28 dagar í EM: Sjóðheitir Ítalir, liðið sem skildi Ísland eftir og Giggslausir Walesverjar í A-riðli Sindri Sverrisson skrifar 14. maí 2021 12:00 Ciro Immobile fagnar marki gegn Norður-Írlandi í mars. Getty/Massimo Insabato Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í A-riðil þar sem Ítalir spila á heimavelli og eru sigurstranglegir eftir frábært gengi síðustu misseri. Ljóst er að Ítalir ætla sér stóra hluti á mótinu sem er kærkomið tækifæri til að gleðja ítölsku þjóðina eftir afar erfiða tíma. Á meðan að lið á borð við Ísland léku á síðasta stórmóti, HM í Rússlandi, sátu Ítalir heima en þeir hafa náð sér vel á strik undir stjórn nýs þjálfara. Tyrkland og Sviss hafa sýnt að þau geta unnið bestu þjóðir álfunnar en Tyrkir fengu til að mynda fjögur stig gegn heimsmeisturum Frakka í undankeppni EM. Það stefnir því í harða baráttu um sæti í 16-liða úrslitum og Walesverjar, sem komust í undanúrslit á síðasta EM, ætla sér að vera með í þeirri baráttu og koma á óvart á ný. LEIKIRNIR Í A-RIÐLI: 11. júní kl. 19: Tyrkland - Ítalía, Róm 12. júní kl. 13: Wales - Sviss, Bakú 16. júní kl. 16: Tyrkland - Wales, Bakú 16. júní kl. 19: Ítalía - Sviss, Róm 20. júní kl. 16: Sviss - Tyrkland, Bakú 20. júní kl. 16: Ítalía - Wales, Róm Tyrkir náðu í fjögur stig gegn Frökkum í undankeppni EM.Getty/ANP Sport Tyrkland Þjálfari: Senol Günes Stjörnur liðsins: Hakan Calhanoglu (AC Milan), Caglar Söyüncü (Leicester), Burak Yilmaz (Lille). Árangur á EM: Fjórum sinnum með (1996, 2000, 2008 og 2016). Besti árangur 3. sæti 2008. Tyrkir komu sér á EM þrátt fyrir að fá aðeins eitt stig út úr leikjum sínum við Ísland í undankeppninni. Þeir sýndu mátt sinn í leikjunum við heimsmeistara Frakka sem á endanum dugði þeim til að komast á EM. Tyrkir fóru ágætlega af stað í undankeppni HM í mars, unnu sigra á Hollandi og Tyrklandi, og gætu reynst hvaða liði sem er erfiðir á EM. Senol Günes tók við þjálfun Tyrkja árið 2019, eftir að hafa gert Besiktas tvisvar að Tyrklandsmeisturum, en þessi fyrrverandi markvörður var einnig við stjórnvölinn þegar Tyrkland náði sínum besta árangri í sögunni með því að vinna brons á HM 2002. Ítalir eru með ansi mikla reynslu í varnarlínu sinni með þá Leonardo Bonucci og Giorgio Chiellini til staðar.Getty/Jonathan Moscrop Ítalía Þjálfari: Roberto Mancini Stjörnur liðsins: Marco Verratti (PSG), Ciro Immobile (Lazio), Lorenzo Insigne (Napoli). Árangur á EM: Níu sinnum með (1968, 1980, 1988, 1996, 2000, 2004, 2008, 2012, 2016). Besti árangur: Evrópumeistarar 1968 á heimavelli. Roberto Mancini hefur blásið nýju lífi í ítalska landsliðið. Hann tók við því eftir einn myrkasta dag í sögu þess þegar Ítalíu mistókst, í fyrsta sinn í 60 ár, að komast á HM í Rússlandi 2018. Síðan hefur leiðin legið upp á við. Ítalía hefur ekki tapað einum einasta leik síðan Mancini tók við og vann alla tíu leiki sína í undankeppni EM. Liðið hefur haldið áfram á sömu braut með því að vinna fyrstu þrjá leiki sína í undankeppni HM í mars, alla 2-0. Leikirnir hafa þó ekki verið gegn neinum af bestu þjóðum álfunnar en Ítalía ætti engu að síður ekki að eiga í vandræðum með að komast í 16-liða úrslitin – hvað þá á heimavelli sínum í Róm. Það skemmir þó fyrir að miðjumaðurinn Marco Verratti, lykilmaður í spili liðsins, skuli staddur í kapphlaupi við tímann vegna hnémeiðsla. Xherdan Shaqiri verður í lykilhlutverki hjá Sviss á EM.Getty/ Vedran Galijas Sviss Þjálfari: Vladimir Petkovic Stjörnur liðsins: Granit Xhaka (Arsenal), Xherdan Shaqiri (Liverpool). Árangur á EM: Fjórum sinnum með (1996, 2004, 2008 og 2016). Besti árangur 16-liða úrslit á EM 2016. Svisslendingar hafa verið með á síðustu þremur stórmótum í röð eða frá því að þeir skildu Íslendinga eftir og komust á HM í Brasilíu 2014. Vladimir Petkovic tók við Sviss það ár og hefur gert ágæta hluti með liðið, komið því í 16-liða úrslit á HM og EM en ekki lengra. Sviss vann sinn riðil í undankeppni EM, eftir keppni við Danmörku og Írland, og fór vel af stað í undankeppni HM í mars með því að vinna fyrstu þrjá leiki sína. Liðið er með nokkra hágæðaleikmenn og hefur sýnt að það getur staðist bestu liðum álfunnar snúninginn. Gareth Bale og Daniel James verða í lykilhlutverkum fyrir Wales.Getty Wales Þjálfari: Rob Page í fjarveru Ryans Giggs. Stjörnur liðsins: Gareth Bale (Tottenham), Aaron Ramsey (Juventus), Daniel James (Manchester United). Árangur á EM: Einu sinni með, á EM 2016, og komst í undanúrslit. Wales er í þeirri sérstöku stöðu að fara á EM án þjálfara síns, Ryans Giggs, sem ákærður hefur verið fyrir heimilisofbeldi. Rob Page stýrði Wales í fyrstu leikjunum í undankeppni HM og verður við stjórnvölinn á EM. Walesverjar, og ekki síst Will Grigg sem þó spilaði lítið, stálu senunni litlu síður en Ísland á síðasta EM þegar þeir léku í fyrsta sinn á mótinu. Þeir komust í undanúrslit en játuðu sig þar sigraða gegn verðandi Evrópumeisturum Portúgals. Wales tryggði sér sæti á EM með 2-0 sigri gegn Ungverjalandi í æsispennandi keppni í E-riðli undankeppninnar, þar sem liðið endaði í 2. sæti á eftir Króatíu en fyrir ofan Slóvaka og Ungverja. Hvað tekur við? Tvö efstu liðin í riðlinum eru örugg um sæti í 16-liða úrslitum. Fjögur lið með bestan árangur í 3. sæti, í riðlunum sex, komast einnig í 16-liða úrslitin. Sigurliðið í A-riðli mætir liðinu úr 2. sæti í C-riðli (Holland, Úkraína, Austurríki, Norður-Makedónía). Liðið úr 2. sæti í A-riðli mætir liðinu úr 2. sæti í B-riðli (Danmörk, Finnland, Belgía, Rússland). Liðið úr 3. sæti í A-riðli gæti mögulega mætt sigurliði B-, E- eða F-riðils. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 29 dagar í EM: „Sigurinn“ bara enn sætari fyrst Ronaldo var svona tapsár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Íslenska landsliðið náði stig af verðandi Evrópumeisturum Portúgals í fyrsta leik sínum á stórmóti. 13. maí 2021 12:15 30 dagar í EM: Þjóðir sem unnu fjóra af fyrstu sex EM-titlunum ekki til lengur Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Fyrsta Evrópukeppnin fór fram fyrir 61 ári síðan. 12. maí 2021 12:00 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Ljóst er að Ítalir ætla sér stóra hluti á mótinu sem er kærkomið tækifæri til að gleðja ítölsku þjóðina eftir afar erfiða tíma. Á meðan að lið á borð við Ísland léku á síðasta stórmóti, HM í Rússlandi, sátu Ítalir heima en þeir hafa náð sér vel á strik undir stjórn nýs þjálfara. Tyrkland og Sviss hafa sýnt að þau geta unnið bestu þjóðir álfunnar en Tyrkir fengu til að mynda fjögur stig gegn heimsmeisturum Frakka í undankeppni EM. Það stefnir því í harða baráttu um sæti í 16-liða úrslitum og Walesverjar, sem komust í undanúrslit á síðasta EM, ætla sér að vera með í þeirri baráttu og koma á óvart á ný. LEIKIRNIR Í A-RIÐLI: 11. júní kl. 19: Tyrkland - Ítalía, Róm 12. júní kl. 13: Wales - Sviss, Bakú 16. júní kl. 16: Tyrkland - Wales, Bakú 16. júní kl. 19: Ítalía - Sviss, Róm 20. júní kl. 16: Sviss - Tyrkland, Bakú 20. júní kl. 16: Ítalía - Wales, Róm Tyrkir náðu í fjögur stig gegn Frökkum í undankeppni EM.Getty/ANP Sport Tyrkland Þjálfari: Senol Günes Stjörnur liðsins: Hakan Calhanoglu (AC Milan), Caglar Söyüncü (Leicester), Burak Yilmaz (Lille). Árangur á EM: Fjórum sinnum með (1996, 2000, 2008 og 2016). Besti árangur 3. sæti 2008. Tyrkir komu sér á EM þrátt fyrir að fá aðeins eitt stig út úr leikjum sínum við Ísland í undankeppninni. Þeir sýndu mátt sinn í leikjunum við heimsmeistara Frakka sem á endanum dugði þeim til að komast á EM. Tyrkir fóru ágætlega af stað í undankeppni HM í mars, unnu sigra á Hollandi og Tyrklandi, og gætu reynst hvaða liði sem er erfiðir á EM. Senol Günes tók við þjálfun Tyrkja árið 2019, eftir að hafa gert Besiktas tvisvar að Tyrklandsmeisturum, en þessi fyrrverandi markvörður var einnig við stjórnvölinn þegar Tyrkland náði sínum besta árangri í sögunni með því að vinna brons á HM 2002. Ítalir eru með ansi mikla reynslu í varnarlínu sinni með þá Leonardo Bonucci og Giorgio Chiellini til staðar.Getty/Jonathan Moscrop Ítalía Þjálfari: Roberto Mancini Stjörnur liðsins: Marco Verratti (PSG), Ciro Immobile (Lazio), Lorenzo Insigne (Napoli). Árangur á EM: Níu sinnum með (1968, 1980, 1988, 1996, 2000, 2004, 2008, 2012, 2016). Besti árangur: Evrópumeistarar 1968 á heimavelli. Roberto Mancini hefur blásið nýju lífi í ítalska landsliðið. Hann tók við því eftir einn myrkasta dag í sögu þess þegar Ítalíu mistókst, í fyrsta sinn í 60 ár, að komast á HM í Rússlandi 2018. Síðan hefur leiðin legið upp á við. Ítalía hefur ekki tapað einum einasta leik síðan Mancini tók við og vann alla tíu leiki sína í undankeppni EM. Liðið hefur haldið áfram á sömu braut með því að vinna fyrstu þrjá leiki sína í undankeppni HM í mars, alla 2-0. Leikirnir hafa þó ekki verið gegn neinum af bestu þjóðum álfunnar en Ítalía ætti engu að síður ekki að eiga í vandræðum með að komast í 16-liða úrslitin – hvað þá á heimavelli sínum í Róm. Það skemmir þó fyrir að miðjumaðurinn Marco Verratti, lykilmaður í spili liðsins, skuli staddur í kapphlaupi við tímann vegna hnémeiðsla. Xherdan Shaqiri verður í lykilhlutverki hjá Sviss á EM.Getty/ Vedran Galijas Sviss Þjálfari: Vladimir Petkovic Stjörnur liðsins: Granit Xhaka (Arsenal), Xherdan Shaqiri (Liverpool). Árangur á EM: Fjórum sinnum með (1996, 2004, 2008 og 2016). Besti árangur 16-liða úrslit á EM 2016. Svisslendingar hafa verið með á síðustu þremur stórmótum í röð eða frá því að þeir skildu Íslendinga eftir og komust á HM í Brasilíu 2014. Vladimir Petkovic tók við Sviss það ár og hefur gert ágæta hluti með liðið, komið því í 16-liða úrslit á HM og EM en ekki lengra. Sviss vann sinn riðil í undankeppni EM, eftir keppni við Danmörku og Írland, og fór vel af stað í undankeppni HM í mars með því að vinna fyrstu þrjá leiki sína. Liðið er með nokkra hágæðaleikmenn og hefur sýnt að það getur staðist bestu liðum álfunnar snúninginn. Gareth Bale og Daniel James verða í lykilhlutverkum fyrir Wales.Getty Wales Þjálfari: Rob Page í fjarveru Ryans Giggs. Stjörnur liðsins: Gareth Bale (Tottenham), Aaron Ramsey (Juventus), Daniel James (Manchester United). Árangur á EM: Einu sinni með, á EM 2016, og komst í undanúrslit. Wales er í þeirri sérstöku stöðu að fara á EM án þjálfara síns, Ryans Giggs, sem ákærður hefur verið fyrir heimilisofbeldi. Rob Page stýrði Wales í fyrstu leikjunum í undankeppni HM og verður við stjórnvölinn á EM. Walesverjar, og ekki síst Will Grigg sem þó spilaði lítið, stálu senunni litlu síður en Ísland á síðasta EM þegar þeir léku í fyrsta sinn á mótinu. Þeir komust í undanúrslit en játuðu sig þar sigraða gegn verðandi Evrópumeisturum Portúgals. Wales tryggði sér sæti á EM með 2-0 sigri gegn Ungverjalandi í æsispennandi keppni í E-riðli undankeppninnar, þar sem liðið endaði í 2. sæti á eftir Króatíu en fyrir ofan Slóvaka og Ungverja. Hvað tekur við? Tvö efstu liðin í riðlinum eru örugg um sæti í 16-liða úrslitum. Fjögur lið með bestan árangur í 3. sæti, í riðlunum sex, komast einnig í 16-liða úrslitin. Sigurliðið í A-riðli mætir liðinu úr 2. sæti í C-riðli (Holland, Úkraína, Austurríki, Norður-Makedónía). Liðið úr 2. sæti í A-riðli mætir liðinu úr 2. sæti í B-riðli (Danmörk, Finnland, Belgía, Rússland). Liðið úr 3. sæti í A-riðli gæti mögulega mætt sigurliði B-, E- eða F-riðils.
LEIKIRNIR Í A-RIÐLI: 11. júní kl. 19: Tyrkland - Ítalía, Róm 12. júní kl. 13: Wales - Sviss, Bakú 16. júní kl. 16: Tyrkland - Wales, Bakú 16. júní kl. 19: Ítalía - Sviss, Róm 20. júní kl. 16: Sviss - Tyrkland, Bakú 20. júní kl. 16: Ítalía - Wales, Róm
Þjálfari: Senol Günes Stjörnur liðsins: Hakan Calhanoglu (AC Milan), Caglar Söyüncü (Leicester), Burak Yilmaz (Lille). Árangur á EM: Fjórum sinnum með (1996, 2000, 2008 og 2016). Besti árangur 3. sæti 2008.
Þjálfari: Roberto Mancini Stjörnur liðsins: Marco Verratti (PSG), Ciro Immobile (Lazio), Lorenzo Insigne (Napoli). Árangur á EM: Níu sinnum með (1968, 1980, 1988, 1996, 2000, 2004, 2008, 2012, 2016). Besti árangur: Evrópumeistarar 1968 á heimavelli.
Þjálfari: Vladimir Petkovic Stjörnur liðsins: Granit Xhaka (Arsenal), Xherdan Shaqiri (Liverpool). Árangur á EM: Fjórum sinnum með (1996, 2004, 2008 og 2016). Besti árangur 16-liða úrslit á EM 2016.
Þjálfari: Rob Page í fjarveru Ryans Giggs. Stjörnur liðsins: Gareth Bale (Tottenham), Aaron Ramsey (Juventus), Daniel James (Manchester United). Árangur á EM: Einu sinni með, á EM 2016, og komst í undanúrslit.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 29 dagar í EM: „Sigurinn“ bara enn sætari fyrst Ronaldo var svona tapsár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Íslenska landsliðið náði stig af verðandi Evrópumeisturum Portúgals í fyrsta leik sínum á stórmóti. 13. maí 2021 12:15 30 dagar í EM: Þjóðir sem unnu fjóra af fyrstu sex EM-titlunum ekki til lengur Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Fyrsta Evrópukeppnin fór fram fyrir 61 ári síðan. 12. maí 2021 12:00 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
29 dagar í EM: „Sigurinn“ bara enn sætari fyrst Ronaldo var svona tapsár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Íslenska landsliðið náði stig af verðandi Evrópumeisturum Portúgals í fyrsta leik sínum á stórmóti. 13. maí 2021 12:15
30 dagar í EM: Þjóðir sem unnu fjóra af fyrstu sex EM-titlunum ekki til lengur Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Fyrsta Evrópukeppnin fór fram fyrir 61 ári síðan. 12. maí 2021 12:00