Að lesa landið Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar 18. maí 2021 08:01 Ég byrjaði ung að lesa ljóð því mér fannst ég lesa of lítið. Þegar ég var spurð hvað ég læsi margar bækur á ári svaraði ég iðulega í ljóðabókum – ég var svo fljót að fletta í gegnum þær. Ég las t.a.m. sjálfa Arf öreigans eftir Heiðrek Guðmundsson og sú setning sem situr sem fastast í mér er úr ljóði hans Ég minnist þess: „Þeim líður bezt, sem lítið veit og sér og lokast inni í fjallahringnum bláa.“ Nokkru síðar á lífsleiðinni las ég Guðberg Bergsson sem lýsti Vestfjörðum á svo stórfenglegan hátt: „Tilfinningalíf manns er það fjölhæft og vel gert að það getur til að mynda fundið fyrir frelsi í innilokun. [...] Þarna er einhver hreinleiki eða þær línur í landslagi og skapgerð manna sem hvergi er að finna annars staðar.“ Þótt fegurðina megi finna víða í náttúrunni eða í ljóðum skilja þeir best sem geta lesið landið. Ég skil sem dæmi Jón Helgason og brot úr ljóði hans Áfangar: Ærið er bratt við Ólafsfjörð,ógurleg klettahöllin;teygist hinn myrki múli fram,minnist við boðaföllin; Við sem lesum landið og byggjum ból okkar í fjallahringnum skiljum líka að of mikil innilokun fer illa með okkur. Frá því ljóð Jóns Helgasonar birtist fyrst á prenti árið 1948 hefur margt breyst við Ólafsfjörð. Fyrst með tilkomu Múlavegar (hins gamla) og síðar með Múlagöngum. Göngin eru barn síns tíma, einbreið og bjóða upp á erfiðleika sökum umferðarþunga að sumarlagi. Þá þjóna þau vart tilgangi á veturna þar sem nýi vegurinn um Múlann er oft ófær, ekki síst vegna snjóflóðahættu. Við í Fjallabyggð trúum því að samgöngumálin verði bætt og köllum eftir því. Fólk er vissulega misjanflega þolinmótt. Sumir nenna að bíða lengur en aðrir. Það er nefnilega ekki svo langt síðan einhverjir óprúttnir ákváðu að sprengja sprengju í Múlagöngum. Hefur það efalaust þótt hin mesta skemmtun að reyna á eldfima klæðninguna enda var síðasta áramótabrenna ekki með því móti sem hún átti að vera. Þó að sprengingin hafi ekki verið neitt spaugsmál sögðu íbúar samt sem áður í gamni: „Hugsjónamenn. Þeim hefur kannski fundist Vegagerðin ekki standa sig í breikkun ganganna og vildu hefja framkvæmdir sem fyrst.“ Við skulum ekki gleyma því að öllu gríni fylgir einhver alvara. Kæri lesandi, lífæð íslensks samfélags er tengingin. Hér er ekki einungis átt við Fjallabyggð eða malbik. Innilokun leynist víða hvort sem við erum stödd á Seyðisfirði, í innsveitum eða úti í Hrísey. Málið snýst jú um vegi í víðu samhengi en einnig um rafmagn, ljósleiðara, verslun og allt það sem okkur þykir sjálfsagt að hafa aðgengi að. Þeir sem kjósa að búa á landsbyggðinni kjósa líka öryggi. Þeir kjósa að þær undirstöður sem skapa gott og heilbrigt nútímasamfélag séu í lagi. Sé undirstaðan veik á fólk sér síður nokkra framsýn. Okkar markmið á að vera að tengja okkur saman en ekki skapa sundrung. Samgöngur eru lífsgæði og fyrsta skrefið í rétta átt er ávallt að lesa landið, línur þess og skilja þarfir fólksins. Höfundur er frambjóðandi í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og íbúi í Fjallabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Fjallabyggð Samgöngur Norðausturkjördæmi Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Ég byrjaði ung að lesa ljóð því mér fannst ég lesa of lítið. Þegar ég var spurð hvað ég læsi margar bækur á ári svaraði ég iðulega í ljóðabókum – ég var svo fljót að fletta í gegnum þær. Ég las t.a.m. sjálfa Arf öreigans eftir Heiðrek Guðmundsson og sú setning sem situr sem fastast í mér er úr ljóði hans Ég minnist þess: „Þeim líður bezt, sem lítið veit og sér og lokast inni í fjallahringnum bláa.“ Nokkru síðar á lífsleiðinni las ég Guðberg Bergsson sem lýsti Vestfjörðum á svo stórfenglegan hátt: „Tilfinningalíf manns er það fjölhæft og vel gert að það getur til að mynda fundið fyrir frelsi í innilokun. [...] Þarna er einhver hreinleiki eða þær línur í landslagi og skapgerð manna sem hvergi er að finna annars staðar.“ Þótt fegurðina megi finna víða í náttúrunni eða í ljóðum skilja þeir best sem geta lesið landið. Ég skil sem dæmi Jón Helgason og brot úr ljóði hans Áfangar: Ærið er bratt við Ólafsfjörð,ógurleg klettahöllin;teygist hinn myrki múli fram,minnist við boðaföllin; Við sem lesum landið og byggjum ból okkar í fjallahringnum skiljum líka að of mikil innilokun fer illa með okkur. Frá því ljóð Jóns Helgasonar birtist fyrst á prenti árið 1948 hefur margt breyst við Ólafsfjörð. Fyrst með tilkomu Múlavegar (hins gamla) og síðar með Múlagöngum. Göngin eru barn síns tíma, einbreið og bjóða upp á erfiðleika sökum umferðarþunga að sumarlagi. Þá þjóna þau vart tilgangi á veturna þar sem nýi vegurinn um Múlann er oft ófær, ekki síst vegna snjóflóðahættu. Við í Fjallabyggð trúum því að samgöngumálin verði bætt og köllum eftir því. Fólk er vissulega misjanflega þolinmótt. Sumir nenna að bíða lengur en aðrir. Það er nefnilega ekki svo langt síðan einhverjir óprúttnir ákváðu að sprengja sprengju í Múlagöngum. Hefur það efalaust þótt hin mesta skemmtun að reyna á eldfima klæðninguna enda var síðasta áramótabrenna ekki með því móti sem hún átti að vera. Þó að sprengingin hafi ekki verið neitt spaugsmál sögðu íbúar samt sem áður í gamni: „Hugsjónamenn. Þeim hefur kannski fundist Vegagerðin ekki standa sig í breikkun ganganna og vildu hefja framkvæmdir sem fyrst.“ Við skulum ekki gleyma því að öllu gríni fylgir einhver alvara. Kæri lesandi, lífæð íslensks samfélags er tengingin. Hér er ekki einungis átt við Fjallabyggð eða malbik. Innilokun leynist víða hvort sem við erum stödd á Seyðisfirði, í innsveitum eða úti í Hrísey. Málið snýst jú um vegi í víðu samhengi en einnig um rafmagn, ljósleiðara, verslun og allt það sem okkur þykir sjálfsagt að hafa aðgengi að. Þeir sem kjósa að búa á landsbyggðinni kjósa líka öryggi. Þeir kjósa að þær undirstöður sem skapa gott og heilbrigt nútímasamfélag séu í lagi. Sé undirstaðan veik á fólk sér síður nokkra framsýn. Okkar markmið á að vera að tengja okkur saman en ekki skapa sundrung. Samgöngur eru lífsgæði og fyrsta skrefið í rétta átt er ávallt að lesa landið, línur þess og skilja þarfir fólksins. Höfundur er frambjóðandi í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og íbúi í Fjallabyggð.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun