Fylfullar hryssur geta frestað köstun Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. maí 2021 19:31 Sigurður Ingi með leirljósa hestfolaldið, sem þau Elsa fengu í vikunni. Gleði og Urður eru með á myndinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo undarlega sem það kann að hljóma þá hafa fylfullar hryssur þann hæfileika að geta frestað köstun vegna kuldatíðar eins og vorið í vor hefur verið. Það kom þó ekki í veg fyrir að hryssan Gleði, sem Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra á kastaði hestfolaldi í vikunni. Þegar ráðherrabílstjóri Sigurðar Inga keyrir hann heim í Syðra Langholt í Hrunamannahreppi eftir langan og strangan vinnudag þá er oftast fyrsta verk Sigurðar að klæða sig úr ráðherrafötunum og fara í hestafötin því hann og Elsa Ingjaldsdóttir, konan hans eru að rækta hross á staðnum. Nú voru þau að fá fyrsta folald vorsins og eru að sjálfsögðu rígmontin með það. Sigurður Ingi er fljótur að bregða sér úr ráðherrafötunum í hestafötin þegar hann kemur heim eftir vinnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Folaldið er undan rauðri meri, sem heitir Gleði og graðhesti, sem heitir Draupnir og er líka leirljós eins og folaldið. Þetta er það skemmtilegasta við hestamennskuna, rækta og vonast til að fá það, sem maður er að sækjast eftir. Það stóð til núna að fá leirljóst og fallegt, helst meri, maður fær ekki allt, þetta er hestur en hann er gullfallegur,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi, sem er dýralæknir segir að fylfullar merar hafi þann einstaka hæfileika að geta frestað köstun um nokkrar vikur sé mjög kalt úti, ekki síst á nóttunni, eins og verið hefur í vor. „Já, Gleði átti að kasta í byrjun maí en hún lét bíða eftir sér í rúma viku. Þær gera það jafnvel stundum lengur ef það er mjög kalt.“ Móðir Gleði er brún og heitir Urður. Hún gengur nú með sitt 12 folald en Gleði var að kasta sínu fyrsta. En er komið nafn á folaldið? „Elsa átti einu sinni leirljósan hest, sem hét Geisli. Hún er allavega búin að leggja þá pöntun inn. Ætli ég verð ekki við því,“ segir Sigurður Ingi glottandi. Folaldið fær nafnið GeisliMagnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Landbúnaður Hestar Dýr Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Þegar ráðherrabílstjóri Sigurðar Inga keyrir hann heim í Syðra Langholt í Hrunamannahreppi eftir langan og strangan vinnudag þá er oftast fyrsta verk Sigurðar að klæða sig úr ráðherrafötunum og fara í hestafötin því hann og Elsa Ingjaldsdóttir, konan hans eru að rækta hross á staðnum. Nú voru þau að fá fyrsta folald vorsins og eru að sjálfsögðu rígmontin með það. Sigurður Ingi er fljótur að bregða sér úr ráðherrafötunum í hestafötin þegar hann kemur heim eftir vinnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Folaldið er undan rauðri meri, sem heitir Gleði og graðhesti, sem heitir Draupnir og er líka leirljós eins og folaldið. Þetta er það skemmtilegasta við hestamennskuna, rækta og vonast til að fá það, sem maður er að sækjast eftir. Það stóð til núna að fá leirljóst og fallegt, helst meri, maður fær ekki allt, þetta er hestur en hann er gullfallegur,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi, sem er dýralæknir segir að fylfullar merar hafi þann einstaka hæfileika að geta frestað köstun um nokkrar vikur sé mjög kalt úti, ekki síst á nóttunni, eins og verið hefur í vor. „Já, Gleði átti að kasta í byrjun maí en hún lét bíða eftir sér í rúma viku. Þær gera það jafnvel stundum lengur ef það er mjög kalt.“ Móðir Gleði er brún og heitir Urður. Hún gengur nú með sitt 12 folald en Gleði var að kasta sínu fyrsta. En er komið nafn á folaldið? „Elsa átti einu sinni leirljósan hest, sem hét Geisli. Hún er allavega búin að leggja þá pöntun inn. Ætli ég verð ekki við því,“ segir Sigurður Ingi glottandi. Folaldið fær nafnið GeisliMagnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Landbúnaður Hestar Dýr Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira