Hæstaréttardómarar notfæri sér breytta stöðu til að sinna öðrum umfangsmiklum störfum Snorri Másson skrifar 15. maí 2021 14:16 Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt, segir dómara þar seka um sjálfsþjónkun. Stöð 2/Einar Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi Hæstaréttardómari, segir algeran óþarfa að dómarar í Hæstarétti séu sjö í stað fimm. Hæstaréttardómarar óskuðu að sögn Jóns eftir því þegar Landsréttur var stofnaður að vera áfram sjö talsins í stað fimm, eins og Jón Steinar segir að ábendingar hafi komið fram um að gera. Jón Steinar sakar dómarana þar með um að hafa séð sér leik á borði þegar álagið minnkaði í Hæstarétti til að taka að sér vel launuð aukastörf, eins og við kennslu í háskólanum. „Í ljós er komið að þeir eru farnir að gegna umfangsmiklum störfum utan réttarins,“ skrifar Jón í grein í Morgunblaðinu í dag. Þar á meðal nefnir Jón helsta kennslu við Háskóla Íslands, en einnig setu í öðrum dómum og nefndum. Jón Steinar kallar eftir því að Háskóli Íslands upplýsi um launagreiðslur til hæstaréttardómaranna sem þar starfa. Þeir eru fjórir af sjö dómurum við dóminn. „Það er líka ekki boðlegt það bandalag sem myndast með þessum hætti milli lagadeildar HÍ og réttarins. Deildin hefur því hlutverki að gegna að fjalla með gagnrýnum hætti um dómaframkvæmd í landinu. En þarna eru allir vinir.“ „Það er löngu kominn tími til að trúnaðarmenn almennings á Íslandi átti sig á þeirri sjálfsþjónkun sem ríkir í starfi æðsta dómstóls þjóðarinnar og grípi til ráðstafana til að uppræta hana,“ skrifar Jón Steinar. Sjálfur sagði hann sig frá kennslu við háskólann er hann hlaut skipun í Hæstarétt á sínum tíma. Dómstólar Háskólar Aukastörf dómara Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Hæstaréttardómarar óskuðu að sögn Jóns eftir því þegar Landsréttur var stofnaður að vera áfram sjö talsins í stað fimm, eins og Jón Steinar segir að ábendingar hafi komið fram um að gera. Jón Steinar sakar dómarana þar með um að hafa séð sér leik á borði þegar álagið minnkaði í Hæstarétti til að taka að sér vel launuð aukastörf, eins og við kennslu í háskólanum. „Í ljós er komið að þeir eru farnir að gegna umfangsmiklum störfum utan réttarins,“ skrifar Jón í grein í Morgunblaðinu í dag. Þar á meðal nefnir Jón helsta kennslu við Háskóla Íslands, en einnig setu í öðrum dómum og nefndum. Jón Steinar kallar eftir því að Háskóli Íslands upplýsi um launagreiðslur til hæstaréttardómaranna sem þar starfa. Þeir eru fjórir af sjö dómurum við dóminn. „Það er líka ekki boðlegt það bandalag sem myndast með þessum hætti milli lagadeildar HÍ og réttarins. Deildin hefur því hlutverki að gegna að fjalla með gagnrýnum hætti um dómaframkvæmd í landinu. En þarna eru allir vinir.“ „Það er löngu kominn tími til að trúnaðarmenn almennings á Íslandi átti sig á þeirri sjálfsþjónkun sem ríkir í starfi æðsta dómstóls þjóðarinnar og grípi til ráðstafana til að uppræta hana,“ skrifar Jón Steinar. Sjálfur sagði hann sig frá kennslu við háskólann er hann hlaut skipun í Hæstarétt á sínum tíma.
Dómstólar Háskólar Aukastörf dómara Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira