Gæti óvænt snúið aftur á EM eftir langt hlé vegna kynlífsmyndbandskúgunar Sindri Sverrisson skrifar 18. maí 2021 07:30 Karim Benzema hefur verið frábær fyrir Real Madrid í mörg ár. Getty/Juan Manuel Serrano Arce Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, tilkynnir í kvöld hvaða 26 leikmenn hann ætlar að taka með á EM í júní. Mögulegt er að Karim Benzema verði í þeim hópi. Þetta segir franski miðillinn L'Equipe í dag. Blaðið segir þó ljóst að endurkoma Benzema kæmi mjög á óvart en hann hefur ekki verið valinn í franska landsliðið síðan árið 2015. Benzema missti þannig af EM 2016, þegar Frakkar unnu silfur, og HM 2018 þar sem Frakkar unnu gull. Aðalástæða þess að hann hefur ekki verið valinn síðustu ár er þáttur hans í að fjárkúga Mathieu Valbuena, þáverandi félaga hans í landsliðinu, með hótunum um að birta kynlífsmyndband af Valbuena. Benzema hefur aftur á móti verið lykilleikmaður hjá Real Madrid í mörg ár. Frá því að hann datt út úr landsliðinu fyrir hálfu sjötta ári hefur hann meðal annars orðið tvisvar Spánarmeistari og fjórum sinnum Evrópumeistari. Hann var á sunnudaginn valinn besti Frakkinn sem spilar utan heimalandsins. L'Equipe segir að Deschamps komi til með að velja Antoine Griezmann, Kylian Mbappé, Kingsley Coman, Olivier Giroud, Ousmane Dembélé, Wissam Ben Yedder og Anthony Martial, en að þá verði enn pláss fyrir tvo leikmenn framarlega á vellinum. Thomas Lemar, sem glímt hefur við meiðsli, gæti orðið annar þeirra en Benzema mögulega hinn. Evrópumótið hefst 11. júní. Frakkar eru í algjörum dauðariðli, riðlinum sem Ísland hefði leikið í ef liðið hefði komist á mótið. Frakkar mæta Þýskalandi í fyrsta leik, 15. júní, því næst Ungverjalandi og loks Portúgal. EM 2020 í fótbolta Fjárkúgunarmál Karims Benzema Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira
Þetta segir franski miðillinn L'Equipe í dag. Blaðið segir þó ljóst að endurkoma Benzema kæmi mjög á óvart en hann hefur ekki verið valinn í franska landsliðið síðan árið 2015. Benzema missti þannig af EM 2016, þegar Frakkar unnu silfur, og HM 2018 þar sem Frakkar unnu gull. Aðalástæða þess að hann hefur ekki verið valinn síðustu ár er þáttur hans í að fjárkúga Mathieu Valbuena, þáverandi félaga hans í landsliðinu, með hótunum um að birta kynlífsmyndband af Valbuena. Benzema hefur aftur á móti verið lykilleikmaður hjá Real Madrid í mörg ár. Frá því að hann datt út úr landsliðinu fyrir hálfu sjötta ári hefur hann meðal annars orðið tvisvar Spánarmeistari og fjórum sinnum Evrópumeistari. Hann var á sunnudaginn valinn besti Frakkinn sem spilar utan heimalandsins. L'Equipe segir að Deschamps komi til með að velja Antoine Griezmann, Kylian Mbappé, Kingsley Coman, Olivier Giroud, Ousmane Dembélé, Wissam Ben Yedder og Anthony Martial, en að þá verði enn pláss fyrir tvo leikmenn framarlega á vellinum. Thomas Lemar, sem glímt hefur við meiðsli, gæti orðið annar þeirra en Benzema mögulega hinn. Evrópumótið hefst 11. júní. Frakkar eru í algjörum dauðariðli, riðlinum sem Ísland hefði leikið í ef liðið hefði komist á mótið. Frakkar mæta Þýskalandi í fyrsta leik, 15. júní, því næst Ungverjalandi og loks Portúgal.
EM 2020 í fótbolta Fjárkúgunarmál Karims Benzema Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira