Minnisblað væntanlegt: Mun meiri áhugi á landinu nú en við gerðum ráð fyrir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. maí 2021 12:07 Frá upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Sóttvarnarlæknir segir að mun fleiri komi nú til landsins en gert hafi verið ráð fyrir. Hann skilar heilbrigðisráðherra minnisblaði um aðgerðir á landamærum á næstunni. Best væri ef hægt væri að taka á móti öllum án þess að slaka á sóttvarnarkröfum. Tveir greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær og voru báðir í sóttkví. Annað smitið kom upp á Sauðárkróki og eru nú14 manns í einangrun í Skagafirði . Samkvæmt flugáætlun Isavía er von á á 18 farþegavélum á Keflavíkurflugvöll um helgina sem er meira en síðustu helgi þegar met var slegið á þessu ári. Þá er Ísland nú aftur skilgreint sem grænt á korti á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Þórólfur Guðnason segist ætla að skila heilbrigðisráðherra minnisblaði um aðgerðir á landamærum á næstunni. „Ég held að áhugi á landinu sé að gerast miklu fyrr en við gerðum ráð fyrir. Það var ekki gert ráð fyrir þessu fyrr en í júní júlí,“ segir Þórólfur. Eitt af því sem Þórólfur hefur bent á er að leitað verði til Íslenskrar erfðagreiningar vegna skimunar á landamærum. „Það er verið að skoða útfærslu á þessu. Best er að reyna að taka á móti öllum þessum farþegum án þess að slaka á sóttvarnarkröfum,“ segir hann. Norska ríkisstjórnin ákvað í gær að hætta skuli alfarið notkun á bóluefni AstraZeneca gegn COVID-19 í Noregi og hefur það verið fjarlægt úr bólusetningaráætlun heilbrigðisyfirvalda. Þórólfur segir að það hafi ekki áhrif á bólusetningaráform hér á landi. „Þeir eru með ansi marga sem veiktust alvarlega og það litar þeirra ákvörðun. En það eru langflestar þjóðir í Evrópu sem nota enn þá bóluefnið. Við höfum farið mjög varlega nú síðast fengu karlar á fertugsaldri bóluefnið. Við erum að bíða eftir frekari niðurstöðum,“ segir Þórólfur. Fram hefur komið að þegar Bandaríkin opnast fyrir ferðamönnum frá Schengen sé ekki sé víst að fólk bólusett með bóluefni AstraZeneca fái að ferðast þangað. Aðspurður um hvort fólk sem þarf nauðsynlega að fara til Bandaríkjanna og hefur verið bólusett með AstraZeneca hér á landi gæti fengið annað bóluefni ef þessi ákvörðun stendur þegar opnað verður þar segir Þórólfur. „Nei, við erum að bólusetja hér með bóluefnum sem eru samþykkt í Evrópu. Það að Bandaríkjamenn samþykki ekki bólusetningarvottorð bóluefna er erfitt fyrir okkur að ráða við. Við getum ekki breytt út af okkar áætlunum varðandi það. Það væri vonlaust. Það er nógu erfitt fyrir með þessa mismunandi aldurskiptingu og mismunandi magn og flokka bóluefna að taka það inn í líka,“. Þórólfur segir stöðuna nú vekja bjartsýni. „Nú er bara að tryggja það að við fáum ekki smit inn frá landamærunum. Sérstaklega þegar við erum að aflétta aðgerðum hér innanlands,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland aftur orðið grænt Ísland er á ný skilgreint sem grænt land á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfærst var í gær. Auk Íslands er stór hluti Noregs og Finnlands grænn á lit. 14. maí 2021 10:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Tveir greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær og voru báðir í sóttkví. Annað smitið kom upp á Sauðárkróki og eru nú14 manns í einangrun í Skagafirði . Samkvæmt flugáætlun Isavía er von á á 18 farþegavélum á Keflavíkurflugvöll um helgina sem er meira en síðustu helgi þegar met var slegið á þessu ári. Þá er Ísland nú aftur skilgreint sem grænt á korti á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Þórólfur Guðnason segist ætla að skila heilbrigðisráðherra minnisblaði um aðgerðir á landamærum á næstunni. „Ég held að áhugi á landinu sé að gerast miklu fyrr en við gerðum ráð fyrir. Það var ekki gert ráð fyrir þessu fyrr en í júní júlí,“ segir Þórólfur. Eitt af því sem Þórólfur hefur bent á er að leitað verði til Íslenskrar erfðagreiningar vegna skimunar á landamærum. „Það er verið að skoða útfærslu á þessu. Best er að reyna að taka á móti öllum þessum farþegum án þess að slaka á sóttvarnarkröfum,“ segir hann. Norska ríkisstjórnin ákvað í gær að hætta skuli alfarið notkun á bóluefni AstraZeneca gegn COVID-19 í Noregi og hefur það verið fjarlægt úr bólusetningaráætlun heilbrigðisyfirvalda. Þórólfur segir að það hafi ekki áhrif á bólusetningaráform hér á landi. „Þeir eru með ansi marga sem veiktust alvarlega og það litar þeirra ákvörðun. En það eru langflestar þjóðir í Evrópu sem nota enn þá bóluefnið. Við höfum farið mjög varlega nú síðast fengu karlar á fertugsaldri bóluefnið. Við erum að bíða eftir frekari niðurstöðum,“ segir Þórólfur. Fram hefur komið að þegar Bandaríkin opnast fyrir ferðamönnum frá Schengen sé ekki sé víst að fólk bólusett með bóluefni AstraZeneca fái að ferðast þangað. Aðspurður um hvort fólk sem þarf nauðsynlega að fara til Bandaríkjanna og hefur verið bólusett með AstraZeneca hér á landi gæti fengið annað bóluefni ef þessi ákvörðun stendur þegar opnað verður þar segir Þórólfur. „Nei, við erum að bólusetja hér með bóluefnum sem eru samþykkt í Evrópu. Það að Bandaríkjamenn samþykki ekki bólusetningarvottorð bóluefna er erfitt fyrir okkur að ráða við. Við getum ekki breytt út af okkar áætlunum varðandi það. Það væri vonlaust. Það er nógu erfitt fyrir með þessa mismunandi aldurskiptingu og mismunandi magn og flokka bóluefna að taka það inn í líka,“. Þórólfur segir stöðuna nú vekja bjartsýni. „Nú er bara að tryggja það að við fáum ekki smit inn frá landamærunum. Sérstaklega þegar við erum að aflétta aðgerðum hér innanlands,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland aftur orðið grænt Ísland er á ný skilgreint sem grænt land á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfærst var í gær. Auk Íslands er stór hluti Noregs og Finnlands grænn á lit. 14. maí 2021 10:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Ísland aftur orðið grænt Ísland er á ný skilgreint sem grænt land á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfærst var í gær. Auk Íslands er stór hluti Noregs og Finnlands grænn á lit. 14. maí 2021 10:16