Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 90-72 | Garðbæingar tóku forystuna Anton Ingi Leifsson skrifar 15. maí 2021 20:24 Úr leiknum í kvöld. Vísir/Bára Stjarnan er komið í 1-0 gegn Grindavík í átta liða úrslitum Domino's deildar karla en fyrsti leikur liðanna fór fram í Garðabænum í kvöld. Stjarnan endaði í þriðja sæti Domino's deildarinnar á meðan Grindavík endaði í því sjötta eftir glæstan endasprett þar sem þeir sýndu mikinn karakter án lykilmanna. Þeir voru búnir að endurheimta Dag Kár Jónsson í kvöld en Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar var ekki á hliðarlínunni þar sem hann var í leikbanni. Stjörnumenn byrjuðu hins vegar af miklum krafti og voru búnir að skora þrettán stig á fyrstu fimm mínútunum áður en Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, tók leikhlé. Hann virðist hafa lagt línurnar fyrir sína menn í varnarleiknum því Grindvíkingar rönkuðu aðeins við sér. Stjarnan var stigi yfir eftir fyrsta leikhlutann, 18-17. Stjörnumenn gengu svo á lagið í öðrum leikhluta og voru þeir skyndilega komnir fjórtán stigum yfir en gestirnir gáfust ekki upp og bitu frá sér. Munurinn sjö stig í hálfleik, 45-38, heimamönnum í vil. Garðbæingar voru alltaf með forystuna í leiknum og um leið og gestirnir bitu frá sér, þá stigu Stjörnumenn aftur á bensíngjöfina og slitu sig frá Grindvíkingum, í bili að minnsta kosti. Grindavík minnkaði til að mynda muninn í þrjú stig er þrjár mínútur voru eftir af þriðja leikhluta en að honum loknum var munurinn svo tíu stig, 68-58. Heimamenn sigldu sigrinum svo nokkuð þægilega heim, 90-72. Stjörnumenn geta farið glaðir á koddann í kvöld.vísir/bára Af hverju vann Stjarnan? 45 fráköst gegn 31 hjá Grindavík er einn af lyklunum en Stjarnan átti sigurinn skilið. Þeir byrjuðu af miklum krafti og leiddu frá fyrstu sekúndu til þeirra síðustu. Grindvíkingar bitu frá sér en þurfa að gera enn betur ætli þeir sér að vinna leik í þessu einvígi gegn afskaplega góðu liði Stjörnunnar, sem sýndi klærnar. Hverjir stóðu upp úr? Ægir Þór Steinarsson var frábær. Hann gerði nítján stig, tók fjögur fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Keyrði upp hraðann eins og hann er þekktur fyrir. Hlynur Bæringsson var einnig með myndarlegt framlag; átta stig, tíu fráköst og fimm stoðsendingar. Í liði Grindavíkur var Ólafur Ólafsson þeirra besti maður með þrettán stig en Amenhotep Kazembe Abif gerði einnig þrettán stig og tók níu fráköst. Hvað gekk illa? Ætli Grindavík sér að vinna Stjörnuna þurfa þeir stærra og betra framlag frá fleiri leikmönnum. Kristinn Pálsson og Dagur Kár Jónsson þurfa að koma með enn meira að borðinu esm og Joonas Jarvelainen og Björgvin Hafþór Ríkharðsson. Hvað gerist næst? Liðin mætast á nýjan leik á þriðjudaginn og þá í Grindavík er þeir gulklæddu vilja jafna metin en Stjarnan sækist eftir öðrum sigrinum í einvíginu. Daníel: Mér fannst þetta bara lélegt Daníel var hundfúll í leikslok.vísir/bára „Mér fannst vanta ákefð. Þetta var bara lélegt,“ sagði hundfúll Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, í leikslok. „Við hefðum átt að halda áfram að gera það sem við vorum að gera þegar við náðum áhlaupunum en fórum þess í stað að setja boltann of mikið í gólfið. Þetta var bara lélegt.“ Aðspurður hverju hann þyrfti að breyta fyrir næsta leik svaraði þjálfarinn: „Í næsta leik ætlum við bara að gera það sem við lögðum upp með að gera í þessum leik. Það var ekki gert. Við fórum illa að ráði okkar.“ „Stjarnan gerði mjög vel og voru mjög sterkir og sóttu vel á okkur en við vorum full slakir og lítil ákefð. Þeir tóku aragrúa af sóknarfráköstum. Við þurfum að gera miklu betur,“ bætti Daníel við. Ægir Þór: Við sýndum mikinn styrk Ægir var frábær í kvöld.vísir/Bára „Mér fannst frammistaðan góð og sérstaklega varnarlega. Maður þarf að skoða þetta hvort að þeir hafi fengið góð skot og ekki hitt en ég er mjög sáttur með þetta,“ sagði Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Stjörnunnar, í leikslok. „Eins og við höfum marg oft sagt um Grindavík að þó að við höfum verið skrefi á undan þá er svo stutt á milli að þær geta gert körfur upp úr engu og það fljótt.“ „Þeir eru duglegir að stela boltum og koma upp stemningu. Maður þarf að vera á tánum á móti þeim.“ Grindvíkingar náðu að minnka muninn niður í þrjú stig í þriðja leikhluta en þá bitu Stjörnumenn frá sér. „Við sýndum styrk. Þegar þeir komu til baka þá hertum við vörnina og settum niður góða körfu hjá Alex.“ Ægir fór í gömlu góðu klisjuna og sagði að Garðbæingar tæku einn leik fyrir í einu. „Ég var ánægður með þetta í dag en það þýðir ekkert að hugsa lengra. Það verður að taka einn leik í einu,“ sagði Ægir. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Stjarnan UMF Grindavík
Stjarnan er komið í 1-0 gegn Grindavík í átta liða úrslitum Domino's deildar karla en fyrsti leikur liðanna fór fram í Garðabænum í kvöld. Stjarnan endaði í þriðja sæti Domino's deildarinnar á meðan Grindavík endaði í því sjötta eftir glæstan endasprett þar sem þeir sýndu mikinn karakter án lykilmanna. Þeir voru búnir að endurheimta Dag Kár Jónsson í kvöld en Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar var ekki á hliðarlínunni þar sem hann var í leikbanni. Stjörnumenn byrjuðu hins vegar af miklum krafti og voru búnir að skora þrettán stig á fyrstu fimm mínútunum áður en Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, tók leikhlé. Hann virðist hafa lagt línurnar fyrir sína menn í varnarleiknum því Grindvíkingar rönkuðu aðeins við sér. Stjarnan var stigi yfir eftir fyrsta leikhlutann, 18-17. Stjörnumenn gengu svo á lagið í öðrum leikhluta og voru þeir skyndilega komnir fjórtán stigum yfir en gestirnir gáfust ekki upp og bitu frá sér. Munurinn sjö stig í hálfleik, 45-38, heimamönnum í vil. Garðbæingar voru alltaf með forystuna í leiknum og um leið og gestirnir bitu frá sér, þá stigu Stjörnumenn aftur á bensíngjöfina og slitu sig frá Grindvíkingum, í bili að minnsta kosti. Grindavík minnkaði til að mynda muninn í þrjú stig er þrjár mínútur voru eftir af þriðja leikhluta en að honum loknum var munurinn svo tíu stig, 68-58. Heimamenn sigldu sigrinum svo nokkuð þægilega heim, 90-72. Stjörnumenn geta farið glaðir á koddann í kvöld.vísir/bára Af hverju vann Stjarnan? 45 fráköst gegn 31 hjá Grindavík er einn af lyklunum en Stjarnan átti sigurinn skilið. Þeir byrjuðu af miklum krafti og leiddu frá fyrstu sekúndu til þeirra síðustu. Grindvíkingar bitu frá sér en þurfa að gera enn betur ætli þeir sér að vinna leik í þessu einvígi gegn afskaplega góðu liði Stjörnunnar, sem sýndi klærnar. Hverjir stóðu upp úr? Ægir Þór Steinarsson var frábær. Hann gerði nítján stig, tók fjögur fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Keyrði upp hraðann eins og hann er þekktur fyrir. Hlynur Bæringsson var einnig með myndarlegt framlag; átta stig, tíu fráköst og fimm stoðsendingar. Í liði Grindavíkur var Ólafur Ólafsson þeirra besti maður með þrettán stig en Amenhotep Kazembe Abif gerði einnig þrettán stig og tók níu fráköst. Hvað gekk illa? Ætli Grindavík sér að vinna Stjörnuna þurfa þeir stærra og betra framlag frá fleiri leikmönnum. Kristinn Pálsson og Dagur Kár Jónsson þurfa að koma með enn meira að borðinu esm og Joonas Jarvelainen og Björgvin Hafþór Ríkharðsson. Hvað gerist næst? Liðin mætast á nýjan leik á þriðjudaginn og þá í Grindavík er þeir gulklæddu vilja jafna metin en Stjarnan sækist eftir öðrum sigrinum í einvíginu. Daníel: Mér fannst þetta bara lélegt Daníel var hundfúll í leikslok.vísir/bára „Mér fannst vanta ákefð. Þetta var bara lélegt,“ sagði hundfúll Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, í leikslok. „Við hefðum átt að halda áfram að gera það sem við vorum að gera þegar við náðum áhlaupunum en fórum þess í stað að setja boltann of mikið í gólfið. Þetta var bara lélegt.“ Aðspurður hverju hann þyrfti að breyta fyrir næsta leik svaraði þjálfarinn: „Í næsta leik ætlum við bara að gera það sem við lögðum upp með að gera í þessum leik. Það var ekki gert. Við fórum illa að ráði okkar.“ „Stjarnan gerði mjög vel og voru mjög sterkir og sóttu vel á okkur en við vorum full slakir og lítil ákefð. Þeir tóku aragrúa af sóknarfráköstum. Við þurfum að gera miklu betur,“ bætti Daníel við. Ægir Þór: Við sýndum mikinn styrk Ægir var frábær í kvöld.vísir/Bára „Mér fannst frammistaðan góð og sérstaklega varnarlega. Maður þarf að skoða þetta hvort að þeir hafi fengið góð skot og ekki hitt en ég er mjög sáttur með þetta,“ sagði Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Stjörnunnar, í leikslok. „Eins og við höfum marg oft sagt um Grindavík að þó að við höfum verið skrefi á undan þá er svo stutt á milli að þær geta gert körfur upp úr engu og það fljótt.“ „Þeir eru duglegir að stela boltum og koma upp stemningu. Maður þarf að vera á tánum á móti þeim.“ Grindvíkingar náðu að minnka muninn niður í þrjú stig í þriðja leikhluta en þá bitu Stjörnumenn frá sér. „Við sýndum styrk. Þegar þeir komu til baka þá hertum við vörnina og settum niður góða körfu hjá Alex.“ Ægir fór í gömlu góðu klisjuna og sagði að Garðbæingar tæku einn leik fyrir í einu. „Ég var ánægður með þetta í dag en það þýðir ekkert að hugsa lengra. Það verður að taka einn leik í einu,“ sagði Ægir. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum