Frá þessu segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Hiti verður á bilinu einu til ellefu stigum að deginum, þar sem mildast verður suðvestantil.
„Á morgun er þó útlit fyrir að dragi úr ofankomu á Norðaustur- og Austurlandi um stundarsakir en um helgina bætir aftur í norðaustanáttina með rigningu eða slyddu austantil.
Kalt er á landinu, einkum þó norðan- og austanlands þar sem hiti verður ekki mikið yfir frostmarki en á Suður- og Vesturlandi gætu mælst tveggja stafa tölur yfir daginn.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag og föstudag: Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og að mestu léttskýjað en skúrir sunnanlands. Hiti 3 til 11 stig, hlýjast vestantil.
Á laugardag: Austan og norðaustan átt og rigning eða slydda norðan- og austantil en annars skýjað með köflum og stöku skúr. Hiti 2 til 10 stig að deginum.
Á sunnudag (hvítasunnudagur): Norðaustan strekkingur og rigning eða slydda norðaustan- og austanlands annars bjart með köflum en hægari vindur og stöku skúr á Suðurlandi. Hiti breytist lítið.
Á mánudag (annar í hvítasunnu): Norðaustlæg átt með rigningu eða slyddu austantil en annars bjartviðri.
Á þriðjudag: Útlit fyrir suðaustanátt með rigningu vestantil en annars þurrt. Hlýnandi.