Sabin um sigurkörfuna: „Samherjarnir treysta mér“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. maí 2021 13:31 Tyler Sabin fagnar með Matthíasi Orra Sigurðarsyni. vísir/bára Tyler Sabin var hetja KR þegar liðið vann Val, 98-99, eftir framlengingu í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í körfubolta í gær. Sabin skoraði 28 stig, þar á meðal sigurkörfu KR þegar níu sekúndur voru eftir. Hann mætti í settið til strákanna í Domino's Körfuboltakvöldi og horfði á sigurkörfuna með þeim. „Samherjarnir treysta mér,“ sagði Sabin sem hafði góða tilfinningu eftir að hann sleppti boltanum. „Mér leið vel en þú veist hvernig körfuboltinn er.“ Hann kvaðst ánægður með að vera búinn að vera forystunni í einvíginu. „Við vissum að þetta yrði erfitt. Við tökum einn leik fyrir í einu, njótum í kvöld en mætum síðan aftur í vinnuna á morgun,“ sagði Sabin. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Tyler Sabin eftir leikinn Hann segir að munurinn á úrslitakeppninni og deildarkeppninni sé töluverður. „Ákefðin er meiri og smáatriðin skipta meira máli. Leikurinn er ekki jafn hraður og snýst meira um andlegu hliðina. Við tökum bara einn leik fyrir í einu,“ sagði Sabin sem naut þess að spila fyrir framan áhorfendur sem settu svip sinn á leikinn. „Það er meiri orka í húsinu og meiri stemmning. Að heyra í stuðningsmönnunum og finna fyrir þeim gerir þetta skemmtilegra.“ Næsti leikur KR og Vals er á miðvikudaginn. Liðin hafa mæst þrívegis í vetur og allir leikirnir hafa endað með útisigri. „Allt tímabilið vorum við að tala um að ná heimavallarrétti en svo þurfum við hann ekki. Við erum betri á útivelli,“ sagði Sabin léttur en KR vann aðeins þrjá af ellefu heimaleikjum sínum í Domino's deildinni en níu af ellefu útileikjum. „Við finnum fyrir stuðningsmönnunum og okkur líður betur á heimavelli. Þú vilt frekar spila á heimavelli en útivelli þannig að við hlökkum til þess.“ Dominos-deild karla Körfuboltakvöld KR Tengdar fréttir Skiptir ekki máli hverjir þetta eru þegar komið er út á völlinn Jakob Sigurðsson var örlagavaldur fyrir sína menn er KR vann Val með eins stigs mun í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. 16. maí 2021 22:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 98-99 | KR hafði betur í framlengdum spennutrylli Sú viðureign sem var hvað mest beðið eftir í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla var viðureign KR og Vals. Hún olli ekki vonbrigðum en KR vann fyrsta leik með eins stigs mun eftir framlengdan leik, lokatölur að Hlíðarenda 99-98 Íslandsmeisturunum í vil. 16. maí 2021 23:15 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Sjá meira
Sabin skoraði 28 stig, þar á meðal sigurkörfu KR þegar níu sekúndur voru eftir. Hann mætti í settið til strákanna í Domino's Körfuboltakvöldi og horfði á sigurkörfuna með þeim. „Samherjarnir treysta mér,“ sagði Sabin sem hafði góða tilfinningu eftir að hann sleppti boltanum. „Mér leið vel en þú veist hvernig körfuboltinn er.“ Hann kvaðst ánægður með að vera búinn að vera forystunni í einvíginu. „Við vissum að þetta yrði erfitt. Við tökum einn leik fyrir í einu, njótum í kvöld en mætum síðan aftur í vinnuna á morgun,“ sagði Sabin. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Tyler Sabin eftir leikinn Hann segir að munurinn á úrslitakeppninni og deildarkeppninni sé töluverður. „Ákefðin er meiri og smáatriðin skipta meira máli. Leikurinn er ekki jafn hraður og snýst meira um andlegu hliðina. Við tökum bara einn leik fyrir í einu,“ sagði Sabin sem naut þess að spila fyrir framan áhorfendur sem settu svip sinn á leikinn. „Það er meiri orka í húsinu og meiri stemmning. Að heyra í stuðningsmönnunum og finna fyrir þeim gerir þetta skemmtilegra.“ Næsti leikur KR og Vals er á miðvikudaginn. Liðin hafa mæst þrívegis í vetur og allir leikirnir hafa endað með útisigri. „Allt tímabilið vorum við að tala um að ná heimavallarrétti en svo þurfum við hann ekki. Við erum betri á útivelli,“ sagði Sabin léttur en KR vann aðeins þrjá af ellefu heimaleikjum sínum í Domino's deildinni en níu af ellefu útileikjum. „Við finnum fyrir stuðningsmönnunum og okkur líður betur á heimavelli. Þú vilt frekar spila á heimavelli en útivelli þannig að við hlökkum til þess.“
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld KR Tengdar fréttir Skiptir ekki máli hverjir þetta eru þegar komið er út á völlinn Jakob Sigurðsson var örlagavaldur fyrir sína menn er KR vann Val með eins stigs mun í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. 16. maí 2021 22:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 98-99 | KR hafði betur í framlengdum spennutrylli Sú viðureign sem var hvað mest beðið eftir í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla var viðureign KR og Vals. Hún olli ekki vonbrigðum en KR vann fyrsta leik með eins stigs mun eftir framlengdan leik, lokatölur að Hlíðarenda 99-98 Íslandsmeisturunum í vil. 16. maí 2021 23:15 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Sjá meira
Skiptir ekki máli hverjir þetta eru þegar komið er út á völlinn Jakob Sigurðsson var örlagavaldur fyrir sína menn er KR vann Val með eins stigs mun í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. 16. maí 2021 22:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 98-99 | KR hafði betur í framlengdum spennutrylli Sú viðureign sem var hvað mest beðið eftir í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla var viðureign KR og Vals. Hún olli ekki vonbrigðum en KR vann fyrsta leik með eins stigs mun eftir framlengdan leik, lokatölur að Hlíðarenda 99-98 Íslandsmeisturunum í vil. 16. maí 2021 23:15