Innlent

Play byrjað að selja miða og fyrstu 1.000 fá frítt flug

Hólmfríður Gísladóttir skrifar

Flugfélagið Play hefur opnað heimasíðu sína þar sem nú má bóka ferðir til sjö áfangastaða; Alicante, Barcelona, Berlín, Kaupmannahafnar, Parísar, London og Tenerife.

Töluverður fjöldi virðist vera að reyna að komast inn á flyplay.com nú í morgunsárið, enda fengu þeir sem höfðu skráð sig á póstlista Play forskot til að ná sér í þau 1.000 fríu flugsæti sem félagið hefur ákveðið að gefa í tilefni flugtaks.

Samkvæmt tilkynningu sem barst rétt í þessu er enn hægt að næla sér í frí sæti.

„Við erum auðvitað alsæl með að sala sé loksins hafin. Viðtökur hafa verið mjög góðar og við erum ánægð með þennan áhuga sem Íslendingar sýna nýju flugfélagi. Það má alltaf fagna samkeppni á íslenskum markaði“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play.

Samkvæmt tilkynningunni mun félagið bjóða upp á sveigjanlega skilmála vegna Covid-19.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×