Umfjöllun og viðtal: Grótta - Þór 27-21 | Grótta tryggði sæti sitt og sendi Þór niður Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 15. maí 2021 17:45 Grótta hefur tryggt sæti sitt í Olís-deild karla. vísir/vilhelm Grótta vann sex marka sigur á Þór Akureyri, 27-21 eftir hörkuspennandi leik hérna á Seltjarnarnesinu. Með sigrinum tryggði Grótta sér sæti í olísdeildinni á næsta tímabili. Þór Akureyri eru hins vegar fallnir koma til með að spila í Grill 66 deildinni í haust. Það var harka alveg frá fyrstu mínútu leiksins og mættu bæði lið virkilega vel til leiks. Grótta náði þó snemma forystu og komust þeir fimm mörkum yfir, 8-3 þegar tuttugu mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik. Halldór Örn, þjálfari Þórs tekur leikhlé um miðjan fyrri hálfleik og messar yfir sínum mönnum sem gerir það að verkum að tólf mínútum seinna voru Þórsarar búnir að jafna leikinn 8-8. Mikið jafnræði var á liðunum síðustu mínútur fyrri hálfleiks og ná akureyringarnir að halda jöfnu það sem eftir var hálfleiksins. Bæði lið spiluðu með þétta vörn allan fyrri hálfleikinn og áttu þau erfitt með að klára sóknirnar. Seinni hálfleikur byrjaði mjög jafnt og var augljóst að bæði lið voru þyrst í sigur. Akureyringarnir byrjuðu betur og komust tveimur mörkum yfir eftir að tæpar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Grótta nær hins vegar forystunni á ný og eftir það var ekki aftur snúið. Heimamennirnir ná 6-0 kafla og þar með voru örlög leiksins ráðin. Af hverju vann Grótta? Vörn Gróttu var töluvert þéttari í dag heldur en hjá Þór. Einnig nýttu þeir færin sín mun betur og voru almennt tilbúnari í leikinn. Liðsheildin var virkilega góð og spiluðu þeir vel á vörn andstæðinganna. Hverjir stóðu upp úr? Stefán Huldar, markmaður Gróttu átti virkilega góðan leik en hann tók marga mjög mikilvæga bolta fyrir sitt lið. Þeir Jóhann Reynir Gunnlaugsson og Birgir Steinn Jónsson spiluðu báðir frábærlega í dag en þeir voru markahæstir í liði Gróttu með sitthvor sex mörkin. Aron Hólm Kristjánsson átti flottan leik hjá Þór en hann skoraði sex mörk fyrir sitt lið. Hann var lykilmaður í sókn Þórs en hann var með 100% skotnýtingu. Næst á eftir honum með fimm mörk kom Þórður Tandri Ágússon. Hvað gekk illa? Liðin áttu bæði erfitt með að komast í gegnum þétta vörn andstæðinganna og komu oft skot úr vonlausum færum. Einnig var mikið var um tapaða bolta í leiknum. Um miðjan seinni hálfleik virtust akureyringarnir gefast upp og náði Grótta 6-0 kafla. Þórsarar áttu erfitt með að finna samherja sína sem og markið sem varð til þess að þeir fóru að missa oftar boltann. Klaufaskapur einkenndi síðustu mínúturnar og voru leikmenn farnir að flýta sér of mikið sem varð til þess að Grótta kom í bakið á þeim. Hvað gerist næst? Þór Akureyri gera sér ferð í Garðabæinn og mæta þar Stjörnunni í næstu umferð deildarinnar. Grótta mun mæta Fram sem eru einu sæti fyrir ofan þá í deildinni. Eins og fram hefur komið þá eru Akureyringarnir fallnir úr deildinni og munu stigin úr síðustu tveimur leikjunum ekki skipta máli fyrir þá. Einnig munu úrslit síðustu leikja Gróttu ekki skipta máli og enda þeir í 10. sæti deildarinnar. Arnar Daði: Feginn að þetta sé komið í hús Arnar Daði var glaður að leik loknum.vísir/hulda margrét „Ég er feginn að þetta sé komið í hús. Þetta er búið að vera langur vetur og þetta er búið að taka langan tíma. Við sýndum það í dag að við eyddum miklum tíma og mikilli heimavinnu í þennan leik. Við höfum aldrei verið eins mikið undirbúnir eins og fyrir þennan leik. Við æfðum alla vikuna og við tókum tvo langa vídeófundi og það er gott að það skilaði sér á endanum.“ Grótta virtist ætla að vera með alla yfirhöndina í leiknum en allt kom fyrir ekki og tókst Þór að jafna metið 8-8 þegar rétt rúmar tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. „Þeir fara í sjö á sex og við verðum ekki eins skynsamir sóknarlega en það munaði ekki miklu að við hefðum getað jarðað þá. Það er nátturlega bara karakter í þessu liði og það var allt undir hjá þeim og við vorum meðvitaðir um það en þeir fá hrós þar sem þeir hættu ekki og náðu jöfnum leik og komast yfir með tveimur mörkum í seinni hálfleik.“ Arnar Daði er virkilega sáttur með sína menn og er spenntur fyrir næsta tímabili. „Markmiðið fyrir tímabilið var að vera í topp fjórum fyrir neðstu sex liðin og við tryggðum það núna strax í dag. Markmiðið er að reyna að sækja í síðustu fjögur stigin en það verður ekki jafn mikill fókus og var fyrir leikinn í dag og það er bara þannig.“ „Við erum ekki hættir og við ætlum að halda áfram og við erum búnir að tryggja veru okkar hérna í deildinni og núna hefst bara undirbúningur fyrir næsta tímabil og núna fá kannski strákar meiri séns sem hafa ekki fengið eins mikil tækifæri til þess að sýna sig fyrir næsta vetur.“ „Númer 1, 2 og 3 þá er ég gríðarlega þakklátur. Það voru ekkert allir sem bjuggust við því að þegar við komum upp í deildina í miðju Covid ástandi að við myndum ná að halda okkur uppi og það er ekkert sjálfssagt að hafa náð í alla þessa stráka sem voru tilbúnir að leggjast allt á eitt og útkoman er þessi og við erum ekki hættir.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Grótta Þór Akureyri Íslenski handboltinn Handbolti
Grótta vann sex marka sigur á Þór Akureyri, 27-21 eftir hörkuspennandi leik hérna á Seltjarnarnesinu. Með sigrinum tryggði Grótta sér sæti í olísdeildinni á næsta tímabili. Þór Akureyri eru hins vegar fallnir koma til með að spila í Grill 66 deildinni í haust. Það var harka alveg frá fyrstu mínútu leiksins og mættu bæði lið virkilega vel til leiks. Grótta náði þó snemma forystu og komust þeir fimm mörkum yfir, 8-3 þegar tuttugu mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik. Halldór Örn, þjálfari Þórs tekur leikhlé um miðjan fyrri hálfleik og messar yfir sínum mönnum sem gerir það að verkum að tólf mínútum seinna voru Þórsarar búnir að jafna leikinn 8-8. Mikið jafnræði var á liðunum síðustu mínútur fyrri hálfleiks og ná akureyringarnir að halda jöfnu það sem eftir var hálfleiksins. Bæði lið spiluðu með þétta vörn allan fyrri hálfleikinn og áttu þau erfitt með að klára sóknirnar. Seinni hálfleikur byrjaði mjög jafnt og var augljóst að bæði lið voru þyrst í sigur. Akureyringarnir byrjuðu betur og komust tveimur mörkum yfir eftir að tæpar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Grótta nær hins vegar forystunni á ný og eftir það var ekki aftur snúið. Heimamennirnir ná 6-0 kafla og þar með voru örlög leiksins ráðin. Af hverju vann Grótta? Vörn Gróttu var töluvert þéttari í dag heldur en hjá Þór. Einnig nýttu þeir færin sín mun betur og voru almennt tilbúnari í leikinn. Liðsheildin var virkilega góð og spiluðu þeir vel á vörn andstæðinganna. Hverjir stóðu upp úr? Stefán Huldar, markmaður Gróttu átti virkilega góðan leik en hann tók marga mjög mikilvæga bolta fyrir sitt lið. Þeir Jóhann Reynir Gunnlaugsson og Birgir Steinn Jónsson spiluðu báðir frábærlega í dag en þeir voru markahæstir í liði Gróttu með sitthvor sex mörkin. Aron Hólm Kristjánsson átti flottan leik hjá Þór en hann skoraði sex mörk fyrir sitt lið. Hann var lykilmaður í sókn Þórs en hann var með 100% skotnýtingu. Næst á eftir honum með fimm mörk kom Þórður Tandri Ágússon. Hvað gekk illa? Liðin áttu bæði erfitt með að komast í gegnum þétta vörn andstæðinganna og komu oft skot úr vonlausum færum. Einnig var mikið var um tapaða bolta í leiknum. Um miðjan seinni hálfleik virtust akureyringarnir gefast upp og náði Grótta 6-0 kafla. Þórsarar áttu erfitt með að finna samherja sína sem og markið sem varð til þess að þeir fóru að missa oftar boltann. Klaufaskapur einkenndi síðustu mínúturnar og voru leikmenn farnir að flýta sér of mikið sem varð til þess að Grótta kom í bakið á þeim. Hvað gerist næst? Þór Akureyri gera sér ferð í Garðabæinn og mæta þar Stjörnunni í næstu umferð deildarinnar. Grótta mun mæta Fram sem eru einu sæti fyrir ofan þá í deildinni. Eins og fram hefur komið þá eru Akureyringarnir fallnir úr deildinni og munu stigin úr síðustu tveimur leikjunum ekki skipta máli fyrir þá. Einnig munu úrslit síðustu leikja Gróttu ekki skipta máli og enda þeir í 10. sæti deildarinnar. Arnar Daði: Feginn að þetta sé komið í hús Arnar Daði var glaður að leik loknum.vísir/hulda margrét „Ég er feginn að þetta sé komið í hús. Þetta er búið að vera langur vetur og þetta er búið að taka langan tíma. Við sýndum það í dag að við eyddum miklum tíma og mikilli heimavinnu í þennan leik. Við höfum aldrei verið eins mikið undirbúnir eins og fyrir þennan leik. Við æfðum alla vikuna og við tókum tvo langa vídeófundi og það er gott að það skilaði sér á endanum.“ Grótta virtist ætla að vera með alla yfirhöndina í leiknum en allt kom fyrir ekki og tókst Þór að jafna metið 8-8 þegar rétt rúmar tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. „Þeir fara í sjö á sex og við verðum ekki eins skynsamir sóknarlega en það munaði ekki miklu að við hefðum getað jarðað þá. Það er nátturlega bara karakter í þessu liði og það var allt undir hjá þeim og við vorum meðvitaðir um það en þeir fá hrós þar sem þeir hættu ekki og náðu jöfnum leik og komast yfir með tveimur mörkum í seinni hálfleik.“ Arnar Daði er virkilega sáttur með sína menn og er spenntur fyrir næsta tímabili. „Markmiðið fyrir tímabilið var að vera í topp fjórum fyrir neðstu sex liðin og við tryggðum það núna strax í dag. Markmiðið er að reyna að sækja í síðustu fjögur stigin en það verður ekki jafn mikill fókus og var fyrir leikinn í dag og það er bara þannig.“ „Við erum ekki hættir og við ætlum að halda áfram og við erum búnir að tryggja veru okkar hérna í deildinni og núna hefst bara undirbúningur fyrir næsta tímabil og núna fá kannski strákar meiri séns sem hafa ekki fengið eins mikil tækifæri til þess að sýna sig fyrir næsta vetur.“ „Númer 1, 2 og 3 þá er ég gríðarlega þakklátur. Það voru ekkert allir sem bjuggust við því að þegar við komum upp í deildina í miðju Covid ástandi að við myndum ná að halda okkur uppi og það er ekkert sjálfssagt að hafa náð í alla þessa stráka sem voru tilbúnir að leggjast allt á eitt og útkoman er þessi og við erum ekki hættir.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti