Telur skynsamlegast að hraðprófa bólusetta ferðamenn eða hætta að skima þá Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2021 20:01 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar telur að vænlegast væri að bólusettir ferðamenn verði hraðprófaðir fyrir kórónuveirunni á landamærum, eða þeir gerðir undanþegnir skimunum, að því gefnu að gögn sýni að þeir greinist almennt ekki jákvæðir við komu til landsins. Ferðaþjónusta á Íslandi virðist vera að lifna við eftir mikla lægð síðasta árið. Flugfélagið Play tilkynnti í dag að flugrekstrarleyfi væri í höfn og að fyrsta flugvél félagsins hefði fengist afhent í gær. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar áformum Play. „Þetta eru afar ánægjulegar og jákvæðar fréttir tel ég fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Ég held að þetta flugfélag sé búið að bíða í þónokkurn tíma eftir því að komast í gang og það er bara rétt að óska þeim til hamingju með þennan áfanga. Ég held að þetta muni auka framboð á sætum til Íslands og eins og staðan er í dag held ég að það sé bara mjög gott mál,“ segir Jóhannes. „Þetta þýðir það að sætaframboðið verður meira í sumar en menn bjuggust við. Við þetta bætast ýmis erlend flugfélög og Icelandair er að auka sínar ferðir. Ég held að samanlagt muni þetta í rauninni kveikja möguleika á stærra ferðasumri í ár og vonandi inn í haustið. Það er rétt að vonast eftir því að íslensk flugfélög nái sem allra bestum árangri því þá þýðir það að ferðaþjónustan komist hraðar af stað.“ Sóttvarnalæknir sagði fyrir helgi að áhugi ferðamanna á landinu væri fyrr á ferðinni og talsvert meiri en búist hefði verið við. Hann sagði að verið væri að skoða hvort hægt væri að leita til Íslenskrar erfðagreiningar vegna anna við skimun á landamærum. Jóhannes tekur undir það að meiri áhugi sé á landinu en búist var við í byrjun árs. Ferðamenn séu aðallega úr röðum bólusettra Bandaríkjamanna. „En við erum að sjá bókanir töluvert meiri heldur en við áttum von á frá Bretlandi og öðrum mörkuðum enn þá síðar í sumar,“ segir Jóhannes. „Ég held það sé einfaldast að horfa á þetta þannig að ef gögnin sýna að ef bólusettir ferðamenn eru ekki að mælast jákvæðir þá sé skynsamlegast að annað hvort nýta hraðpróf til að prófa þá eða hætta skima þá, til að skimunargetan nýtist þar sem hennar er meiri þörf.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
Ferðaþjónusta á Íslandi virðist vera að lifna við eftir mikla lægð síðasta árið. Flugfélagið Play tilkynnti í dag að flugrekstrarleyfi væri í höfn og að fyrsta flugvél félagsins hefði fengist afhent í gær. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar áformum Play. „Þetta eru afar ánægjulegar og jákvæðar fréttir tel ég fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Ég held að þetta flugfélag sé búið að bíða í þónokkurn tíma eftir því að komast í gang og það er bara rétt að óska þeim til hamingju með þennan áfanga. Ég held að þetta muni auka framboð á sætum til Íslands og eins og staðan er í dag held ég að það sé bara mjög gott mál,“ segir Jóhannes. „Þetta þýðir það að sætaframboðið verður meira í sumar en menn bjuggust við. Við þetta bætast ýmis erlend flugfélög og Icelandair er að auka sínar ferðir. Ég held að samanlagt muni þetta í rauninni kveikja möguleika á stærra ferðasumri í ár og vonandi inn í haustið. Það er rétt að vonast eftir því að íslensk flugfélög nái sem allra bestum árangri því þá þýðir það að ferðaþjónustan komist hraðar af stað.“ Sóttvarnalæknir sagði fyrir helgi að áhugi ferðamanna á landinu væri fyrr á ferðinni og talsvert meiri en búist hefði verið við. Hann sagði að verið væri að skoða hvort hægt væri að leita til Íslenskrar erfðagreiningar vegna anna við skimun á landamærum. Jóhannes tekur undir það að meiri áhugi sé á landinu en búist var við í byrjun árs. Ferðamenn séu aðallega úr röðum bólusettra Bandaríkjamanna. „En við erum að sjá bókanir töluvert meiri heldur en við áttum von á frá Bretlandi og öðrum mörkuðum enn þá síðar í sumar,“ segir Jóhannes. „Ég held það sé einfaldast að horfa á þetta þannig að ef gögnin sýna að ef bólusettir ferðamenn eru ekki að mælast jákvæðir þá sé skynsamlegast að annað hvort nýta hraðpróf til að prófa þá eða hætta skima þá, til að skimunargetan nýtist þar sem hennar er meiri þörf.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent