Arnar Grétars sagður svikinn um víti síðast þegar leikið var á Dalvík í efstu deild Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2021 11:30 KA og Leiknir R. mætast á Dalvík í 3. umferð Pepsi Max-deildar karla í dag. Þjálfari KA kom mikið við sögu í síðasta leiknum í efstu deild karla sem fór fram á Dalvík. Fara þarf aftur til ársins 1997 til að finna síðasta leikinn í efstu deild karla sem var spilaður. Leiftur tók þá á móti Fram í 4. umferð Sjóvá-Almennra deildinni 29. maí. Frammarar unnu leikinn, 0-1. Meðal leikmanna Leifturs var Arnar Grétarsson, núverandi þjálfari KA. Hann kom til Leifturs frá Breiðabliki fyrir tímabilið 1997 og lék sex deildarleiki með Ólafsfjarðarliðinu áður en hann fór í atvinnumennsku. Í umfjöllun DV um leikinn á Dalvík 29. maí 1997 segir að veðrið og dómarinn hafi verið í aðalhlutverki. „Mjög sterkur vindur kom í veg fyrir spil, sendingar voru ónákvæmar og fótbolti liðanna ekki áferðafallegur,“ segir í umfjöllun DV. Jafnframt segir að Dalvíkurvöllur hafi verið ójafn. Það verður allavega ekki vandamál í leiknum í dag, á nýjum gervigrasvelli á Dalvík. Helgi Sigurðsson skoraði eina mark leiksins á Dalvík fyrir 24 árum á 64. mínútu. Leiftur sótti meira undir lokin og freistaði þess að jafna leikinn. Í umfjöllun DV segir að Júlíus Þór Tryggvason hafi skorað mark sem var ekki dæmt gilt. Aðstoðardómarinn hafi veifað til marks um að boltinn hafi farið inn fyrir en ekkert hafi verið dæmt. Umfjöllun DV um leikinn á Dalvík í lok maí 1997.Úrklippa úr DV 30. maí 1997 Síðan féll Arnar í vítateignum en ekkert var dæmt. Arnar fékk hins vegar gult spjald. Ekki kemur fram hvort það var fyrir leikaraskap eða mótmæli. „Þetta er er óþolandi,“ var það eina sem Kristinn Björnsson, þjálfari Leifturs, sagði eftir leikinn. Blaðamaður DV sagði ungan dómara leiksins ekki hafa valdið starfi sínu og það hljóti að valda forystu KSÍ áhyggjum. Þessi ungi maður sem þótti ekki starfi sínu vaxinn var Kristinn Jakobsson. Óhætt er að segja að það hafi ræst ágætlega úr honum í framhaldinu. Meðal annarra þekktra leikmanna sem spiluðu leikinn fyrir 24 árum ná nefna Auðun Helgason, Andra Marteinsson, Izudin Daða Dervic, Ásmund Arnarsson, Kristófer Sigurgeirsson, Rastislav Lazorik og Þorvald Makan Sigurbjörnsson. Ásgeir Elíasson var þjálfari Fram sem endaði í 4. sæti deildarinnar sem nýliðar. Leiftur endaði í 3. sætinu annað árið í röð. Leikur KA og Leiknis hefst klukkan 17:30 í dag. Áskrifendur Stöðvar 2 Sports geta fylgst með honum í beinni útsendingu í gegnum vefsjónvarp á stod2.is. Pepsi Max-deild karla KA Dalvíkurbyggð Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Fara þarf aftur til ársins 1997 til að finna síðasta leikinn í efstu deild karla sem var spilaður. Leiftur tók þá á móti Fram í 4. umferð Sjóvá-Almennra deildinni 29. maí. Frammarar unnu leikinn, 0-1. Meðal leikmanna Leifturs var Arnar Grétarsson, núverandi þjálfari KA. Hann kom til Leifturs frá Breiðabliki fyrir tímabilið 1997 og lék sex deildarleiki með Ólafsfjarðarliðinu áður en hann fór í atvinnumennsku. Í umfjöllun DV um leikinn á Dalvík 29. maí 1997 segir að veðrið og dómarinn hafi verið í aðalhlutverki. „Mjög sterkur vindur kom í veg fyrir spil, sendingar voru ónákvæmar og fótbolti liðanna ekki áferðafallegur,“ segir í umfjöllun DV. Jafnframt segir að Dalvíkurvöllur hafi verið ójafn. Það verður allavega ekki vandamál í leiknum í dag, á nýjum gervigrasvelli á Dalvík. Helgi Sigurðsson skoraði eina mark leiksins á Dalvík fyrir 24 árum á 64. mínútu. Leiftur sótti meira undir lokin og freistaði þess að jafna leikinn. Í umfjöllun DV segir að Júlíus Þór Tryggvason hafi skorað mark sem var ekki dæmt gilt. Aðstoðardómarinn hafi veifað til marks um að boltinn hafi farið inn fyrir en ekkert hafi verið dæmt. Umfjöllun DV um leikinn á Dalvík í lok maí 1997.Úrklippa úr DV 30. maí 1997 Síðan féll Arnar í vítateignum en ekkert var dæmt. Arnar fékk hins vegar gult spjald. Ekki kemur fram hvort það var fyrir leikaraskap eða mótmæli. „Þetta er er óþolandi,“ var það eina sem Kristinn Björnsson, þjálfari Leifturs, sagði eftir leikinn. Blaðamaður DV sagði ungan dómara leiksins ekki hafa valdið starfi sínu og það hljóti að valda forystu KSÍ áhyggjum. Þessi ungi maður sem þótti ekki starfi sínu vaxinn var Kristinn Jakobsson. Óhætt er að segja að það hafi ræst ágætlega úr honum í framhaldinu. Meðal annarra þekktra leikmanna sem spiluðu leikinn fyrir 24 árum ná nefna Auðun Helgason, Andra Marteinsson, Izudin Daða Dervic, Ásmund Arnarsson, Kristófer Sigurgeirsson, Rastislav Lazorik og Þorvald Makan Sigurbjörnsson. Ásgeir Elíasson var þjálfari Fram sem endaði í 4. sæti deildarinnar sem nýliðar. Leiftur endaði í 3. sætinu annað árið í röð. Leikur KA og Leiknis hefst klukkan 17:30 í dag. Áskrifendur Stöðvar 2 Sports geta fylgst með honum í beinni útsendingu í gegnum vefsjónvarp á stod2.is.
Pepsi Max-deild karla KA Dalvíkurbyggð Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira