Banna unglingsstúlku sem mótmælti Kreml að yfirgefa heimabæinn Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2021 09:42 Óeirðarlögreglumenn bera burt mann sem tók þátt í miklum mótmælum gegn rússneskum stjórnvöldum árið 2019. Olga Misik vakti athygli fyrir framgöngu sína þar. Vísir/EPA Dómstóll í Rússlandi bannaði nítján ára gamalli stúlku að yfirgefa heimabæ sinn í meira en tvö ár eftir að hún var sakfelld fyrir skemmdarverk. Stúlkan vakti mikla athygli þegar hún tók þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum árið 2019. Olga Misik var sautján ára gömul þegar hún settist niður fyrir framan röð óeirðarlögreglumanna og las upp stjórnarskrá Rússlands fyrir tveimur árum. Hún hefur síðan verið þekkt sem „stúlkan með stjórnarskrána“, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hún hefur nú verið dæmt til tveggja ára og tveggja mánaða frelsisskerðingar fyrir að hafa skvett málningu á skýli fyrir utan skrifstofur ríkissaksóknara til að mótmæla aðgerðum ríkisvaldsins gegn aðgerðasinnum. Með dómnum er henni ekki aðeins bannað að yfirgefa heimabæ sinn nærri Moskvu heldur einnig að yfirgefa heimili sitt að nóttu til. Dómstóllinn dæmdi tvo karlmenn til viðbótar til sambærilegrar refsingar. Stuðningsfólk Misik segir refsingu hennar alltof harkalega. „Allt þetta vegna málningarslettu við inngang skrifstofu ríkissaksóknara sem var hreinsuð burt sama morgun,“ segir Dmitrí Gudkov, fyrrverandi þingmaður stjórnarandstöðunnar. Rússnesk stjórnvöld hafa gengið sérstaklega hart fram gegn andófsfólki og stjórnarandstæðingum eftir mikil mótmæli í landinu þar sem krafist var lausnar Alexei Navalní, eins helsta stjórnarandstæðings landsins, sem dúsir nú í fangelsi. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta leyfir takmarkað andóf gegn sér og hún sækist nú eftir að lýsa samtök Navalní gegn spillingu hryðjuverkasamtök. Olga Misik on this symbolic photo just embodied situation of opposition in #Russia right now. Reading the Constitution to fanatics in a dictatorship is the same as fighting windmills but after all, someone who has hope and faith can t give up in the name of #Russia s future pic.twitter.com/ZWD369UOTi— Linas Linkevicius (@LinkeviciusL) May 5, 2021 Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Veðrið ekki haft áhrif á landsfundargesti Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST Veðrið ekki haft áhrif á landsfundargesti Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Sjá meira
Olga Misik var sautján ára gömul þegar hún settist niður fyrir framan röð óeirðarlögreglumanna og las upp stjórnarskrá Rússlands fyrir tveimur árum. Hún hefur síðan verið þekkt sem „stúlkan með stjórnarskrána“, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hún hefur nú verið dæmt til tveggja ára og tveggja mánaða frelsisskerðingar fyrir að hafa skvett málningu á skýli fyrir utan skrifstofur ríkissaksóknara til að mótmæla aðgerðum ríkisvaldsins gegn aðgerðasinnum. Með dómnum er henni ekki aðeins bannað að yfirgefa heimabæ sinn nærri Moskvu heldur einnig að yfirgefa heimili sitt að nóttu til. Dómstóllinn dæmdi tvo karlmenn til viðbótar til sambærilegrar refsingar. Stuðningsfólk Misik segir refsingu hennar alltof harkalega. „Allt þetta vegna málningarslettu við inngang skrifstofu ríkissaksóknara sem var hreinsuð burt sama morgun,“ segir Dmitrí Gudkov, fyrrverandi þingmaður stjórnarandstöðunnar. Rússnesk stjórnvöld hafa gengið sérstaklega hart fram gegn andófsfólki og stjórnarandstæðingum eftir mikil mótmæli í landinu þar sem krafist var lausnar Alexei Navalní, eins helsta stjórnarandstæðings landsins, sem dúsir nú í fangelsi. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta leyfir takmarkað andóf gegn sér og hún sækist nú eftir að lýsa samtök Navalní gegn spillingu hryðjuverkasamtök. Olga Misik on this symbolic photo just embodied situation of opposition in #Russia right now. Reading the Constitution to fanatics in a dictatorship is the same as fighting windmills but after all, someone who has hope and faith can t give up in the name of #Russia s future pic.twitter.com/ZWD369UOTi— Linas Linkevicius (@LinkeviciusL) May 5, 2021
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Veðrið ekki haft áhrif á landsfundargesti Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST Veðrið ekki haft áhrif á landsfundargesti Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Sjá meira