Lífið

Spaugi­legt at­riði þegar töku­maðurinn lét vita að hann væri með sveins­próf

Stefán Árni Pálsson skrifar
download (2)

Í síðasta þætti af Skítamix fór Halldór Halldórsson heim til Katrínar Atladóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem ætlaði að leggja nýtt parket í barnaherbergið heima hjá sér.

Þættirnir Skítamix eru á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum og í þeim fer Halldór Halldórsson, Dóri DNA, heim til þekktra Íslendinga sem þurfa að ráðast í framkvæmdir á heimilinu.

Dóri var stundum í töluverðum vandræðum með parketlögnina en svo kom allt í einu í ljós að myndatökumaðurinn var með sveinspróf í smíðum. Það var því nokkuð spaugilegt atriði þegar hann gat reddað málunum með því að fara af vélinni og aðstoða Halldór.

Klippa: Spaugi­legt at­riði þegar töku­maðurinn lét vita að hann væri með sveins­próf





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.