Rótin hlýtur Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar Sylvía Hall skrifar 17. maí 2021 18:14 Andrea Marel Þorsteinsdóttir, félagsmiðstöðinni Tjörninni, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, Guðrún Kaldal, framkvæmdastjóri félagsmiðstöðvarinnar Tjarnarinnar, Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs, Hrefna Þórarinsdóttir, forstöðumaður hinsegin félagsmiðstöðvar Tjarnarinnar og Samtakanna ’78, Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, ráðgjafi hjá Rótinni og Kristín I. Pálsdóttir, talskona og framkvæmdastjóri Rótarinnar. Reykjavíkurborg Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2021 voru afhent í dag í tengslum við mannréttindadag Reykjavíkurborgar. Að þessu sinni var það Rótin, félag um konur, áföll og vímugjafa, sem hlaut verðlaunin. Þetta er í fjórtánda sinn sem verðlaunin eru veitt en þau eru veitt þeim einstaklingum, félagasamtökum eða stofnunum sem hafa á „eftirtektarverðan hátt staðið vörð um mannréttindi,“ líkt og segir í tilkynningu. Handhafi mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar hlýtur að launum 600 þúsund krónur. „Félagið hefur haft mikil áhrif á umræðu með uppbyggilegri og rökstuddri gagnrýni innan málaflokksins, ekki síst á staðnað meðferðarkerfi. Félagið hefur hvatt hið opinbera til nútímalegrar stefnumótunar og aukins gæðaeftirlits og skrifað fjölda erinda til stjórnvalda, eftirlitsaðila og annarra sem koma að þessum málaflokki,” segir í umsögn valnefndar. Kristín I. Pálsdóttir, talskona og framkvæmdastjóri Rótarinnar, sagði við afhendinguna að viðurkenningin væri mikilvæg. Það skipti máli að viðurkenna mannréttindi þessa jaðarsetta hóps og vekja athygli á málstaðnum og starfseminni. Hvatningarverðlaun fyrir hinsegin félagsmiðstöð Hvatningarverðlaun mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráðs voru einnig veitt í dag en að þessu sinni var það Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna ´78 og Tjarnarinnar sem varð fyrir valinu. Hvatningarverðlaunin eru veitt fyrir þróunar- og nýbreytnistarf einstaklinga, borgarstofnana og fyrirtækja á sviði mannréttinda- og lýðræðismála fyrir verkefni sem þykja stuðla að auknu jafnræði, vinna gegn margþættri mismunun og leggja áherslu á jafna stöðu allra kynja. „Hinsegin félagsmiðstöðin hefur miðlað góðri fræðslu til skóla og félagsmiðstöðva um alla borg, fræðslu sem svo sannarlega er mikil þörf fyrir og hefur stuðlað að auknum skilningi á líðan og stöðu hinsegin barna og ungmenna,“ segir í rökstuðningi valnefndar. Í tilkynningu kemur fram að í félagsmiðstöðinni sé hinseginleikanum sérstaklega fagnað. Þar sé hann viðmið en ekki frávik og með því sé skapað öruggt rými fyrir þá einstaklinga sem sækja starfið. Mannréttindi Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Þetta er í fjórtánda sinn sem verðlaunin eru veitt en þau eru veitt þeim einstaklingum, félagasamtökum eða stofnunum sem hafa á „eftirtektarverðan hátt staðið vörð um mannréttindi,“ líkt og segir í tilkynningu. Handhafi mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar hlýtur að launum 600 þúsund krónur. „Félagið hefur haft mikil áhrif á umræðu með uppbyggilegri og rökstuddri gagnrýni innan málaflokksins, ekki síst á staðnað meðferðarkerfi. Félagið hefur hvatt hið opinbera til nútímalegrar stefnumótunar og aukins gæðaeftirlits og skrifað fjölda erinda til stjórnvalda, eftirlitsaðila og annarra sem koma að þessum málaflokki,” segir í umsögn valnefndar. Kristín I. Pálsdóttir, talskona og framkvæmdastjóri Rótarinnar, sagði við afhendinguna að viðurkenningin væri mikilvæg. Það skipti máli að viðurkenna mannréttindi þessa jaðarsetta hóps og vekja athygli á málstaðnum og starfseminni. Hvatningarverðlaun fyrir hinsegin félagsmiðstöð Hvatningarverðlaun mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráðs voru einnig veitt í dag en að þessu sinni var það Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna ´78 og Tjarnarinnar sem varð fyrir valinu. Hvatningarverðlaunin eru veitt fyrir þróunar- og nýbreytnistarf einstaklinga, borgarstofnana og fyrirtækja á sviði mannréttinda- og lýðræðismála fyrir verkefni sem þykja stuðla að auknu jafnræði, vinna gegn margþættri mismunun og leggja áherslu á jafna stöðu allra kynja. „Hinsegin félagsmiðstöðin hefur miðlað góðri fræðslu til skóla og félagsmiðstöðva um alla borg, fræðslu sem svo sannarlega er mikil þörf fyrir og hefur stuðlað að auknum skilningi á líðan og stöðu hinsegin barna og ungmenna,“ segir í rökstuðningi valnefndar. Í tilkynningu kemur fram að í félagsmiðstöðinni sé hinseginleikanum sérstaklega fagnað. Þar sé hann viðmið en ekki frávik og með því sé skapað öruggt rými fyrir þá einstaklinga sem sækja starfið.
Mannréttindi Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent