Innlent

Hæstaréttardómarar notfæri sér breytta stöðu til að sinna öðrum umfangsmiklum störfum

Snorri Másson skrifar
Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt, segir dómara þar seka um sjálfsþjónkun.
Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt, segir dómara þar seka um sjálfsþjónkun. Stöð 2/Einar

Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi Hæstaréttardómari, segir algeran óþarfa að dómarar í Hæstarétti séu sjö í stað fimm.

Hæstaréttardómarar óskuðu að sögn Jóns eftir því þegar Landsréttur var stofnaður að vera áfram sjö talsins í stað fimm, eins og Jón Steinar segir að ábendingar hafi komið fram um að gera.

Jón Steinar sakar dómarana þar með um að hafa séð sér leik á borði þegar álagið minnkaði í Hæstarétti til að taka að sér vel launuð aukastörf, eins og við kennslu í háskólanum.

„Í ljós er komið að þeir eru farn­ir að gegna um­fangs­mikl­um störf­um utan rétt­ar­ins,“ skrifar Jón í grein í Morgunblaðinu í dag. Þar á meðal nefnir Jón helsta kennslu við Háskóla Íslands, en einnig setu í öðrum dómum og nefndum.

Jón Steinar kallar eftir því að Háskóli Íslands upplýsi um launagreiðslur til hæstaréttardómaranna sem þar starfa. Þeir eru fjórir af sjö dómurum við dóminn.

„Það er líka ekki boðlegt það banda­lag sem mynd­ast með þess­um hætti milli laga­deild­ar HÍ og rétt­ar­ins. Deild­in hef­ur því hlut­verki að gegna að fjalla með gagn­rýn­um hætti um dóma­fram­kvæmd í land­inu. En þarna eru all­ir vin­ir.“

„Það er löngu kom­inn tími til að trúnaðar­menn al­menn­ings á Íslandi átti sig á þeirri sjálfsþjónk­un sem rík­ir í starfi æðsta dóm­stóls þjóðar­inn­ar og grípi til ráðstaf­ana til að upp­ræta hana,“ skrifar Jón Steinar. Sjálfur sagði hann sig frá kennslu við háskólann er hann hlaut skipun í Hæstarétt á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×