Kom að gaskútum og olíu: „Hefði ekki viljað hugsa þá hugsun til enda“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. maí 2021 19:36 Hátt í fimmtán ár eru frá því að Guðmundur óskaði eftir leyfi til niðurrifs. Þá var húsið að þolmörkum komið og miklar rakaskemmdir hafa fundist. Heimildin fékkst hins vegar aldrei og húsið fékk að grotna niður og er nú algjörlega ónýtt. Vísir/Arnar Halldórsson Hústökufólk hefur undanfarin ár hreiðrað um sig í litlu einbýlishúsi við Þórsgötu með fjölda gaskúta til upphitunar. Eigandi hússins þakkar fyrir að stórslys hafi ekki orðið en gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir sinnuleysi með því að hafa ítrekað synjað sér um heimild til þess að rífa húsið, sem löngu er orðið ónýtt. Hún var ófögur sjónin sem blasti við Guðmundi Kristinssyni, byggingameistara og húseiganda á Þórsgötu 6 í Reykjavík, þegar hann mætti þangað nýverið með Minjastofnun, í þeim tilgangi að fá heimild til þess að rífa húsið. Húsið var byggt árið 1920 og varð því sjálffriðað á síðasta ári en borgin hafði ekki gefið leyfi til niðurrifs, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þess efnis árum saman. Slökkti á öllu til að varna frekari skemmdum „Þegar ég kaupi húsið þá leigði ég það fyrst. Það var í skamman tíma því það var svo mikill sveppur í húsinu, þannig að fólk hætti að leigja hérna, og þá sá ég ekki annað fært en að taka af rafmagn, hita og vatn og sjá svo til hvað borgin myndi gera,“ segir hann. Húsið hefur staðið autt í mörg ár en Guðmundur hefur reglulega fundað með borginni í þeim tilgangi að fá að byggja þriggja hæða gistiheimili með tíu herbergjum. „Það kom fram hjá henni að hún myndi tefja málið svo þetta yrði friðað. Þannig er nú viðhorfið hjá borginni.“ Fjöldinn allur af gaskútum voru í húsinu. Engum til sóma að leyfa ónýtu húsinu að standa Hústökufólk hefur gert sig heimakært í húsinu undanfarin ár, en það var handtekið fyrir helgi vegna þjófnaðarbrota, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Stærðarinnar hengilás var festur á hurðina þegar Guðmundur kom þangað nýverið, og aftur í dag þegar hann hugðist fjarlægja gaskúta, bensínvökva og olíu úr húsinu. „Sem betur fer hefur ekki orðið tjón hérna. Við sjáum allt þetta gas og olíubrúsa hérna inni, ég hefði ekki viljað hugsa þá hugsun til enda ef slys hefði orðið.“ Guðmundur segir það engum til sóma að leyfa húsinu að standa, enda sé því ekki viðbjargandi. Hann segir að það sé við borgina að sakast a svona hafi farið. „Það á bara að rífa það.“ Reykjavík Húsavernd Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Hún var ófögur sjónin sem blasti við Guðmundi Kristinssyni, byggingameistara og húseiganda á Þórsgötu 6 í Reykjavík, þegar hann mætti þangað nýverið með Minjastofnun, í þeim tilgangi að fá heimild til þess að rífa húsið. Húsið var byggt árið 1920 og varð því sjálffriðað á síðasta ári en borgin hafði ekki gefið leyfi til niðurrifs, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þess efnis árum saman. Slökkti á öllu til að varna frekari skemmdum „Þegar ég kaupi húsið þá leigði ég það fyrst. Það var í skamman tíma því það var svo mikill sveppur í húsinu, þannig að fólk hætti að leigja hérna, og þá sá ég ekki annað fært en að taka af rafmagn, hita og vatn og sjá svo til hvað borgin myndi gera,“ segir hann. Húsið hefur staðið autt í mörg ár en Guðmundur hefur reglulega fundað með borginni í þeim tilgangi að fá að byggja þriggja hæða gistiheimili með tíu herbergjum. „Það kom fram hjá henni að hún myndi tefja málið svo þetta yrði friðað. Þannig er nú viðhorfið hjá borginni.“ Fjöldinn allur af gaskútum voru í húsinu. Engum til sóma að leyfa ónýtu húsinu að standa Hústökufólk hefur gert sig heimakært í húsinu undanfarin ár, en það var handtekið fyrir helgi vegna þjófnaðarbrota, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Stærðarinnar hengilás var festur á hurðina þegar Guðmundur kom þangað nýverið, og aftur í dag þegar hann hugðist fjarlægja gaskúta, bensínvökva og olíu úr húsinu. „Sem betur fer hefur ekki orðið tjón hérna. Við sjáum allt þetta gas og olíubrúsa hérna inni, ég hefði ekki viljað hugsa þá hugsun til enda ef slys hefði orðið.“ Guðmundur segir það engum til sóma að leyfa húsinu að standa, enda sé því ekki viðbjargandi. Hann segir að það sé við borgina að sakast a svona hafi farið. „Það á bara að rífa það.“
Reykjavík Húsavernd Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent