Real heldur í vonina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. maí 2021 18:25 Leikmenn Real fagna sigurmarki Nacho. Diego Souto/Getty Images Spánarmeistarar Real Madrid unnu gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Athletic Bilbao í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í dag. Lengi leit vel út fyrir að sigurinn myndi lyfta Real á topp deildarinnar þegar aðeins ein umferð er eftir. Leikur Bilbao og Real var ekki mikið fyrir augað og ljóst að það var mikið undir. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það varnarmaðurinn Nacho af öllum mönnum sem potaði knettinum yfir marklínuna eftir sendingu Casemiro á 68. mínútu leiksins. Staðan orðin 1-0 og dugði það Real Madrid til sigurs. Raul Garcia hjálpaði til en þessi leikmaður Bilbao lét reka sig af velli þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Lokatölur á Estadio San Mamés-vellinum í Bilbao 1-0 Real Madrid í vil og lærisveinar Zinedine Zidane halda enn í vonina um að landa titlinum annað árið í röð. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski boltinn Fótbolti
Spánarmeistarar Real Madrid unnu gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Athletic Bilbao í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í dag. Lengi leit vel út fyrir að sigurinn myndi lyfta Real á topp deildarinnar þegar aðeins ein umferð er eftir. Leikur Bilbao og Real var ekki mikið fyrir augað og ljóst að það var mikið undir. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það varnarmaðurinn Nacho af öllum mönnum sem potaði knettinum yfir marklínuna eftir sendingu Casemiro á 68. mínútu leiksins. Staðan orðin 1-0 og dugði það Real Madrid til sigurs. Raul Garcia hjálpaði til en þessi leikmaður Bilbao lét reka sig af velli þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Lokatölur á Estadio San Mamés-vellinum í Bilbao 1-0 Real Madrid í vil og lærisveinar Zinedine Zidane halda enn í vonina um að landa titlinum annað árið í röð. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti