„Svona geturðu bara fótbrotið og endað feril manna“ Árni Gísli Magnúson skrifar 12. maí 2021 20:33 Arnar var ekki yfir sig hrifinn af leik KA í kvöld. vísir/hulda margrét KA skoraði þrjú mörk í dag og hélt hreinu gegn Leikni í Pepsi Max deildinni og var Arnar Grétarsson, þjálfari liðsins, sáttur við sigurinn þó spilamennskan hafi á köflum ekki verið nægilega góð að hans mati. „Ánægður að hafa unnið og skorað þrjú mörk, en svona heilt yfir ekki sáttur við spilamennskuna þrátt fyrir að hafa unnið 3-0 og svo fannst mér við ansi sloppy á tímum og hefðum getað gert miklu betur á boltanum. Varnarlega séð vorum við mjög flottir. Í stöðunni 2-0 fyrir okkur fá Leiknismenn sitt eina færi í leiknum og þar gerir Stubbur vel með gríðarlega góðri vörslu sem gerir hlutina þægilegri og svo í 3-0 þar klárast leikurinn.” KA sótti Vladan Dogatovic í vikunn en Stubbur fékk traustið áfram í markinu og Arnar lofaði honum í hástert. „Á meðan Stubbur stendur sig svona verður erfitt að ýta honum burt. Ef þetta er ekki til halda stöðunni þá veit ég ekki hvað það er.” Arnar vildi sjá liðið skora enn fleiri mörk í dag þrátt fyrir að hafa skorað þrjú og hlýtur það að sýna að sóknarleikurinn er eitthvað sem hann hefur lagt mikla áherslu á með liðið í vetur. „Við áttum að skora fleiri mörk í dag og heilt yfir vorum við ekki frábærir á boltanum. Sérstakt að segja það þegar við skorum þrjú mörk og fáum mörg færi en þetta var ekki okkar besti leikur fótboltalega séð. Varnarlega séð vorum við flottir en við getum enn meira.” Octavio Andrés Paez Gil fékk beint rautt spjald eftir ljóta tæklingu í seinni hálfleik og Arnar var ekki par sáttur við þessa tilburði. „Hann tekur bara langstökk og tveggja fóta tæklingu og þetta á ekki að sjást af því það er akkurat svona sem menn slasa sig alvarlega og bara heppni að Kári stóð ekki í lappirnar. Svona geturðu bara fótbrotið og endað feril manna, þetta var eldrautt kort.” Spilað var á gervigrasinu á Dalvíkurvelli í dag en vallaraðsæður á Greifavellinum á Akureyri eru ekki boðlegar eins og er. Arnar segist vera opinn fyrir því að spila áfram á Dalvík. „Ef ég fengi að ráða, völlurinn lítur hræðilega út og svo erum við bara ekki með æfingaraðstöðu. Þannig að æfingaraðstaðan okkar núna er bara gervigras sem er ekki frábært en það væri nú fínt að hafa svona völl á Akureyri þó það hafi verið frábært að fá að nota völlinn hérna á Dalvík í dag.” KA sækir Keflavik heim í næstu umferð sem verður eflaust hörkuleikur en Keflavík sigraði Stjörnuna 2-0 í síðustu umferð. „Ég sá síðasta leik með þeim á móti Stjörnunni og Keflavík er með hörku lið og það verður alvöru leikur eins og allir þessir leikir eru, það er enginn auðveldur leikur. Nú fáum við smá tíma til að njóta þessarra þriggja punkta og byrjum svo að undirbúa okkur fyrir Keflavík á morgun” Pepsi Max-deild karla KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Leiknir 3-0 | Öruggt á Dalvík KA er með sjö stig eftir þrjá leiki en þeir unnu 3-0 sigur á Leikni í kvöld. Leikurinn fór fram á nýja gervigrasvellinum á Dalvík. Ekki var hægt að spila á Greifavellinum á Akureyri þar sem hann kemur illa undan vetri. 12. maí 2021 19:21 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Sjá meira
„Ánægður að hafa unnið og skorað þrjú mörk, en svona heilt yfir ekki sáttur við spilamennskuna þrátt fyrir að hafa unnið 3-0 og svo fannst mér við ansi sloppy á tímum og hefðum getað gert miklu betur á boltanum. Varnarlega séð vorum við mjög flottir. Í stöðunni 2-0 fyrir okkur fá Leiknismenn sitt eina færi í leiknum og þar gerir Stubbur vel með gríðarlega góðri vörslu sem gerir hlutina þægilegri og svo í 3-0 þar klárast leikurinn.” KA sótti Vladan Dogatovic í vikunn en Stubbur fékk traustið áfram í markinu og Arnar lofaði honum í hástert. „Á meðan Stubbur stendur sig svona verður erfitt að ýta honum burt. Ef þetta er ekki til halda stöðunni þá veit ég ekki hvað það er.” Arnar vildi sjá liðið skora enn fleiri mörk í dag þrátt fyrir að hafa skorað þrjú og hlýtur það að sýna að sóknarleikurinn er eitthvað sem hann hefur lagt mikla áherslu á með liðið í vetur. „Við áttum að skora fleiri mörk í dag og heilt yfir vorum við ekki frábærir á boltanum. Sérstakt að segja það þegar við skorum þrjú mörk og fáum mörg færi en þetta var ekki okkar besti leikur fótboltalega séð. Varnarlega séð vorum við flottir en við getum enn meira.” Octavio Andrés Paez Gil fékk beint rautt spjald eftir ljóta tæklingu í seinni hálfleik og Arnar var ekki par sáttur við þessa tilburði. „Hann tekur bara langstökk og tveggja fóta tæklingu og þetta á ekki að sjást af því það er akkurat svona sem menn slasa sig alvarlega og bara heppni að Kári stóð ekki í lappirnar. Svona geturðu bara fótbrotið og endað feril manna, þetta var eldrautt kort.” Spilað var á gervigrasinu á Dalvíkurvelli í dag en vallaraðsæður á Greifavellinum á Akureyri eru ekki boðlegar eins og er. Arnar segist vera opinn fyrir því að spila áfram á Dalvík. „Ef ég fengi að ráða, völlurinn lítur hræðilega út og svo erum við bara ekki með æfingaraðstöðu. Þannig að æfingaraðstaðan okkar núna er bara gervigras sem er ekki frábært en það væri nú fínt að hafa svona völl á Akureyri þó það hafi verið frábært að fá að nota völlinn hérna á Dalvík í dag.” KA sækir Keflavik heim í næstu umferð sem verður eflaust hörkuleikur en Keflavík sigraði Stjörnuna 2-0 í síðustu umferð. „Ég sá síðasta leik með þeim á móti Stjörnunni og Keflavík er með hörku lið og það verður alvöru leikur eins og allir þessir leikir eru, það er enginn auðveldur leikur. Nú fáum við smá tíma til að njóta þessarra þriggja punkta og byrjum svo að undirbúa okkur fyrir Keflavík á morgun”
Pepsi Max-deild karla KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Leiknir 3-0 | Öruggt á Dalvík KA er með sjö stig eftir þrjá leiki en þeir unnu 3-0 sigur á Leikni í kvöld. Leikurinn fór fram á nýja gervigrasvellinum á Dalvík. Ekki var hægt að spila á Greifavellinum á Akureyri þar sem hann kemur illa undan vetri. 12. maí 2021 19:21 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Sjá meira
Leik lokið: KA - Leiknir 3-0 | Öruggt á Dalvík KA er með sjö stig eftir þrjá leiki en þeir unnu 3-0 sigur á Leikni í kvöld. Leikurinn fór fram á nýja gervigrasvellinum á Dalvík. Ekki var hægt að spila á Greifavellinum á Akureyri þar sem hann kemur illa undan vetri. 12. maí 2021 19:21