Erlent

Hefja fram­kvæmdir við breikkun eftir strand Ever Given

Atli Ísleifsson skrifar
Ever Given er með rúmlega 18 þúsund gáma um borð og er í eigu japansks félags, rekið af taívönsku flutningafyrirtæki og siglir undir panömskum fána.
Ever Given er með rúmlega 18 þúsund gáma um borð og er í eigu japansks félags, rekið af taívönsku flutningafyrirtæki og siglir undir panömskum fána. EPA

Framkvæmdir eru nú hafnar við breikkun á kafla Súesskurðarins. Ákveðið var að breikka hlutann vegna strands gámaflutningaskipsins Ever Given í mars síðastliðinn sem leiddi til gríðarlegra tafa á vöruflutningum í heiminum.

Til stendur á breikka hlutann þar sem Ever Given strandaði og þveraði skurðinn í heila sex daga, þannig að hægt sé að vera hafa þar tvístefnu.

Guardian segir frá því að egypska félagið, sem heldur utan um rekstur skurðarins og er í eigu egypska ríkisins, hafi tilkynnt í síðustu viku að til stæði að lengja tvístefnukafla sunnarlega í skurðinum sem opnaði 2015, um tíu kílómetra þannig að hann verði 82 kílómetrar.

Hið 440 metra langa gámaflutningaskip, Ever Given, strandaði 23. mars og tókst ekki að losa það af strandstað fyrr en 29. mars. Hundruð skipa þurftu að bíða eftir að komast leiðar sinnar eða var þá siglt fyrir suðurodda Afríku til að komast milli Evrópu og Asíu.

Skipið hefur verið í kyrrsett í stöðuvatni milli tveggja hluta skurðarins, en rekstraraðili Súesskurðarinnar hefur farið fram á 916 milljónir dala, um 115 milljarða króna, bótagreiðslu frá japanska fyrirtækinu Shoei Kisen vegna málsins.

Ever Given er með rúmlega 18 þúsund gáma um borð og er í eigu japansks félags, rekið af taívönsku flutningafyrirtæki og siglir undir panömskum fána.


Tengdar fréttir

Ever Given fast á ný og yfirvöld vilja milljarða í bætur

Risaskipið Ever Given er nú aftur fast, eftir að hafa verið kyrrsett af dómstól í Ismailia. Eins og þekkt er orðið festist skipið í Súes-skurðinum, með þeim afleiðingum að öll umferð um skurðin stöðvaðist í um það bil viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×