Guðbjörg Oddný vill fjórða sæti Sjálfstæðisflokksins í kraganum Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2021 14:17 Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði, sækist eftir 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Hún segist vilja á þing fyrir ungt fjölskyldufólk því nauðsyn sé á fulltrúm þeirra þar. Í yfirlýsingu kemur fram að Guðbjörg Oddný er fædd 5. febrúar 1985 og er gift Gísla Má Gíslasyni, hagfræðingi og eiga þau þrjú börn. Guðbjörg lauk MA gráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands 2011 og BA gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2008. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2006. „Það vantar fulltrúa ungs fjölskyldufólks á Alþingi; fulltrúa þeirra sem eru allt í senn að ala upp börn, koma sér upp heimili og skapa sér starfsvettvang,“ er haft eftir Guðbjörgu í áðurnefndri yfirlýsingu. „Framtíð barnanna okkar er framtíð þjóðarinnar. Frá því ég man eftir mér hef ég hugsað um samfélagið og reynt að hafa áhrif á mitt nærumhverfi. Það hefur verið gaman og krefjandi að vinna að ýmsum góðum málum í Hafnarfirði undanfarin ár, bæði sem varabæjarfulltrúi og í nefndarstörfum hjá bænum. Núna finnst mér tímabært að ég stíga skrefið lengra og verða fulltrúi flokksins á Alþingi.“ „MIikilvægt er að hugað sé vel að einstaklingunum, frelsi þeirra og frumkvæði. Ég tala fyrir því að umgjörðin í málefnum barna virki þeim til heilla. Ég brenn fyrir framþróun í menntamálum og nýsköpun í kennsluháttum. Einnig þarf að gera ungu fólki auðveldara að eignast sitt eigið húsnæði.“ Guðbjörg Oddný varð fyrsti varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði eftir að hún skipaði 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins þar í sveitarstjórnarkosningunum 2008. Á vegum flokksins hefur hún setið í fjölskylduráði, fræðsluráði og sem formaður menningar- og ferðamálanefndar. Guðbjörg er einnig fulltrúi bæjarins í stjórn Markaðsstofu Hafnarfjarðar. „Það hefur verið góð reynsla að starfa á vettvangi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar að fjölbreyttum málum. Ánægjulegast er að sjá hvernig þjónusta við barnafjölskyldur hefur sífellt verið að eflast og hve vel hefur gengið með rekstur og fjármálastjórn bæjarins.“ Guðbjörg Oddný hefur þar að auki sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðustu 12 ár, samkvæmt yfirlýsingunni, og hefur meðal annars setið í stjórn Stefnis, félags ungra Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og stjórn Fram, Sjálfstæðisfélags Hafnarfjarðar, sem varaformaður. Hún situr núna í stjórn fulltrúaráðsins í Hafnarfirði og í framkvæmdastjórn Landssambands Sjálfstæðiskvenna. Samhliða því að vera varabæjarfulltrúi starfar Guðbjörg Oddný sem upplýsingastjóri og aðstoðarmaður framkvæmdastjóra hjá Benchmark Genetics sem er 30 ára nýsköpunar fyrirtæki sem selur laxahrogn til fiskeldisstöðva út um allan heim og er með skrifstofur sínar í Hafnarfirði. Prófkjörið fer fram 10. til 12. júní. Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Í yfirlýsingu kemur fram að Guðbjörg Oddný er fædd 5. febrúar 1985 og er gift Gísla Má Gíslasyni, hagfræðingi og eiga þau þrjú börn. Guðbjörg lauk MA gráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands 2011 og BA gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2008. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2006. „Það vantar fulltrúa ungs fjölskyldufólks á Alþingi; fulltrúa þeirra sem eru allt í senn að ala upp börn, koma sér upp heimili og skapa sér starfsvettvang,“ er haft eftir Guðbjörgu í áðurnefndri yfirlýsingu. „Framtíð barnanna okkar er framtíð þjóðarinnar. Frá því ég man eftir mér hef ég hugsað um samfélagið og reynt að hafa áhrif á mitt nærumhverfi. Það hefur verið gaman og krefjandi að vinna að ýmsum góðum málum í Hafnarfirði undanfarin ár, bæði sem varabæjarfulltrúi og í nefndarstörfum hjá bænum. Núna finnst mér tímabært að ég stíga skrefið lengra og verða fulltrúi flokksins á Alþingi.“ „MIikilvægt er að hugað sé vel að einstaklingunum, frelsi þeirra og frumkvæði. Ég tala fyrir því að umgjörðin í málefnum barna virki þeim til heilla. Ég brenn fyrir framþróun í menntamálum og nýsköpun í kennsluháttum. Einnig þarf að gera ungu fólki auðveldara að eignast sitt eigið húsnæði.“ Guðbjörg Oddný varð fyrsti varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði eftir að hún skipaði 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins þar í sveitarstjórnarkosningunum 2008. Á vegum flokksins hefur hún setið í fjölskylduráði, fræðsluráði og sem formaður menningar- og ferðamálanefndar. Guðbjörg er einnig fulltrúi bæjarins í stjórn Markaðsstofu Hafnarfjarðar. „Það hefur verið góð reynsla að starfa á vettvangi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar að fjölbreyttum málum. Ánægjulegast er að sjá hvernig þjónusta við barnafjölskyldur hefur sífellt verið að eflast og hve vel hefur gengið með rekstur og fjármálastjórn bæjarins.“ Guðbjörg Oddný hefur þar að auki sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðustu 12 ár, samkvæmt yfirlýsingunni, og hefur meðal annars setið í stjórn Stefnis, félags ungra Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og stjórn Fram, Sjálfstæðisfélags Hafnarfjarðar, sem varaformaður. Hún situr núna í stjórn fulltrúaráðsins í Hafnarfirði og í framkvæmdastjórn Landssambands Sjálfstæðiskvenna. Samhliða því að vera varabæjarfulltrúi starfar Guðbjörg Oddný sem upplýsingastjóri og aðstoðarmaður framkvæmdastjóra hjá Benchmark Genetics sem er 30 ára nýsköpunar fyrirtæki sem selur laxahrogn til fiskeldisstöðva út um allan heim og er með skrifstofur sínar í Hafnarfirði. Prófkjörið fer fram 10. til 12. júní.
Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira