Ahmadinejad aftur í forsetaframboð Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2021 11:18 Ahmadinejad þegar hann skráði framboð sitt í dag. Hæfnisnefnd stjórnvalda hafnaði framboði hans árið 2017. Vísir/EPA Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseti Írans, hefur skráð sig í framboð að nýju fyrir forsetakosningar sem fara fram í júní. Í forsetatíð sinni var Ahmadinejad þekktur sem harðlínumaður en hefur undanfarið reynt að hasla sér völl sem miðjumaður og verið gagnrýninn á klerkastjórnina. Leiðtogar vestrænna ríkja höfðu litlar mætur á Ahmadinejad þegar hann var forseti Írans frá 2005 til 2013 vegna harðlínustefnu hans og afneitun á helför nasista gegn gyðingum. Hann var ekki kjörgengur árið 2013 en þá vann Hassan Rouhani, núverandi forseti, afgerandi sigur. Hann hefur þótt tilheyra hófsamari væng íranskra stjórnmála. Framboðsfrestur fyrir forsetakosningarnar rennur út á laugardag. Þá fer tólf manna nefnd, svonefnt varðmannaráð, yfir frambjóðendur og pólitíska og trúarlega hæfni þeirra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sex fulltrúar í ráðinu eru skipaðir af Ali Khamenei, æðstaklerki og æðsta leiðtoga Írans. Khamenei studdi Ahmadinejad á sínum tíma, þar á meðal eftir að endurkjör þáverandi forsetans urðu kveikjan að hörðum mótmælum í landinu árið 2009. Öryggissveitir klerkastjórnarinnar börðu mótmælin niður af mikilli hörku. Í kekki kastaðist á milli Ahmadinejad og Khamenei eftir að sá fyrrnefndi hóf að tala fyrir því að vald klerksins yrði takmarkað. Varðmannaráðið taldi Ahmadinejad ekki hæfan til að bjóða sig fram í forsetakosningunum árið 2017. Undanfarin ár hefur Ahmadinejad talað fyrir umbótum á íranskri stjórnskipun, þar á meðal á völdum æðsta leiðtogans. Hann er sagður sækja stuðning sinn til fátækra og verkamannastéttar sem hefur átt erfitt uppdráttar í efnahagsþrengingum sem eru meðal annars tilkomnar vegna refsiaðgerða Bandaríkjastjórnar. Rouhani forseti er ekki kjörgengur í kosningum vegna takmarkana í stjórnarskrá á hversu lengi forseti getur setið í embætti. Harðlínumenn eru taldir fylkja sér að baki Ebrahim Raisi, þekkts klerks og forseta hæstaréttar landsins, bjóði hann sig fram. Aðrir möguleikir frambjóðendur harðlínumanna drægu sig þá í hlé til þess að dreifa ekki atkvæðum þeirra. Íran Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Leiðtogar vestrænna ríkja höfðu litlar mætur á Ahmadinejad þegar hann var forseti Írans frá 2005 til 2013 vegna harðlínustefnu hans og afneitun á helför nasista gegn gyðingum. Hann var ekki kjörgengur árið 2013 en þá vann Hassan Rouhani, núverandi forseti, afgerandi sigur. Hann hefur þótt tilheyra hófsamari væng íranskra stjórnmála. Framboðsfrestur fyrir forsetakosningarnar rennur út á laugardag. Þá fer tólf manna nefnd, svonefnt varðmannaráð, yfir frambjóðendur og pólitíska og trúarlega hæfni þeirra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sex fulltrúar í ráðinu eru skipaðir af Ali Khamenei, æðstaklerki og æðsta leiðtoga Írans. Khamenei studdi Ahmadinejad á sínum tíma, þar á meðal eftir að endurkjör þáverandi forsetans urðu kveikjan að hörðum mótmælum í landinu árið 2009. Öryggissveitir klerkastjórnarinnar börðu mótmælin niður af mikilli hörku. Í kekki kastaðist á milli Ahmadinejad og Khamenei eftir að sá fyrrnefndi hóf að tala fyrir því að vald klerksins yrði takmarkað. Varðmannaráðið taldi Ahmadinejad ekki hæfan til að bjóða sig fram í forsetakosningunum árið 2017. Undanfarin ár hefur Ahmadinejad talað fyrir umbótum á íranskri stjórnskipun, þar á meðal á völdum æðsta leiðtogans. Hann er sagður sækja stuðning sinn til fátækra og verkamannastéttar sem hefur átt erfitt uppdráttar í efnahagsþrengingum sem eru meðal annars tilkomnar vegna refsiaðgerða Bandaríkjastjórnar. Rouhani forseti er ekki kjörgengur í kosningum vegna takmarkana í stjórnarskrá á hversu lengi forseti getur setið í embætti. Harðlínumenn eru taldir fylkja sér að baki Ebrahim Raisi, þekkts klerks og forseta hæstaréttar landsins, bjóði hann sig fram. Aðrir möguleikir frambjóðendur harðlínumanna drægu sig þá í hlé til þess að dreifa ekki atkvæðum þeirra.
Íran Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira