Eurovision staðreyndir sem skipta öllu og engu máli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. maí 2021 22:00 Daði og Gagnamagnið áttu að keppa í fyrra en Eurovision var blásin af vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Hópurinn er mættur galvaskur til Rotterdam og til í slaginn. Eurovision Laugardagskvöldið 22. maí verður krýndur nýr sigurvegari í Eurovision. Framlag Íslands er meðal þeirra sigurstranglegustu ef marka má veðbanka. Hvað nú verður, veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá. En hitt er víst að hægt er að gleyma sér í alls konar tölfræðiupplýsingum er varðar söngkeppninna sem sameinar stóran hluta þjóðarinnar í maí ár hvert. Ítarlegar upplýsingar um allt og ekkert eru teknar saman á heimasíðu keppninnar. Konur eru í meirihluta þegar kemur að keppendum. Alls eru atriðin 39 og er um 30 sólóatriði að ræða. Í 17 tilfellum konur og 13 tilfellum karlar. Framlag Danmekur er í höndum dúetts og átta lönd senda hópa, þeirra á meðal Íslands þar sem Daði og Gagnamagnið koma fram. 21 lag sungið á ensku Tólf lönd efndu til hefðbundinnar undankeppni en hún féll víða niður sökum kórónuveirufaraldursins. Langflest löndin ákváðu að fulltrúarnir í keppninni í fyrra, sem blásin var af, yrðu áfram fulltrúar í ár. Þeirra á meðal Ísland. Af lögunum 39 verður 21 lag sungið alfarið á ensku. Sjö lög verða að stórum hluti flutt á ensku með annarri blöndu auk þess sem Serbar nota smá ensku í flutningi sínum. Sjö lönd flytja lögin á öðrum tungumálum, þeirra á meðal Frakkland og Ítalía en þjóðirnar þykja líklegastar til sigurs eins og sakir standa. Tvær átján ára og einn 61 árs Stefania frá Grikklandi og Destiny frá Möltu eru yngstu keppendurnir en þær eru átján ára. Tusse frá Svíþjóð er ári eldri. Raymond Geerts í belgíska hópnum er elsti keppandinn, 61 árs. Sjö listamenn hafa áður keppt í Eurovision fyrir hönd sinnar þjóðar. Þá eru fimm lagahöfundar sem koma að fleiri en einu lagi í keppninni. Þannig samdi Dimitris Kontopolous texta bæði fyrir Grikkland og Moldóvu, Jimmy Thornfeldt ber meðal annarra ábyrgð á lögum Kýpur, San Marínó og Svía, Joy & Linnea Deb komu að framlögum San Marínó og Svía, Sharon Vaughn er á bak við textann í lögum Eista, Grikkja og Moldóvu og Daninn Thomas Stengaard kom líka að framlagi Kýpur og San Marínó. Vísir fylgist vel með gengi Daða og Gagnamagnsins í Eurovision í ár. Lifandi og hressileg textalýsing verður meðfram útsendingu frá undanúrslitakvöldunum í vikunni og sömuleiðis úrslitkvöldið, laugardaginn 22. maí. Eurovision Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Fleiri fréttir Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Sjá meira
En hitt er víst að hægt er að gleyma sér í alls konar tölfræðiupplýsingum er varðar söngkeppninna sem sameinar stóran hluta þjóðarinnar í maí ár hvert. Ítarlegar upplýsingar um allt og ekkert eru teknar saman á heimasíðu keppninnar. Konur eru í meirihluta þegar kemur að keppendum. Alls eru atriðin 39 og er um 30 sólóatriði að ræða. Í 17 tilfellum konur og 13 tilfellum karlar. Framlag Danmekur er í höndum dúetts og átta lönd senda hópa, þeirra á meðal Íslands þar sem Daði og Gagnamagnið koma fram. 21 lag sungið á ensku Tólf lönd efndu til hefðbundinnar undankeppni en hún féll víða niður sökum kórónuveirufaraldursins. Langflest löndin ákváðu að fulltrúarnir í keppninni í fyrra, sem blásin var af, yrðu áfram fulltrúar í ár. Þeirra á meðal Ísland. Af lögunum 39 verður 21 lag sungið alfarið á ensku. Sjö lög verða að stórum hluti flutt á ensku með annarri blöndu auk þess sem Serbar nota smá ensku í flutningi sínum. Sjö lönd flytja lögin á öðrum tungumálum, þeirra á meðal Frakkland og Ítalía en þjóðirnar þykja líklegastar til sigurs eins og sakir standa. Tvær átján ára og einn 61 árs Stefania frá Grikklandi og Destiny frá Möltu eru yngstu keppendurnir en þær eru átján ára. Tusse frá Svíþjóð er ári eldri. Raymond Geerts í belgíska hópnum er elsti keppandinn, 61 árs. Sjö listamenn hafa áður keppt í Eurovision fyrir hönd sinnar þjóðar. Þá eru fimm lagahöfundar sem koma að fleiri en einu lagi í keppninni. Þannig samdi Dimitris Kontopolous texta bæði fyrir Grikkland og Moldóvu, Jimmy Thornfeldt ber meðal annarra ábyrgð á lögum Kýpur, San Marínó og Svía, Joy & Linnea Deb komu að framlögum San Marínó og Svía, Sharon Vaughn er á bak við textann í lögum Eista, Grikkja og Moldóvu og Daninn Thomas Stengaard kom líka að framlagi Kýpur og San Marínó. Vísir fylgist vel með gengi Daða og Gagnamagnsins í Eurovision í ár. Lifandi og hressileg textalýsing verður meðfram útsendingu frá undanúrslitakvöldunum í vikunni og sömuleiðis úrslitkvöldið, laugardaginn 22. maí.
Vísir fylgist vel með gengi Daða og Gagnamagnsins í Eurovision í ár. Lifandi og hressileg textalýsing verður meðfram útsendingu frá undanúrslitakvöldunum í vikunni og sömuleiðis úrslitkvöldið, laugardaginn 22. maí.
Eurovision Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Fleiri fréttir Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Sjá meira