Adolf Ingi leiðir fyrsta hóp erlendra ferðamanna um landið Jakob Bjarnar skrifar 18. maí 2021 16:17 Adolf Ingi er kominn á stjá með hóp erlendra ferðamanna, átta Bandaríkjamenn fara nú kátir hringinn. Til stendur að ljúka leiðangrinum við gosið. aðsend Ferðaþjónustan er komin í fyrsta gír. Adolf Ingi Erlingsson fararstjóri með meiru er nú á ferðalagi með hóp Bandaríkjamanna, hringinn í kringum landið. Eftir því sem næst verður komist er þetta fyrsti hópur erlendra ferðamanna sem leggur land undir fót í hópferð. Adolf Ingi er með átta Bandaríkjamenn og er nú staddur á Siglufirði. Þau lögðu upp á föstudag en ljúka ferðinni morgun með að fara á gosið. Kanarnir kátir með að vera „pioneers“ „Við erum komin af stað,“ segir Adolf Ingi í samtali við Vísi og er á honum að heyra að honum sé létt. Honum sýnist þetta vera fyrsti hópur erlendra ferðamanna sem kominn er á stjá. „Ég vissi að þetta var fyrsti hópurinn hjá okkur hjá Artic Adventures. Þau á hótelum og veitingastöðum reka upp stór augu. Við erum einskonar brautryðjendur og þeir eru hreyknir af því Kanarnir mínir, að vera „pioneers“. Á Djúpavogi, á hótelinu á Akureyri, Dalvík, alls staðar fyrsti hópurinn sem lætur sjá sig í átta mánuði.“ Adolf Ingi segir sína Kana vera allstaðar að frá Bandaríkjunum, Chicago, Miami, Ohio … og það gengur vel. „En þetta er skrítið, eftir allan þennan tíma þegar ekkert hefur verið um að vera er misjafnt hvað er opið. Ákaflega rólegt og maður sér svona einn og einn ferðamann á bílaleigubílum. Og hafa verið síðustu vikuna. En þetta er fyrsti hópurinn sem þeir sjá.“ Ísland framarlega með að opna fyrir ferðamenn Nú eru þetta eingöngu Banaríkjamenn sem koma en þeir hafa fengið bólusetningu. Og þeir eru glaðir að geta ferðast, loks, eftir að kórónuveirufaraldurinn brast á. „Það eru ein hjón í túrnum en þetta er í fimmta skipti sem þau koma til Íslands. Þeim líkar það svo vel að þau koma aftur og aftur. Ætluðu að vera að ferðast um Rússland með Síberíulestinni frægu en það gekk ekki upp þannig að þau ákváðu að fara aftur til Íslands fyrst það stóð til boða.“ Adolf Ingi segir að svo virðist sem Ísland sé með fyrstu löndum til að opna fyrir ferðamennsku. „Það kom mér á óvart, við erum með þeim fyrstu sem erum bæði búin að opna fyrir að hingað sé hægt að ferðast og að þetta sé öruggt umhverfi,“ segir fararstjórinn káti en þegar hann kvaddi blaðamann voru Siglfirskir krakkar ávarpa hópinn á ensku, glaðir að sjá erlenda ferðamenn á ný, kannski búnir að fá sig fullsödd af hinum íslensku? Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Adolf Ingi endurráðinn og farinn á flakk með ferðamenn á ný Adolf Ingi Erlingsson ökuleiðsögumaður fór sinn fyrsta leiðangur með ferðamenn í gær. Hann segir að eldgosið sé og eigi eftir að reynast gríðarlegt aðdráttarafl. 5. maí 2021 11:24 Sannleikurinn um íslenska ferðamenn sem enginn þori að segja upphátt Egill Páll Egilsson, Húsvíkingur og blaðamaður á Vikublaðinu, telur starfsfólk í ferðamennsku margt hvert óttast annað íslenskt ferðasumar. Stór hluti Íslendinga gleymi nefnilega öllum mannasiðum um leið og það setur niður í ferðatösku. 17. maí 2021 22:00 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Eftir því sem næst verður komist er þetta fyrsti hópur erlendra ferðamanna sem leggur land undir fót í hópferð. Adolf Ingi er með átta Bandaríkjamenn og er nú staddur á Siglufirði. Þau lögðu upp á föstudag en ljúka ferðinni morgun með að fara á gosið. Kanarnir kátir með að vera „pioneers“ „Við erum komin af stað,“ segir Adolf Ingi í samtali við Vísi og er á honum að heyra að honum sé létt. Honum sýnist þetta vera fyrsti hópur erlendra ferðamanna sem kominn er á stjá. „Ég vissi að þetta var fyrsti hópurinn hjá okkur hjá Artic Adventures. Þau á hótelum og veitingastöðum reka upp stór augu. Við erum einskonar brautryðjendur og þeir eru hreyknir af því Kanarnir mínir, að vera „pioneers“. Á Djúpavogi, á hótelinu á Akureyri, Dalvík, alls staðar fyrsti hópurinn sem lætur sjá sig í átta mánuði.“ Adolf Ingi segir sína Kana vera allstaðar að frá Bandaríkjunum, Chicago, Miami, Ohio … og það gengur vel. „En þetta er skrítið, eftir allan þennan tíma þegar ekkert hefur verið um að vera er misjafnt hvað er opið. Ákaflega rólegt og maður sér svona einn og einn ferðamann á bílaleigubílum. Og hafa verið síðustu vikuna. En þetta er fyrsti hópurinn sem þeir sjá.“ Ísland framarlega með að opna fyrir ferðamenn Nú eru þetta eingöngu Banaríkjamenn sem koma en þeir hafa fengið bólusetningu. Og þeir eru glaðir að geta ferðast, loks, eftir að kórónuveirufaraldurinn brast á. „Það eru ein hjón í túrnum en þetta er í fimmta skipti sem þau koma til Íslands. Þeim líkar það svo vel að þau koma aftur og aftur. Ætluðu að vera að ferðast um Rússland með Síberíulestinni frægu en það gekk ekki upp þannig að þau ákváðu að fara aftur til Íslands fyrst það stóð til boða.“ Adolf Ingi segir að svo virðist sem Ísland sé með fyrstu löndum til að opna fyrir ferðamennsku. „Það kom mér á óvart, við erum með þeim fyrstu sem erum bæði búin að opna fyrir að hingað sé hægt að ferðast og að þetta sé öruggt umhverfi,“ segir fararstjórinn káti en þegar hann kvaddi blaðamann voru Siglfirskir krakkar ávarpa hópinn á ensku, glaðir að sjá erlenda ferðamenn á ný, kannski búnir að fá sig fullsödd af hinum íslensku?
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Adolf Ingi endurráðinn og farinn á flakk með ferðamenn á ný Adolf Ingi Erlingsson ökuleiðsögumaður fór sinn fyrsta leiðangur með ferðamenn í gær. Hann segir að eldgosið sé og eigi eftir að reynast gríðarlegt aðdráttarafl. 5. maí 2021 11:24 Sannleikurinn um íslenska ferðamenn sem enginn þori að segja upphátt Egill Páll Egilsson, Húsvíkingur og blaðamaður á Vikublaðinu, telur starfsfólk í ferðamennsku margt hvert óttast annað íslenskt ferðasumar. Stór hluti Íslendinga gleymi nefnilega öllum mannasiðum um leið og það setur niður í ferðatösku. 17. maí 2021 22:00 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Adolf Ingi endurráðinn og farinn á flakk með ferðamenn á ný Adolf Ingi Erlingsson ökuleiðsögumaður fór sinn fyrsta leiðangur með ferðamenn í gær. Hann segir að eldgosið sé og eigi eftir að reynast gríðarlegt aðdráttarafl. 5. maí 2021 11:24
Sannleikurinn um íslenska ferðamenn sem enginn þori að segja upphátt Egill Páll Egilsson, Húsvíkingur og blaðamaður á Vikublaðinu, telur starfsfólk í ferðamennsku margt hvert óttast annað íslenskt ferðasumar. Stór hluti Íslendinga gleymi nefnilega öllum mannasiðum um leið og það setur niður í ferðatösku. 17. maí 2021 22:00