Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2025 13:34 Domen Makuc á ferðinni gegn Kúbverjum í Zagreb á laugardaginn. getty/Luka Stanzl Það er komið að fyrsta alvöru prófinu fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta á HM. Í liði Slóvena er fullt af frábærum leikmönnum og þar á meðal tveir úr Evrópumeistaraliði Barcelona. Það er ekki að ástæðulausu sem veðbankar telja Slóvena ívið sigurstranglegri fyrir leikinn við Ísland í kvöld, í lokaumferð G-riðils. Þeir hafa vissulega misst gamla lykilmenn á borð við Jure Dolenec og Dean Bombac, sem hættu í landsliðinu eftir Ólympíuleikana í París, en þetta er lið sem til að mynda komst þar í undanúrslit og endaði í 6. sæti á EM fyrir ári síðan. Aleks Vlah, skytta úr Álaborg, hefur verið markahæstur Slóvena í fyrstu leikjunum á HM, líkt og á EM í Þýskalandi þar sem hann skoraði 44 mörk í átta leikjum, en var reyndar aðeins 59% skotnýtingu. Strákarnir okkar þurfa að halda honum í skefjum í kvöld. En í liði Slóvena eru einnig Barcelona-félagarnir Blaz Janc og Domen Makuc. Janc ætti að vera fólki vel kunnugur, frábær hornamaður sem hefur lengi verið í fararbroddi í slóvenska liðinu og er markahæsti maður hópsins í dag. Makuc er svo mættur til að láta til sín taka eftir að hafa misst af EM fyrir ári vegna meiðsla. Þessum 24 ára leikstjórnanda hefur verið líkt við sjálfan Ivano Balic, þjóðhetju Króata, sem er til marks um þær gríðarlegu væntingar sem hann hefur mátt búa við frá því að hann spilaði 17 ára sinn fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu, fyrstur þeirra sem fæddir eru á 21. öldinni. Makuc er úr mikilli handboltafjölskyldu og á pabba, Simon, sem spilaði fyrir landslið Slóveníu, og litla bróðurinn Andraz sem í fyrra lék með U20-landsliði Slóvena á EM. Hann fór frá Celje til Barcelona árið 2020 og hugðist þar halda áfram að klæðast treyju númer 34, eins og átrúnaðargoðið hans Balic gerði, en hjá Börsungum var fyrir Aron Pálmarsson, í treyju 34. Makuc varð því að gera sér að góðu að fá treyju númer 35 og hefur notað það númer síðan. Það verður svo að koma í ljós hvort að Aron stendur aftur í vegi fyrir Makuc í kvöld en risaleikur Slóveníu og Íslands hefst klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Núna byrjar alvaran“ Eftir tvo einfalda leiki hefst alvaran hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta er liðið mætir því slóvenska klukkan 19:30 í Zagreb í kvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson hlakkar til. 20. janúar 2025 13:01 HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Venju samkvæmt er farið yfir víðan völl í HM í dag. Helsta áhyggjuefni strákanna okkar til þessa hafa verið léleg rúm á hótelinu. 20. janúar 2025 11:02 „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ „Meiðslalega erum við fínir. Næstum allir með á æfingu en Bjarki aðeins meiddur í hnénu en ekkert alvarlegt. Ég held við höfum komist vel frá þessum fyrstu leikjum,“ segir landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson og nokkuð sáttur við fyrstu tvo skyldusigra mótsins. 20. janúar 2025 10:02 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira
Það er ekki að ástæðulausu sem veðbankar telja Slóvena ívið sigurstranglegri fyrir leikinn við Ísland í kvöld, í lokaumferð G-riðils. Þeir hafa vissulega misst gamla lykilmenn á borð við Jure Dolenec og Dean Bombac, sem hættu í landsliðinu eftir Ólympíuleikana í París, en þetta er lið sem til að mynda komst þar í undanúrslit og endaði í 6. sæti á EM fyrir ári síðan. Aleks Vlah, skytta úr Álaborg, hefur verið markahæstur Slóvena í fyrstu leikjunum á HM, líkt og á EM í Þýskalandi þar sem hann skoraði 44 mörk í átta leikjum, en var reyndar aðeins 59% skotnýtingu. Strákarnir okkar þurfa að halda honum í skefjum í kvöld. En í liði Slóvena eru einnig Barcelona-félagarnir Blaz Janc og Domen Makuc. Janc ætti að vera fólki vel kunnugur, frábær hornamaður sem hefur lengi verið í fararbroddi í slóvenska liðinu og er markahæsti maður hópsins í dag. Makuc er svo mættur til að láta til sín taka eftir að hafa misst af EM fyrir ári vegna meiðsla. Þessum 24 ára leikstjórnanda hefur verið líkt við sjálfan Ivano Balic, þjóðhetju Króata, sem er til marks um þær gríðarlegu væntingar sem hann hefur mátt búa við frá því að hann spilaði 17 ára sinn fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu, fyrstur þeirra sem fæddir eru á 21. öldinni. Makuc er úr mikilli handboltafjölskyldu og á pabba, Simon, sem spilaði fyrir landslið Slóveníu, og litla bróðurinn Andraz sem í fyrra lék með U20-landsliði Slóvena á EM. Hann fór frá Celje til Barcelona árið 2020 og hugðist þar halda áfram að klæðast treyju númer 34, eins og átrúnaðargoðið hans Balic gerði, en hjá Börsungum var fyrir Aron Pálmarsson, í treyju 34. Makuc varð því að gera sér að góðu að fá treyju númer 35 og hefur notað það númer síðan. Það verður svo að koma í ljós hvort að Aron stendur aftur í vegi fyrir Makuc í kvöld en risaleikur Slóveníu og Íslands hefst klukkan 19:30 að íslenskum tíma.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Núna byrjar alvaran“ Eftir tvo einfalda leiki hefst alvaran hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta er liðið mætir því slóvenska klukkan 19:30 í Zagreb í kvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson hlakkar til. 20. janúar 2025 13:01 HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Venju samkvæmt er farið yfir víðan völl í HM í dag. Helsta áhyggjuefni strákanna okkar til þessa hafa verið léleg rúm á hótelinu. 20. janúar 2025 11:02 „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ „Meiðslalega erum við fínir. Næstum allir með á æfingu en Bjarki aðeins meiddur í hnénu en ekkert alvarlegt. Ég held við höfum komist vel frá þessum fyrstu leikjum,“ segir landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson og nokkuð sáttur við fyrstu tvo skyldusigra mótsins. 20. janúar 2025 10:02 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira
„Núna byrjar alvaran“ Eftir tvo einfalda leiki hefst alvaran hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta er liðið mætir því slóvenska klukkan 19:30 í Zagreb í kvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson hlakkar til. 20. janúar 2025 13:01
HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Venju samkvæmt er farið yfir víðan völl í HM í dag. Helsta áhyggjuefni strákanna okkar til þessa hafa verið léleg rúm á hótelinu. 20. janúar 2025 11:02
„Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ „Meiðslalega erum við fínir. Næstum allir með á æfingu en Bjarki aðeins meiddur í hnénu en ekkert alvarlegt. Ég held við höfum komist vel frá þessum fyrstu leikjum,“ segir landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson og nokkuð sáttur við fyrstu tvo skyldusigra mótsins. 20. janúar 2025 10:02