Sport

Dag­skráin í dag: Úr­slita­ein­vígi KR og Vals heldur á­fram, spennandi leikur í Eyjum og Lakers mætir Warri­ors í um­spili NBA

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þessir tveir frábæru leikmenn mætast í nótt.
Þessir tveir frábæru leikmenn mætast í nótt. Harry How/Getty Images

Við fögnum miðri viku með 12 beinum útsendingum. Úrslitaeinvígi KR og Vals í Domino´s deild karla í körfubolta heldur áfram. Umspil NBA-deildarinnar í körfubolta hefst og þá er fjöldi leikja í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta á dagskrá.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.45 hefst upphitun fyrir leik kvöldsins í Domino´s deild karla. Klukkan 20.10 hefst svo leikur KR og Vals. KR er 1-0 yfir í einvíginu en vinna þarf þrjá leiki til að fara áfram. Körfuboltakvöld er svo á dagskrá klukkan 22.00 þar sem farið verður yfir allt það helsta.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 16.20 hefst leikur Casademont Zaragoza og Tenerife í ABC-deildinni á Spáni. Tryggvi Snær Hlinason leikur með liði Zaragoza. Klukkan 19.10 er komið að leik Gran Canaria og Valencia í sömu deild. Martin Hermannsson leikur með síðarnefnda liðinu.

Klukkan 22.30 hefst leikur Memphis Grizzlies og San Antonio Spurs í umspili NBA-deildarinnar. Klukkan 02.00 er svo stórleikur Los Angeles Lakers og Golden State Warriors á dagskrá.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 17.50 hefst leikur ÍBV og Vals í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu. Eyjakonur unnu Íslandsmeistara Breiðabliks á heimavelli síðast og ljóst að það verður hörkuleikur í Eyjum í dag.

Stöð2.is

Klukkan 17.50 hefjast leikir Þór/KA og Stjörnunnar annars vegar og Breiðabliks og Tindastóls hins vegar í Pepsi Max deild kvenna. Klukkan 19.50 hefst svo útsending frá leikjum Þróttar Reykjavíkur og Selfoss ásamt Fylkis og Keflavíkur í sömu deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×