Langar ekki að hugsa þá hugsun til enda ef hún hefði ekki fætt á spítala Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 15. maí 2021 07:01 Íþróttafrétta- og dagskrárgerðakonan Edda Sif Pálsdóttir segir frá reynslu sinni af meðgöngu og fæðingu í viðtalsliðnum Móðurmál. „Myndin verður skökk því það er enginn að deila myndum af gyllinæðum eða grátköstum, kannski ekki beint eftirspurn eftir þeim heldur. Þetta er svona ástand sem fólk bara hjakkast í gegnum og vill heldur ekki gera mikið úr eða væla yfir því maður er svo meðvitaður um að margir hafi það verr og mikið verr,“ segir Edda Sif Pálssdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. Edda Sif íþróttafrétta- og dagskrárgerðakona í Landanum eignaðist sitt fyrsta barn í byrjun febrúar á síðasta ári. Kærasti hennar og barnsfaðir er Vilhjálmur Siggeirsson framleiðandi og er fjölskyldan búsett í vesturbæ Reykjavíkur. Ég byrjaði að vinna aftur eftir barneignaleyfi núna í janúar. Landinn er búinn að vera í fullum gangi og íþróttirnar loksins að komast á skrið. Edda Sif segir heimsfaraldurinn hafi haft mikil áhrif á fæðingarorlofið en sem betur fer engin áhrif á fæðinguna sjálfa. „Við rétt sluppum í gegnum fæðinguna sem betur fer og svo skall þetta allt saman á. Eins og reglurnar urðu síðar meir hefði Villi ekki mátt vera með mér í fæðingunni því ég fór aldrei í það sem kallað er virk fæðing. Við komum heim af spítalanum með okkar fyrsta barn og þá voru verkföll í Reykjavík, ruslið ekki tekið og stígarnir ekki ruddir. Á sama tíma sigldum við inn í þennan faraldur sem maður vissi í raun ekkert hvað var eða þýddi. Ég hafði fyrirfram haldið að loksins þegar ég færi í fæðingarorlof yrði ég agalega félagslynd. Alltaf á kaffihúsum og úti um allt með vagninn, í ungbarnasundi, mömmuleikfimi, að undirbúa skírn og svo ætluðum við til Bali. Sú ferð varð að langri helgi á Akureyri. Fín ferð og alltaf gaman að koma norður en þetta er svolítið lýsandi fyrir síðasta ár. Já og það er enn ekki búið að skíra barnið. Veikindi höfðu líka áhrif á þetta allt saman.“ Villi kærasti Eddu var erlendis í vinnuferð þegar hún ákvað að taka þungunarprófið svo að hundurinn þeirra Fróði fékk þann heiður að vera viðtstaddur þá stund. Hér fyrir neðan svarar Edda Sif spurningum í viðtalsliðnum Móðurmál. Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk? Við höfðum svona aðeins opnað á að leyfa þessu að gerast. Svo var Villi í vinnuferð í útlöndum og enn þónokkrir dagar í að hann kæmi heim þegar mig fór að gruna eitthvað. Hundurinn okkar hann Fróði fór líka að hegða sér öðruvísi, þefa af mér og skoða mig. Ég fór og keypti próf sem við Fróði tókum saman og áttum svo þetta leyndarmál restina af vinnuferðinni hans Villa. Ég vildi ómögulega segja honum þetta í síma og það var mjög skrítið að vita eitthvað svona stórt en spjalla svo bara um daginn og veginn. Hugurinn fer líka á svo mikið flug fyrstu dagana og vikurnar og maður er að hugsa eitthvað sem er gjörsamlega ótímabært. Ég var því fegin að geta sagt honum þegar hann kom heim. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Mér leið alveg nokkuð vel, smá flökurt og svolítið tuskuleg. Langaði aðallega í rúnstykki með smjöri og osti, brjóstsykur og Powerade. Mesta áskorunin var líklega að koma þokkalega eðlilega fyrir í vinnunni, sérstaklega þegar HM í fótbolta var í gangi og ég fór tengt því í vinnuferð til Frakklands þar sem var hitabylgja og allir reykjandi. Örlögin höguðu því þannig að Villi fór með mér í þá ferð sem hentaði einstaklega vel. Eitthvað sem kom mest á óvart við sjálfa meðgönguna? Hún gekk lygilega vel og ég var eiginlega bara eins og ég á að mér að vera allan tímann. Ég er svakalega þakklát fyrir það. Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? Ég var svo heppin að sleppa alveg við þær óþægilegu og sársaukafullu breytingar sem ég hef heyrt hvað mest um; grindargliðnum, slit, verki og þetta allt saman. Mér fannst gaman að prófa að vera með bumbu og fannst aðallega skrítið að það væri manneskja að verða til inni í mér. Edda er þakklát fyrir góða líðan á meðgöngunni og segir hún það hafa verið gaman og skrítið að hafa fengið að upplifa það að vera með bumbu. Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Vel, ég var með frábæra ljósmóður á heilsugæslunni. En maður þarf líka að vera meðvitaður sjálfur um bæði andlega og líkamlega heilsu. Það er til dæmis vel þekkt að gömul áföll komi aftan að konum í fæðingu eða í tengslum við hana. Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Fyrir utan þetta fyrstu vikurnar tók ég tímabil þar sem ég borðaði vatnsmelónu á hverju kvöldi. Fenguð þið að vita kynið? Já, við fengum að vita það. Ég bjóst einhvern veginn alltaf við því að ef ég myndi eignast barn, yrði það strákur. En svo varð ég ólétt og var eiginlega alveg viss um að þetta væri stelpa, hef ekki hugmynd um af hverju og brá alveg smá þegar svo var ekki. Ekki vegna þess að kynið skipti einhverju máli eða að mig hafi langað eitthvað ákveðið heldur vegna þess að ég hafði verið með einhverja hugmynd í höfðinu sem ég þurfti hálfpartinn að endurvinna. En auðvitað var þetta hann Maggi minn! Tilkynntuð þið kynið með einhverjum hætti? Við fengum okkur kaffi og köku með nánustu fjölskyldu þar sem þau fengu að vita. Fannst ykkur erfitt að velja nafn á barnið? Í raun ekki því við vorum með nafn í huga sem við byrjuðum að nota eiginlega strax. Við vissum kynið svo að nafnið bara festist og passaði honum fullkomlega. Magnús Berg. Villi var meðvitaðri um hvað þetta er stór ákvörðun en ég og spáði meira í það. Föðurafi minn hét Magnús og bróðir minn heitir Páll Magnús svo okkur þykir vænt um það nafn. Ég þekki einn Magnús Berg og hafði alltaf fundist Berg-nafnið passa svo vel með. Það er líka smá Vestmannaeyja-blær yfir því sem okkur fannst gaman. Hríðarnar voru óvenjulangar þegar þær byrjuðu og stóðu þær yfir í sex til átta mínútur. Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Vá, maður er svo fljótur að gleyma. Kannski bara að líða einhvern veginn en geta ekki sagt það fyrstu mánuðina. Ég fékk líka slæman hausverk nokkra mánuði inn í meðgönguna og þá fúnkerar maður illa, en hann leið sem betur fer hjá. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Að fá að upplifa þetta ferli og við saman, sjá bumbuna stækka en geta samt gert nánast það sem ég vildi. Allt í einu verður lífið að einhverju allt öðru og maður fer að hugsa allt öðruvísi. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Hvenær ætlarðu að hætta að vinna? Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? Já, við fórum bæði á fæðingar- og brjóstagjafarnámskeið en þau nýttust svo því miður lítið því það sem við lentum í var ekki kennt á þessum námskeiðum. Auðvitað er gott að kynna sér hlutina en ég held samt að það sé mikilvægt að temja sér ákveðið æðruleysi og átta sig á að í þessari deild ræður maður engu og verður bara að taka því sem kemur af eins mikilli yfirvegun og hægt er. 53 klukkustundum eftir að hríðarnar byrjuðu var Edda enn með þrjá í útvíkkun svo að fæðingin endaði í bráðakeisara. Magnað ferli og yfirþyrmandi Hvernig gekk fæðingin? Það er nú það. Ég fór af stað á föstudagskvöldi, það gekk á ýmsu yfir helgina, hríðarnar voru óvenju langar eða sex til átta mínútur og allt reynt, að keyra þetta í gang og hægja aftur á mér. 53 tímum síðar var ég enn stopp með þrjá í útvíkkun og ákveðið að fara í keisaraskurð. Það var ótrúleg upplifun. Ég varð allt í einu smá hrædd þegar mér var rúllað inn á bjarta skurðstofuna og fólk byrjaði að hrúgast þar inn með tæki og tól en allir voru mjög rólegir og gerðu þetta af mikilli fagmennsku. Langar ekki að hugsa þá hugsun til enda að gera þetta ekki á spítala. Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? Hún var ótrúlega mögnuð og skrítin. Að þetta væri hann sem væri búinn að vera þarna allan tímann. Ég fékk hann aðeins til mín og það var dásamlegt að finna af honum lyktina og hvað hann var mjúkur. En svo þurfti að sauma mig saman svo að pabbinn fékk líka mikilvægt hlutverk þarna sem mér fannst gott. Hvað kom mest á óvart við að fæða barn og verða móðir í fyrsta sinn? Hvað maður hefur í raun litla stjórn á aðstæðum. Ég er vön að leita mér skjóls og öryggis í því að geta undirbúið hluti og haft svona þokkaleg tök á því sem ég er að gera. Allt í einu streymdu inn verkefni sem voru algjörlega ný og ólík öllu öðru sem ég hafði áður gert. Öll höfðu þau eitthvað með pínulitla og viðkvæma manneskju að gera sem var nú upp á okkur komin og ekki í boði að segja: Við gerum þetta bara svona, því svo gerðist eitthvað allt annað. Mér fannst þetta mjög yfirþyrmandi á köflum. Lítið kraftaverk að koma í heiminn eftir langt og strangt fæðingarferli. Barnið ældi stanslaust í sjö mánuði Einhver umræða sem þér finnst að þurfi að opna varðandi meðgöngu og fæðingar? Já, það er alveg óhætt að segja það. Mér finnst umræða um flest sem máli skiptir liggja einhvers staðar undir yfirborðinu. En þetta fer auðvitað líka svo mikið eftir ferli og upplifun hvers og eins. Sumir eignast vær börn og allt gengur upp á tíu en aðrir eignast börn með kveisu og endalaust bras. En flestir mæta nú einhverjum áskorunum. Myndin verður skökk því það er enginn að deila myndum af gyllinæðum eða grátköstum. Og kannski ekki beint eftirspurn eftir þeim heldur. Þetta er svona ástand sem fólk bara hjakkast í gegnum og vill heldur ekki gera mikið úr eða væla yfir því að maður er svo meðvitaður um að margir hafi það verr og jafnvel mikið verr. Ég birti engar myndir af blóðugum brjóstum sem voru vafin inn í matarfilmu eða útstungnum og bólgnum lærum eftir allar blóðþynningarsprauturnar. Eða öllu gubbinu! Maggi var með mjög slæmt bakflæði svo allt sem hann drakk sullaðist beint upp aftur og við vorum í endalausum æfingum í tengslum við það. Hann ældi stanslaust í sjö mánuði. Að halda ungabarni helst alltaf í 45 gráðu halla er ákveðin kúnst. Það er ýmislegt sem ég hefði verið til í að vita fyrir því þegar maður fer svo að spyrjast fyrir eiga reynslumeiri foreldrar og læknar frábær ráð en það er bara sumt sem er ekki talað um af fyrra bragði eða sýnt á samfélagsmiðlum. Og nýbakaðar mæður hugsa: Ætli þetta barn gráti aldrei? Sefur það alla nóttina? Fær það ekki eyrnabólgu eða óþol? Missti þessi kona ekki hárið? Lítill snúður kominn í fangið á mömmu sinni eftir langt fæðingarferli sem endaði svo í bráðakeisara. Bíða og sjá hvað vantar fyrir barnið Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Nei, í raun ekki. Kannski ef ég hefði verið yngri. Mér fannst frábært að geta nýtt alls konar frá vinkonum mínum og mágkonu sem á þrjá drengi og auk þess barnavöruverslun. Svo ég datt í lukkupottinn með það. Annars mæli ég með að bíða og sjá hvað þarf þegar fram líður. Ég notaði til dæmis aldrei handpumpuna sem ég hélt að allir þyrftu að eiga en átti aldrei nóg af taubleyjum sem sumir nota nánast aldrei. Hvernig gekk brjóstagjöfin ef þú ákvaðst að hafa hann á brjósti? Röð atvika varð til þess að ég ákvað að hætta með hann á brjósti. Aðra nóttina okkar á spítalanum eftir fæðinguna var hann sársvangur en greinilega ekki að fá nóg eða ég eitthvað að klúðra þessu. Það endaði með því að hann saug stykki úr báðum geirvörtunum og þetta var bölvað bras næstu vikurnar. Magnús Berg draumaprins glaður og sæll með tilveruna. Ég fékk sýkingu í bæði brjóstin sem var alveg djöfullegt. Ég var lögð aftur inn á spítala og var lengi á sterkum sýklalyfjum sem höfðu töluverð áhrif á mig. Svo var allur sólarhringurinn farinn að snúast um þetta. Að leggja hann á sárug brjóstin, gefa honum ábót, pumpa og hita brjóstamjólk og svo framvegis. Það fylgdi þessu engin ánægja og mér fannst ég nánast vera að missa af gæðatíma með honum. Ég var því mjög fegin þegar ég ákvað loks að leigja mér alvöru pumpu og gefa honum bara brjóstamjólk í pela. Mér fannst líka mikill kostur að Villi gæti þá líka átt þessar stundir með honum sem og fleiri í fjölskyldunni. Við gerðum þetta svona í þrjá til fjóra mánuði og skiptum svo yfir í formúlumjólk. Finnst þér það hafa breytt sambandinu að eignast barn saman? Við höfum þekkst mjög lengi, alltaf verið mjög náin og þetta ferli hefur held ég bara undirstrikað þær tilfinningar og staðfest. Og af öllu saman er ég líklegast þakklátust fyrir að hafa haft Villa mér við hlið í þessu öllu og ótrúlegustu aðstæðum. Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? Að nýta hvert tækifæri til að einfalda lífið og reyna að nota skynsemina. Og svo ber ég áfram gott ráð frá góðri vinkonu; að kenna barninu snemma að sofna sjálft og flytja það inn í sitt herbergi ef mögulegt er áður en það verður vandamál. Falleg fjölskylda fagnar fyrsta ári Magnúsar Berg. Móðurmál Ástin og lífið Börn og uppeldi Tengdar fréttir Þurfti að grátbiðja um keisaraskurð í þriggja daga fæðingu „Fyrst um sinn hugsaði ég að uppköstin tækju enda eftir tólf vikur, síðan tuttugu vikur og þannig hélt ég áfram að telja. Að lokum var ég farin að segja í gríni að ég vissi allavega að ég yrði hætt að kasta upp eftir fjörutíu vikur,“ segir Svava Guðrún Helgadóttir í viðtali við Vísi. 10. maí 2021 06:00 Leiðir þú eða kyssir maka þinn á almannafæri? Að sýna ástúð á almannafæri er ekki fyrir alla og misjafnt hvað fólki finnst viðeigandi í þeim málum. Eðlilega skipta aðstæður og umhverfi máli hverju sinni en einnig hefur fólk mjög mismunandi þörf á því að sýna og tjá ástúð sína og hrifningu líkamlega. 8. maí 2021 20:01 Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari „Þessi tími var virkilega erfiður. Að vera ein með ungbarn er ekkert grín og ég tek ofan fyrir einstæðum mæðrum,“ segir Ína María Einarsdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. 4. maí 2021 14:06 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Edda Sif íþróttafrétta- og dagskrárgerðakona í Landanum eignaðist sitt fyrsta barn í byrjun febrúar á síðasta ári. Kærasti hennar og barnsfaðir er Vilhjálmur Siggeirsson framleiðandi og er fjölskyldan búsett í vesturbæ Reykjavíkur. Ég byrjaði að vinna aftur eftir barneignaleyfi núna í janúar. Landinn er búinn að vera í fullum gangi og íþróttirnar loksins að komast á skrið. Edda Sif segir heimsfaraldurinn hafi haft mikil áhrif á fæðingarorlofið en sem betur fer engin áhrif á fæðinguna sjálfa. „Við rétt sluppum í gegnum fæðinguna sem betur fer og svo skall þetta allt saman á. Eins og reglurnar urðu síðar meir hefði Villi ekki mátt vera með mér í fæðingunni því ég fór aldrei í það sem kallað er virk fæðing. Við komum heim af spítalanum með okkar fyrsta barn og þá voru verkföll í Reykjavík, ruslið ekki tekið og stígarnir ekki ruddir. Á sama tíma sigldum við inn í þennan faraldur sem maður vissi í raun ekkert hvað var eða þýddi. Ég hafði fyrirfram haldið að loksins þegar ég færi í fæðingarorlof yrði ég agalega félagslynd. Alltaf á kaffihúsum og úti um allt með vagninn, í ungbarnasundi, mömmuleikfimi, að undirbúa skírn og svo ætluðum við til Bali. Sú ferð varð að langri helgi á Akureyri. Fín ferð og alltaf gaman að koma norður en þetta er svolítið lýsandi fyrir síðasta ár. Já og það er enn ekki búið að skíra barnið. Veikindi höfðu líka áhrif á þetta allt saman.“ Villi kærasti Eddu var erlendis í vinnuferð þegar hún ákvað að taka þungunarprófið svo að hundurinn þeirra Fróði fékk þann heiður að vera viðtstaddur þá stund. Hér fyrir neðan svarar Edda Sif spurningum í viðtalsliðnum Móðurmál. Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk? Við höfðum svona aðeins opnað á að leyfa þessu að gerast. Svo var Villi í vinnuferð í útlöndum og enn þónokkrir dagar í að hann kæmi heim þegar mig fór að gruna eitthvað. Hundurinn okkar hann Fróði fór líka að hegða sér öðruvísi, þefa af mér og skoða mig. Ég fór og keypti próf sem við Fróði tókum saman og áttum svo þetta leyndarmál restina af vinnuferðinni hans Villa. Ég vildi ómögulega segja honum þetta í síma og það var mjög skrítið að vita eitthvað svona stórt en spjalla svo bara um daginn og veginn. Hugurinn fer líka á svo mikið flug fyrstu dagana og vikurnar og maður er að hugsa eitthvað sem er gjörsamlega ótímabært. Ég var því fegin að geta sagt honum þegar hann kom heim. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Mér leið alveg nokkuð vel, smá flökurt og svolítið tuskuleg. Langaði aðallega í rúnstykki með smjöri og osti, brjóstsykur og Powerade. Mesta áskorunin var líklega að koma þokkalega eðlilega fyrir í vinnunni, sérstaklega þegar HM í fótbolta var í gangi og ég fór tengt því í vinnuferð til Frakklands þar sem var hitabylgja og allir reykjandi. Örlögin höguðu því þannig að Villi fór með mér í þá ferð sem hentaði einstaklega vel. Eitthvað sem kom mest á óvart við sjálfa meðgönguna? Hún gekk lygilega vel og ég var eiginlega bara eins og ég á að mér að vera allan tímann. Ég er svakalega þakklát fyrir það. Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? Ég var svo heppin að sleppa alveg við þær óþægilegu og sársaukafullu breytingar sem ég hef heyrt hvað mest um; grindargliðnum, slit, verki og þetta allt saman. Mér fannst gaman að prófa að vera með bumbu og fannst aðallega skrítið að það væri manneskja að verða til inni í mér. Edda er þakklát fyrir góða líðan á meðgöngunni og segir hún það hafa verið gaman og skrítið að hafa fengið að upplifa það að vera með bumbu. Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Vel, ég var með frábæra ljósmóður á heilsugæslunni. En maður þarf líka að vera meðvitaður sjálfur um bæði andlega og líkamlega heilsu. Það er til dæmis vel þekkt að gömul áföll komi aftan að konum í fæðingu eða í tengslum við hana. Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Fyrir utan þetta fyrstu vikurnar tók ég tímabil þar sem ég borðaði vatnsmelónu á hverju kvöldi. Fenguð þið að vita kynið? Já, við fengum að vita það. Ég bjóst einhvern veginn alltaf við því að ef ég myndi eignast barn, yrði það strákur. En svo varð ég ólétt og var eiginlega alveg viss um að þetta væri stelpa, hef ekki hugmynd um af hverju og brá alveg smá þegar svo var ekki. Ekki vegna þess að kynið skipti einhverju máli eða að mig hafi langað eitthvað ákveðið heldur vegna þess að ég hafði verið með einhverja hugmynd í höfðinu sem ég þurfti hálfpartinn að endurvinna. En auðvitað var þetta hann Maggi minn! Tilkynntuð þið kynið með einhverjum hætti? Við fengum okkur kaffi og köku með nánustu fjölskyldu þar sem þau fengu að vita. Fannst ykkur erfitt að velja nafn á barnið? Í raun ekki því við vorum með nafn í huga sem við byrjuðum að nota eiginlega strax. Við vissum kynið svo að nafnið bara festist og passaði honum fullkomlega. Magnús Berg. Villi var meðvitaðri um hvað þetta er stór ákvörðun en ég og spáði meira í það. Föðurafi minn hét Magnús og bróðir minn heitir Páll Magnús svo okkur þykir vænt um það nafn. Ég þekki einn Magnús Berg og hafði alltaf fundist Berg-nafnið passa svo vel með. Það er líka smá Vestmannaeyja-blær yfir því sem okkur fannst gaman. Hríðarnar voru óvenjulangar þegar þær byrjuðu og stóðu þær yfir í sex til átta mínútur. Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Vá, maður er svo fljótur að gleyma. Kannski bara að líða einhvern veginn en geta ekki sagt það fyrstu mánuðina. Ég fékk líka slæman hausverk nokkra mánuði inn í meðgönguna og þá fúnkerar maður illa, en hann leið sem betur fer hjá. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Að fá að upplifa þetta ferli og við saman, sjá bumbuna stækka en geta samt gert nánast það sem ég vildi. Allt í einu verður lífið að einhverju allt öðru og maður fer að hugsa allt öðruvísi. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Hvenær ætlarðu að hætta að vinna? Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? Já, við fórum bæði á fæðingar- og brjóstagjafarnámskeið en þau nýttust svo því miður lítið því það sem við lentum í var ekki kennt á þessum námskeiðum. Auðvitað er gott að kynna sér hlutina en ég held samt að það sé mikilvægt að temja sér ákveðið æðruleysi og átta sig á að í þessari deild ræður maður engu og verður bara að taka því sem kemur af eins mikilli yfirvegun og hægt er. 53 klukkustundum eftir að hríðarnar byrjuðu var Edda enn með þrjá í útvíkkun svo að fæðingin endaði í bráðakeisara. Magnað ferli og yfirþyrmandi Hvernig gekk fæðingin? Það er nú það. Ég fór af stað á föstudagskvöldi, það gekk á ýmsu yfir helgina, hríðarnar voru óvenju langar eða sex til átta mínútur og allt reynt, að keyra þetta í gang og hægja aftur á mér. 53 tímum síðar var ég enn stopp með þrjá í útvíkkun og ákveðið að fara í keisaraskurð. Það var ótrúleg upplifun. Ég varð allt í einu smá hrædd þegar mér var rúllað inn á bjarta skurðstofuna og fólk byrjaði að hrúgast þar inn með tæki og tól en allir voru mjög rólegir og gerðu þetta af mikilli fagmennsku. Langar ekki að hugsa þá hugsun til enda að gera þetta ekki á spítala. Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? Hún var ótrúlega mögnuð og skrítin. Að þetta væri hann sem væri búinn að vera þarna allan tímann. Ég fékk hann aðeins til mín og það var dásamlegt að finna af honum lyktina og hvað hann var mjúkur. En svo þurfti að sauma mig saman svo að pabbinn fékk líka mikilvægt hlutverk þarna sem mér fannst gott. Hvað kom mest á óvart við að fæða barn og verða móðir í fyrsta sinn? Hvað maður hefur í raun litla stjórn á aðstæðum. Ég er vön að leita mér skjóls og öryggis í því að geta undirbúið hluti og haft svona þokkaleg tök á því sem ég er að gera. Allt í einu streymdu inn verkefni sem voru algjörlega ný og ólík öllu öðru sem ég hafði áður gert. Öll höfðu þau eitthvað með pínulitla og viðkvæma manneskju að gera sem var nú upp á okkur komin og ekki í boði að segja: Við gerum þetta bara svona, því svo gerðist eitthvað allt annað. Mér fannst þetta mjög yfirþyrmandi á köflum. Lítið kraftaverk að koma í heiminn eftir langt og strangt fæðingarferli. Barnið ældi stanslaust í sjö mánuði Einhver umræða sem þér finnst að þurfi að opna varðandi meðgöngu og fæðingar? Já, það er alveg óhætt að segja það. Mér finnst umræða um flest sem máli skiptir liggja einhvers staðar undir yfirborðinu. En þetta fer auðvitað líka svo mikið eftir ferli og upplifun hvers og eins. Sumir eignast vær börn og allt gengur upp á tíu en aðrir eignast börn með kveisu og endalaust bras. En flestir mæta nú einhverjum áskorunum. Myndin verður skökk því það er enginn að deila myndum af gyllinæðum eða grátköstum. Og kannski ekki beint eftirspurn eftir þeim heldur. Þetta er svona ástand sem fólk bara hjakkast í gegnum og vill heldur ekki gera mikið úr eða væla yfir því að maður er svo meðvitaður um að margir hafi það verr og jafnvel mikið verr. Ég birti engar myndir af blóðugum brjóstum sem voru vafin inn í matarfilmu eða útstungnum og bólgnum lærum eftir allar blóðþynningarsprauturnar. Eða öllu gubbinu! Maggi var með mjög slæmt bakflæði svo allt sem hann drakk sullaðist beint upp aftur og við vorum í endalausum æfingum í tengslum við það. Hann ældi stanslaust í sjö mánuði. Að halda ungabarni helst alltaf í 45 gráðu halla er ákveðin kúnst. Það er ýmislegt sem ég hefði verið til í að vita fyrir því þegar maður fer svo að spyrjast fyrir eiga reynslumeiri foreldrar og læknar frábær ráð en það er bara sumt sem er ekki talað um af fyrra bragði eða sýnt á samfélagsmiðlum. Og nýbakaðar mæður hugsa: Ætli þetta barn gráti aldrei? Sefur það alla nóttina? Fær það ekki eyrnabólgu eða óþol? Missti þessi kona ekki hárið? Lítill snúður kominn í fangið á mömmu sinni eftir langt fæðingarferli sem endaði svo í bráðakeisara. Bíða og sjá hvað vantar fyrir barnið Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Nei, í raun ekki. Kannski ef ég hefði verið yngri. Mér fannst frábært að geta nýtt alls konar frá vinkonum mínum og mágkonu sem á þrjá drengi og auk þess barnavöruverslun. Svo ég datt í lukkupottinn með það. Annars mæli ég með að bíða og sjá hvað þarf þegar fram líður. Ég notaði til dæmis aldrei handpumpuna sem ég hélt að allir þyrftu að eiga en átti aldrei nóg af taubleyjum sem sumir nota nánast aldrei. Hvernig gekk brjóstagjöfin ef þú ákvaðst að hafa hann á brjósti? Röð atvika varð til þess að ég ákvað að hætta með hann á brjósti. Aðra nóttina okkar á spítalanum eftir fæðinguna var hann sársvangur en greinilega ekki að fá nóg eða ég eitthvað að klúðra þessu. Það endaði með því að hann saug stykki úr báðum geirvörtunum og þetta var bölvað bras næstu vikurnar. Magnús Berg draumaprins glaður og sæll með tilveruna. Ég fékk sýkingu í bæði brjóstin sem var alveg djöfullegt. Ég var lögð aftur inn á spítala og var lengi á sterkum sýklalyfjum sem höfðu töluverð áhrif á mig. Svo var allur sólarhringurinn farinn að snúast um þetta. Að leggja hann á sárug brjóstin, gefa honum ábót, pumpa og hita brjóstamjólk og svo framvegis. Það fylgdi þessu engin ánægja og mér fannst ég nánast vera að missa af gæðatíma með honum. Ég var því mjög fegin þegar ég ákvað loks að leigja mér alvöru pumpu og gefa honum bara brjóstamjólk í pela. Mér fannst líka mikill kostur að Villi gæti þá líka átt þessar stundir með honum sem og fleiri í fjölskyldunni. Við gerðum þetta svona í þrjá til fjóra mánuði og skiptum svo yfir í formúlumjólk. Finnst þér það hafa breytt sambandinu að eignast barn saman? Við höfum þekkst mjög lengi, alltaf verið mjög náin og þetta ferli hefur held ég bara undirstrikað þær tilfinningar og staðfest. Og af öllu saman er ég líklegast þakklátust fyrir að hafa haft Villa mér við hlið í þessu öllu og ótrúlegustu aðstæðum. Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? Að nýta hvert tækifæri til að einfalda lífið og reyna að nota skynsemina. Og svo ber ég áfram gott ráð frá góðri vinkonu; að kenna barninu snemma að sofna sjálft og flytja það inn í sitt herbergi ef mögulegt er áður en það verður vandamál. Falleg fjölskylda fagnar fyrsta ári Magnúsar Berg.
Móðurmál Ástin og lífið Börn og uppeldi Tengdar fréttir Þurfti að grátbiðja um keisaraskurð í þriggja daga fæðingu „Fyrst um sinn hugsaði ég að uppköstin tækju enda eftir tólf vikur, síðan tuttugu vikur og þannig hélt ég áfram að telja. Að lokum var ég farin að segja í gríni að ég vissi allavega að ég yrði hætt að kasta upp eftir fjörutíu vikur,“ segir Svava Guðrún Helgadóttir í viðtali við Vísi. 10. maí 2021 06:00 Leiðir þú eða kyssir maka þinn á almannafæri? Að sýna ástúð á almannafæri er ekki fyrir alla og misjafnt hvað fólki finnst viðeigandi í þeim málum. Eðlilega skipta aðstæður og umhverfi máli hverju sinni en einnig hefur fólk mjög mismunandi þörf á því að sýna og tjá ástúð sína og hrifningu líkamlega. 8. maí 2021 20:01 Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari „Þessi tími var virkilega erfiður. Að vera ein með ungbarn er ekkert grín og ég tek ofan fyrir einstæðum mæðrum,“ segir Ína María Einarsdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. 4. maí 2021 14:06 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Þurfti að grátbiðja um keisaraskurð í þriggja daga fæðingu „Fyrst um sinn hugsaði ég að uppköstin tækju enda eftir tólf vikur, síðan tuttugu vikur og þannig hélt ég áfram að telja. Að lokum var ég farin að segja í gríni að ég vissi allavega að ég yrði hætt að kasta upp eftir fjörutíu vikur,“ segir Svava Guðrún Helgadóttir í viðtali við Vísi. 10. maí 2021 06:00
Leiðir þú eða kyssir maka þinn á almannafæri? Að sýna ástúð á almannafæri er ekki fyrir alla og misjafnt hvað fólki finnst viðeigandi í þeim málum. Eðlilega skipta aðstæður og umhverfi máli hverju sinni en einnig hefur fólk mjög mismunandi þörf á því að sýna og tjá ástúð sína og hrifningu líkamlega. 8. maí 2021 20:01
Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari „Þessi tími var virkilega erfiður. Að vera ein með ungbarn er ekkert grín og ég tek ofan fyrir einstæðum mæðrum,“ segir Ína María Einarsdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. 4. maí 2021 14:06