Telur skynsamlegast að hraðprófa bólusetta ferðamenn eða hætta að skima þá Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2021 20:01 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar telur að vænlegast væri að bólusettir ferðamenn verði hraðprófaðir fyrir kórónuveirunni á landamærum, eða þeir gerðir undanþegnir skimunum, að því gefnu að gögn sýni að þeir greinist almennt ekki jákvæðir við komu til landsins. Ferðaþjónusta á Íslandi virðist vera að lifna við eftir mikla lægð síðasta árið. Flugfélagið Play tilkynnti í dag að flugrekstrarleyfi væri í höfn og að fyrsta flugvél félagsins hefði fengist afhent í gær. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar áformum Play. „Þetta eru afar ánægjulegar og jákvæðar fréttir tel ég fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Ég held að þetta flugfélag sé búið að bíða í þónokkurn tíma eftir því að komast í gang og það er bara rétt að óska þeim til hamingju með þennan áfanga. Ég held að þetta muni auka framboð á sætum til Íslands og eins og staðan er í dag held ég að það sé bara mjög gott mál,“ segir Jóhannes. „Þetta þýðir það að sætaframboðið verður meira í sumar en menn bjuggust við. Við þetta bætast ýmis erlend flugfélög og Icelandair er að auka sínar ferðir. Ég held að samanlagt muni þetta í rauninni kveikja möguleika á stærra ferðasumri í ár og vonandi inn í haustið. Það er rétt að vonast eftir því að íslensk flugfélög nái sem allra bestum árangri því þá þýðir það að ferðaþjónustan komist hraðar af stað.“ Sóttvarnalæknir sagði fyrir helgi að áhugi ferðamanna á landinu væri fyrr á ferðinni og talsvert meiri en búist hefði verið við. Hann sagði að verið væri að skoða hvort hægt væri að leita til Íslenskrar erfðagreiningar vegna anna við skimun á landamærum. Jóhannes tekur undir það að meiri áhugi sé á landinu en búist var við í byrjun árs. Ferðamenn séu aðallega úr röðum bólusettra Bandaríkjamanna. „En við erum að sjá bókanir töluvert meiri heldur en við áttum von á frá Bretlandi og öðrum mörkuðum enn þá síðar í sumar,“ segir Jóhannes. „Ég held það sé einfaldast að horfa á þetta þannig að ef gögnin sýna að ef bólusettir ferðamenn eru ekki að mælast jákvæðir þá sé skynsamlegast að annað hvort nýta hraðpróf til að prófa þá eða hætta skima þá, til að skimunargetan nýtist þar sem hennar er meiri þörf.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Sjá meira
Ferðaþjónusta á Íslandi virðist vera að lifna við eftir mikla lægð síðasta árið. Flugfélagið Play tilkynnti í dag að flugrekstrarleyfi væri í höfn og að fyrsta flugvél félagsins hefði fengist afhent í gær. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar áformum Play. „Þetta eru afar ánægjulegar og jákvæðar fréttir tel ég fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Ég held að þetta flugfélag sé búið að bíða í þónokkurn tíma eftir því að komast í gang og það er bara rétt að óska þeim til hamingju með þennan áfanga. Ég held að þetta muni auka framboð á sætum til Íslands og eins og staðan er í dag held ég að það sé bara mjög gott mál,“ segir Jóhannes. „Þetta þýðir það að sætaframboðið verður meira í sumar en menn bjuggust við. Við þetta bætast ýmis erlend flugfélög og Icelandair er að auka sínar ferðir. Ég held að samanlagt muni þetta í rauninni kveikja möguleika á stærra ferðasumri í ár og vonandi inn í haustið. Það er rétt að vonast eftir því að íslensk flugfélög nái sem allra bestum árangri því þá þýðir það að ferðaþjónustan komist hraðar af stað.“ Sóttvarnalæknir sagði fyrir helgi að áhugi ferðamanna á landinu væri fyrr á ferðinni og talsvert meiri en búist hefði verið við. Hann sagði að verið væri að skoða hvort hægt væri að leita til Íslenskrar erfðagreiningar vegna anna við skimun á landamærum. Jóhannes tekur undir það að meiri áhugi sé á landinu en búist var við í byrjun árs. Ferðamenn séu aðallega úr röðum bólusettra Bandaríkjamanna. „En við erum að sjá bókanir töluvert meiri heldur en við áttum von á frá Bretlandi og öðrum mörkuðum enn þá síðar í sumar,“ segir Jóhannes. „Ég held það sé einfaldast að horfa á þetta þannig að ef gögnin sýna að ef bólusettir ferðamenn eru ekki að mælast jákvæðir þá sé skynsamlegast að annað hvort nýta hraðpróf til að prófa þá eða hætta skima þá, til að skimunargetan nýtist þar sem hennar er meiri þörf.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Sjá meira