fíkniefnaneytenda af eigin raun. Við vitum að forvarnir og meðhöndlun fíknisjúkdóma er besta leiðin til að draga úr vandanum. Sá árangur sem náðst hefur í þeim efnum er ekki sjálfgefinn og honum má ekki stefna í hættu. Sú hugsun sem býr að baki frumvarpi heilbrigðisráðherra er ekki röng en skilaboðin sem í því felast eru varasöm. Með því að gera vörslu og neyslu ólögmætra vímuefna refsilausa erum við að senda fólki, sérstaklega ungu fólki, þau skilaboð að þetta sé í lagi. Við þurfum að stíga stærri skref í forvörnum, fræðslu og meðferðarúrræðum áður en við getum farið að huga að því að „normalisera“ neyslu efnanna með þeim hætti sem gert er með frumvarpinu. Neysla eiturlyfja er alvarlegt vandamál sem hefur þungbærar afleiðingar bæði fyrir fíkniefnaneytendur og fyrir fjölskyldur þeirra. Á hverju ári missum við ungmenni úr neyslu. Hvert eitt og einasta er einu of mikið. Það ætti því að vera algjört forgangsmál að efla og auka skilvirkar forvarnir, fræðslu og meðferðarúrræði. Við þurfum að stíga skrefin í réttri röð og ekki auka á þann vanda sem við erum að reyna að leysa. Ef ætlunin er að hjálpa fíkniefnaneytendum þá eigum við að gera einmitt það. Diljá Mist Einarsdóttir Höfundur er hæstaréttarlögmaður, aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og frambjóðandi til 3. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Fíkn Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir á þinginu frumvarp heilbrigðisráðherra um svonefnda afglæpavæðingu neysluskammta á fíkniefnum. Í greinargerð með frumvarpinu er vísað til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem segir að „snúa þurfi af braut harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna og að leggja skuli áherslu á forvarnir og lýðheilsu.“ Á þeim forsendum er það lagt til í frumvarpinu að varsla neysluskammta af fíkniefnum verði heimil og skref tekið í þá átt að vandi fíkniefnanotenda sé meðhöndlaður í heilbrigðiskerfinu fremur en dómskerfinu. Um árabil hafa mál varðandi einkaneyslu verið meðhöndluð þannig að þeim er lokið með sektargerð komi þau til kasta lögreglu. Því hafa fangelsisrefsingar fyrir slík brot í raun verið aflagðar. Það er mikilvæg nálgun og viðhorfsbreyting að fíknisjúkdómar séu meðhöndlaðir sem slíkir innan heilbrigðiskerfisins. Það þekkjum við aðstandendur fíkniefnaneytenda af eigin raun. Við vitum að forvarnir og meðhöndlun fíknisjúkdóma er besta leiðin til að draga úr vandanum. Sá árangur sem náðst hefur í þeim efnum er ekki sjálfgefinn og honum má ekki stefna í hættu. Sú hugsun sem býr að baki frumvarpi heilbrigðisráðherra er ekki röng en skilaboðin sem í því felast eru varasöm. Með því að gera vörslu og neyslu ólögmætra vímuefna refsilausa erum við að senda fólki, sérstaklega ungu fólki, þau skilaboð að þetta sé í lagi. Við þurfum að stíga stærri skref í forvörnum, fræðslu og meðferðarúrræðum áður en við getum farið að huga að því að „normalisera“ neyslu efnanna með þeim hætti sem gert er með frumvarpinu. Neysla eiturlyfja er alvarlegt vandamál sem hefur þungbærar afleiðingar bæði fyrir fíkniefnaneytendur og fyrir fjölskyldur þeirra. Á hverju ári missum við ungmenni úr neyslu. Hvert eitt og einasta er einu of mikið. Það ætti því að vera algjört forgangsmál að efla og auka skilvirkar forvarnir, fræðslu og meðferðarúrræði. Við þurfum að stíga skrefin í réttri röð og ekki auka á þann vanda sem við erum að reyna að leysa. Ef ætlunin er að hjálpa fíkniefnaneytendum þá eigum við að gera einmitt það. Diljá Mist Einarsdóttir Höfundur er hæstaréttarlögmaður, aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og frambjóðandi til 3. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar