Aðgerðum ef til vill breytt á landamærunum Heimir Már Pétursson skrifar 12. maí 2021 19:15 Með fjölgun ferðamanna reynir á getu rannsóknarstofu til að greina sýni og því gæti aðgerðum á landamærunum verið breytt. Vísir/Vilhelm Mögulega verður dregið úr sóttvarnaaðgerðum á landamærum á næstunni gagnvart þeim sem eru annað hvort bólusettir eða hafa jafnað sig á covid 19 sjúkdómnum. Sóttvarnalæknir telur núgildandi aðgerðir duga gegn útbreiðslu indverska afbrigðis covid 19 hér á landi. Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af einn utan sóttkvíar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tvo hafa greinst á landamærunum með indverkst afbriði veirunar að undanförnu. Báðir séu í sóttkví í sóttvarnahúsi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur að núgildandi aðgerðir nái að halda aftur að útbreiðslu indverska afbrigðisins hér á landi en tveir hafa nú þegar greinst með það hér á landi.Vísir/Vilhelm „Ég held að það sé engin sérstök ástæða til að hafa áhyggjur af því. Alla vega á þessari stundu. Þetta var fólk sem var að koma erlendis frá og greindist á landamærunum. Þannig að ég hef fulla trú á að þær ráðstafanir sem við erum með í gangi muni koma í veg fyrir að við fáum einhverja útbreiðslu,“ segir Þórólfur. Bólusetningar gangi vel á sama tíma og farþegum til landsins fari fjölgandi. Almannavarnastig vegna covid hefur verið fært úr neyðarástandi í hættustig og líkur á að sóttvarnatakmörkunum innanlands verði aflétt enn frekar í næstu eða þar næstu viku í samræmi við afléttingaráætlun stjórnvalda. Þórólfur segir einnig koma til greina að breyta ráðstöfunum á landamærunum. „Þetta helgast allt af greiningargetunni inni á rannsóknarstofu. Hvað getum við annað mörgum sýnum. Ef það er alveg augljóst að við getum ekki annað þeim fjölda sýna sem við þurfum að taka þurfum við að hugsa þetta upp á nýtt. Annað hvort þurfum við að breyta skipulaginu. Taka sýnin öðruvísi, taka færri sýni eða greina sýnin einhvern veginn öðruvísi,“ segir Þórólfur Alma Möller landlæknir leggur mikla áherslu á að fólk uppfæri rakningarappið sem nú styðst við bluetooth tækni og getur safnað upplýsingum um hvaða fólk hittist en upplýsingarnar eru dulkóðaðar.Vísir/Vilhelm Reiknað er með að lokið verði við bólusetningu allra forgangshópa eftir um hálfan mánuð og þá verði byrjað að boða þá sem eftir eru með slembiúrtaki. Sóttvarnalæknir segir þetta engu breyta um að hjarðónæmi verði vonandi náð um mánaðamóti júní – júlí. Alma Möller landlæknir hvetur alla til að uppfæra rakningarappið með því að opna gamla appið. „En við teljum að það verði afar mikilvægt nú á næstunni þegar við vonandi förum að slaka meira á hér innanlands. Smitrakning er og verður einn af hornsteinum okkar aðgerða til að spirna við covid 19,“ segir Alma. Ólafur Ragnarsson verkefnastjóri hjá embætti landlæknis segir nýja uppfærslu rakningarappsins hafa það fram yfir eldri útfærslu að það geymi upplýsingar um fólk sem umgengst án þess að það þekki hvort annað.Vísir/Arnar Ólafur Ragnarsson verkefnastjóri hjá embætti landlæknis segir nýja appið geta rakið saman fólk sem þekkist ekki þar sem persónuverndar sé þó gætt í hvívetna. „Ef við myndum standa hér og tala saman í fimmtán mínútur og svo færi ég í sýnatöku eftir tvo daga og reyndist jákvæður myndi ég senda lyklana mína og þú fengir þá tilkynningu og viðvörun. En þú veist ekki hvaðan það kemur,“ segir Ólafur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Almannavarnastig vegna Covid-19 fært niður á hættustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnarlækni, hefur ákveðið að lækka almannavarnastig vegna COVID-19 frá neyðarstigi niður á hættustig. 12. maí 2021 13:24 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira
Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af einn utan sóttkvíar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tvo hafa greinst á landamærunum með indverkst afbriði veirunar að undanförnu. Báðir séu í sóttkví í sóttvarnahúsi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur að núgildandi aðgerðir nái að halda aftur að útbreiðslu indverska afbrigðisins hér á landi en tveir hafa nú þegar greinst með það hér á landi.Vísir/Vilhelm „Ég held að það sé engin sérstök ástæða til að hafa áhyggjur af því. Alla vega á þessari stundu. Þetta var fólk sem var að koma erlendis frá og greindist á landamærunum. Þannig að ég hef fulla trú á að þær ráðstafanir sem við erum með í gangi muni koma í veg fyrir að við fáum einhverja útbreiðslu,“ segir Þórólfur. Bólusetningar gangi vel á sama tíma og farþegum til landsins fari fjölgandi. Almannavarnastig vegna covid hefur verið fært úr neyðarástandi í hættustig og líkur á að sóttvarnatakmörkunum innanlands verði aflétt enn frekar í næstu eða þar næstu viku í samræmi við afléttingaráætlun stjórnvalda. Þórólfur segir einnig koma til greina að breyta ráðstöfunum á landamærunum. „Þetta helgast allt af greiningargetunni inni á rannsóknarstofu. Hvað getum við annað mörgum sýnum. Ef það er alveg augljóst að við getum ekki annað þeim fjölda sýna sem við þurfum að taka þurfum við að hugsa þetta upp á nýtt. Annað hvort þurfum við að breyta skipulaginu. Taka sýnin öðruvísi, taka færri sýni eða greina sýnin einhvern veginn öðruvísi,“ segir Þórólfur Alma Möller landlæknir leggur mikla áherslu á að fólk uppfæri rakningarappið sem nú styðst við bluetooth tækni og getur safnað upplýsingum um hvaða fólk hittist en upplýsingarnar eru dulkóðaðar.Vísir/Vilhelm Reiknað er með að lokið verði við bólusetningu allra forgangshópa eftir um hálfan mánuð og þá verði byrjað að boða þá sem eftir eru með slembiúrtaki. Sóttvarnalæknir segir þetta engu breyta um að hjarðónæmi verði vonandi náð um mánaðamóti júní – júlí. Alma Möller landlæknir hvetur alla til að uppfæra rakningarappið með því að opna gamla appið. „En við teljum að það verði afar mikilvægt nú á næstunni þegar við vonandi förum að slaka meira á hér innanlands. Smitrakning er og verður einn af hornsteinum okkar aðgerða til að spirna við covid 19,“ segir Alma. Ólafur Ragnarsson verkefnastjóri hjá embætti landlæknis segir nýja uppfærslu rakningarappsins hafa það fram yfir eldri útfærslu að það geymi upplýsingar um fólk sem umgengst án þess að það þekki hvort annað.Vísir/Arnar Ólafur Ragnarsson verkefnastjóri hjá embætti landlæknis segir nýja appið geta rakið saman fólk sem þekkist ekki þar sem persónuverndar sé þó gætt í hvívetna. „Ef við myndum standa hér og tala saman í fimmtán mínútur og svo færi ég í sýnatöku eftir tvo daga og reyndist jákvæður myndi ég senda lyklana mína og þú fengir þá tilkynningu og viðvörun. En þú veist ekki hvaðan það kemur,“ segir Ólafur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Almannavarnastig vegna Covid-19 fært niður á hættustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnarlækni, hefur ákveðið að lækka almannavarnastig vegna COVID-19 frá neyðarstigi niður á hættustig. 12. maí 2021 13:24 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira
Almannavarnastig vegna Covid-19 fært niður á hættustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnarlækni, hefur ákveðið að lækka almannavarnastig vegna COVID-19 frá neyðarstigi niður á hættustig. 12. maí 2021 13:24