Lífið

Stóra stundin rennur upp í kvöld hjá Elísabetu Huldu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Elísabet Hulda þjóðleg. „Höldum í hefðirnar,“ segir hún í færslu með myndinni á Instagram.
Elísabet Hulda þjóðleg. „Höldum í hefðirnar,“ segir hún í færslu með myndinni á Instagram. @elisabet_hulda

Elísabet Hulda Snorradóttir er full eftirvæntingar fyrir úrslitin í Miss Universe sem fram fara í Los Angeles í Bandaríkjunum í kvöld. Sundbolakeppni og kvöldkjólakeppni er að baki og komið að örlagastundu.

Hálfur annar mánuður er liðinn síðan Elísabet Hulda hélt yfir Atlantshafið til keppni við önnur fögur fljóð úr öllum heimshornum. Elísabet Hulda var valin Miss Universe Iceland í október.

Hún segist á Instagram-síðu Miss Universe Iceland óþreyjufull fyrir úrslitakvöldinu. Ísland fylli hjarta hennar og að hún sé þakklát fyrir þetta tækifæri.

Elísabet Hulda hefur farið í hverja myndatökuna á fætur annarri undanfarna daga og var á meðal þeirra fimmtán sem þóttu skara fram úr í kvöldkjólakeppninni. Hún lýsti því í samtali við Vísi í mars að göngulag á hælunum, svipbrigði og að læra á möguleg myndavélasjónarhorn fyrir sjónvarpið væru atriði sem þyrfti að undirbúa vel.

„Ég myndi samt sem áður segja að stærsti undirbúningurinn felst í því að fylgjast vel með fréttum og vera viðstödd í nútímanum þar sem stór hluti í keppninni eru dómaraviðtölin og spurningar upp á sviði.“

Manúela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri keppninnar, er með Elísabetu Huldu í Hollywood.

Að neðan má sjá nokkrar myndir frá keppninni ytra.


Tengdar fréttir

Elísabet Hulda vann Miss Universe Iceland

Elísabet Hulda Snorradóttir bar sigur úr býtum í Gamla Bíói í gærkvöldi þegar lokakeppni Miss Universe Iceland fór fram. Keppendur voru 15 talsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.