Furðar sig á forgangi Eurovision-hópsins Sylvía Hall skrifar 17. maí 2021 19:58 Gunnar Bragi segist hugsi yfir því hvernig slíkar ákvarðanatökur fara fram. Það hafi þó komið fram góð rök fyrir því að hleypa hópnum fram fyrir röð. Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann furðaði sig á því að Eurovision-hópur Íslands hefði fengið bólusetningu fyrir brottför til Hollands þar sem keppnin fer fram. Hópurinn var bólusettur að beiðni Ríkisútvarpsins en smit hefur nú komið upp í hópnum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í dag að fallist hafi verið á beiðnina í ljósi þess að hópurinn væri að fara út á vegum ríkisins og veiran væri í mikilli útbreiðslu í Hollandi. „Við höfum verið frekar treg á svona beiðnir en við gerðum það í þetta skipti. Auk þess höfum við verið að bólusetja fólk með afgangsbóluefni í lok dags og þannig höfum við verið að bólusetja allskonar hópa.“ Gunnari Braga þykir þetta furðulegt. Fólk sem sé með undirliggjandi sjúkdóma bíði enn eftir bólusetningu en „þetta júróvísjón“ sé sett í forgang, líkt og hann kemst að orði í færslunni. Í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag sagðist Gunnar Bragi einungis vera að velta fyrir sér forgangsröðuninni. Hann taki þó undir það að góð rök séu fyrir því að hleypa hópnum fram fyrir röð en hann spyrji hvers vegna ákvarðanatakan sé svo ógagnsæ. „Hvers vegna fær þessi hópur undanþágu en ekki einhver annar? Snýst þetta um það að þetta er ríkið að óska eftir því við ríkið að fá undanþágu?“ Hvað næst? Hann segist þó skilja mikilvægi þess að hópurinn geti tekið þátt í keppninni, enda fari þjóðin í mikinn gír þegar keppnin fer af stað. Flestir séu ánægðir með að geta fylgst með keppninni en það sé sjálfsagt að vekja athygli á málinu. „Þetta er vinsælt sjónvarpsefni og það eru margir sem fylgjast með þessu. Okkar menningarviðburðir og ég tala nú ekki um söngvara og tónlistarmenn, það styttir okkur stundir í þessu Covid-rugli öllu saman. Við að sjálfsögðu eigum að þakka fyrir það en það breytir því ekki að það fýkur svolítið í mann þegar maður veit að það er fólk sem bíður eftir og hefur kannski ekki fengið skýringar á því hvers vegna það fær ekki bólusetningu.“ Að mati Gunnars Braga er þó margt óljóst varðandi bólusetningar. „Hvað næst? Sinfónían þarf kannski að fara út og spila fyrir okkur einhvers staðar, á hún þá að fá forgang? Hvað með Þjóðleikhúsið? Er þetta bara ríkisstofnanir? Hvað með einkaaðila sem er boðið út að skemmta? Þetta er einhvern veginn hipsumhaps í kringum þessar bólusetningar, svo ég segi það nú bara.“ Reykjavík síðdegis Eurovision Bólusetningar Tengdar fréttir Gefa ekki upp hver er með Covid-19 Sendinefnd Íslendinga í Eurovision í Rotterdam hefur ákveðið að gefa ekki upp hver í hópnum er smitaður af Covid-19. 17. maí 2021 10:13 Ætlaði út að hlaupa og taka daginn rólega Sá sem greindist með kórónuveiruna í íslenska Eurovision-hópnum hefur ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist, að sögn fararstjóra hópsins. Viðkomandi hafi ætlað út að hlaupa og taka daginn rólega á meðan aðrir í hópnum færu á opnunarhátíð Eurovision - en af því varð vitanlega ekki. 16. maí 2021 18:18 Við hestaheilsu og vonast til að geta stigið á svið Daði Freyr og félagar hans í Gagnamagninu eru á leið á hótel íslenska hópsins í Rotterdam í Hollandi eftir að hafa farið í sýnatöku vegna Covid-19. Einstaklingur í íslenska teyminu greindist með Covid-19 í dag og var hópurinn af þeim sökum allur sendur rakleiðis í sýnatöku. 16. maí 2021 16:26 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í dag að fallist hafi verið á beiðnina í ljósi þess að hópurinn væri að fara út á vegum ríkisins og veiran væri í mikilli útbreiðslu í Hollandi. „Við höfum verið frekar treg á svona beiðnir en við gerðum það í þetta skipti. Auk þess höfum við verið að bólusetja fólk með afgangsbóluefni í lok dags og þannig höfum við verið að bólusetja allskonar hópa.“ Gunnari Braga þykir þetta furðulegt. Fólk sem sé með undirliggjandi sjúkdóma bíði enn eftir bólusetningu en „þetta júróvísjón“ sé sett í forgang, líkt og hann kemst að orði í færslunni. Í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag sagðist Gunnar Bragi einungis vera að velta fyrir sér forgangsröðuninni. Hann taki þó undir það að góð rök séu fyrir því að hleypa hópnum fram fyrir röð en hann spyrji hvers vegna ákvarðanatakan sé svo ógagnsæ. „Hvers vegna fær þessi hópur undanþágu en ekki einhver annar? Snýst þetta um það að þetta er ríkið að óska eftir því við ríkið að fá undanþágu?“ Hvað næst? Hann segist þó skilja mikilvægi þess að hópurinn geti tekið þátt í keppninni, enda fari þjóðin í mikinn gír þegar keppnin fer af stað. Flestir séu ánægðir með að geta fylgst með keppninni en það sé sjálfsagt að vekja athygli á málinu. „Þetta er vinsælt sjónvarpsefni og það eru margir sem fylgjast með þessu. Okkar menningarviðburðir og ég tala nú ekki um söngvara og tónlistarmenn, það styttir okkur stundir í þessu Covid-rugli öllu saman. Við að sjálfsögðu eigum að þakka fyrir það en það breytir því ekki að það fýkur svolítið í mann þegar maður veit að það er fólk sem bíður eftir og hefur kannski ekki fengið skýringar á því hvers vegna það fær ekki bólusetningu.“ Að mati Gunnars Braga er þó margt óljóst varðandi bólusetningar. „Hvað næst? Sinfónían þarf kannski að fara út og spila fyrir okkur einhvers staðar, á hún þá að fá forgang? Hvað með Þjóðleikhúsið? Er þetta bara ríkisstofnanir? Hvað með einkaaðila sem er boðið út að skemmta? Þetta er einhvern veginn hipsumhaps í kringum þessar bólusetningar, svo ég segi það nú bara.“
Reykjavík síðdegis Eurovision Bólusetningar Tengdar fréttir Gefa ekki upp hver er með Covid-19 Sendinefnd Íslendinga í Eurovision í Rotterdam hefur ákveðið að gefa ekki upp hver í hópnum er smitaður af Covid-19. 17. maí 2021 10:13 Ætlaði út að hlaupa og taka daginn rólega Sá sem greindist með kórónuveiruna í íslenska Eurovision-hópnum hefur ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist, að sögn fararstjóra hópsins. Viðkomandi hafi ætlað út að hlaupa og taka daginn rólega á meðan aðrir í hópnum færu á opnunarhátíð Eurovision - en af því varð vitanlega ekki. 16. maí 2021 18:18 Við hestaheilsu og vonast til að geta stigið á svið Daði Freyr og félagar hans í Gagnamagninu eru á leið á hótel íslenska hópsins í Rotterdam í Hollandi eftir að hafa farið í sýnatöku vegna Covid-19. Einstaklingur í íslenska teyminu greindist með Covid-19 í dag og var hópurinn af þeim sökum allur sendur rakleiðis í sýnatöku. 16. maí 2021 16:26 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Sjá meira
Gefa ekki upp hver er með Covid-19 Sendinefnd Íslendinga í Eurovision í Rotterdam hefur ákveðið að gefa ekki upp hver í hópnum er smitaður af Covid-19. 17. maí 2021 10:13
Ætlaði út að hlaupa og taka daginn rólega Sá sem greindist með kórónuveiruna í íslenska Eurovision-hópnum hefur ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist, að sögn fararstjóra hópsins. Viðkomandi hafi ætlað út að hlaupa og taka daginn rólega á meðan aðrir í hópnum færu á opnunarhátíð Eurovision - en af því varð vitanlega ekki. 16. maí 2021 18:18
Við hestaheilsu og vonast til að geta stigið á svið Daði Freyr og félagar hans í Gagnamagninu eru á leið á hótel íslenska hópsins í Rotterdam í Hollandi eftir að hafa farið í sýnatöku vegna Covid-19. Einstaklingur í íslenska teyminu greindist með Covid-19 í dag og var hópurinn af þeim sökum allur sendur rakleiðis í sýnatöku. 16. maí 2021 16:26