Lífið

Daði og Gagna­magnið enn í sótt­kví

Sylvía Hall skrifar
Daði Freyr Pétursson og Gagnamagnið munu stíga á stokk í Rotterdam 20. maí ef næsta próf reynist einnig neikvætt. 
Daði Freyr Pétursson og Gagnamagnið munu stíga á stokk í Rotterdam 20. maí ef næsta próf reynist einnig neikvætt.  Baldur Kristjánsson

Daði Freyr og Gagnamagnið eru enn í sóttkví og munu fara í annað PCR-próf á miðvikudag. Smit kom upp í íslenska hópnum í gær en greint var frá því fyrr í kvöld að enginn annar í hópnum væri smitaður.

„Allur íslenski hópurinn mun gangast undir önnur próf, á miðvikudags- og fimmtudagsmorgun, og ef sama niðurstaða fæst – og enginn í hópnum sýnir einkenni - munu Daði og Gagnamagnið stíga á svið á hinu svokallaða dómararennsli á miðvikudagskvöld og einnig í undanúrslitunum á fimmtudagskvöldið,“ segir í tilkynningu frá RÚV. 

Hópurinn er afar sáttur með þróun mála en verður áfram í sóttkví fram að næsta prófi á miðvikudag.

Ekki hefur verið gefið upp hver í íslenska hópnum greindist með veiruna, en þó hefur verið staðfest að viðkomandi sé ekki í hópnum sem kemur fram á sviðinu. Daði fagnaði jákvæðum fréttum eftir skimanir gærdagsins á Facebook-síðu sinni í kvöld.

„Gagnamagnið fékk neikvæða niðurstöðu úr skimunum. Við erum enn í sóttkví á hótelinu og förum í annað próf á miðvikudag,“ skrifar Daði sem þakkar hlýjar kveðjur.


Tengdar fréttir

Ekki fleiri smit í íslenska hópnum

Ekkert smit greindist í sýnatöku íslenska Eurovision-hópsins eftir að einn úr hópnum greindist með veiruna í gær. Þau þrettán sem eru í hópnum fóru í skimun í gær en sá sem greindist í gær er ekki á meðal þeirra sem koma fram í atriðinu sjálfu.

Gefa ekki upp hver er með Covid-19

Sendinefnd Íslendinga í Eurovision í Rotterdam hefur ákveðið að gefa ekki upp hver í hópnum er smitaður af Covid-19. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.