Einn í Gagnamagninu með Covid-19 Stefán Árni Pálsson skrifar 19. maí 2021 10:15 Daði Freyr og Gagnamagnið lögðu af stað frá RÚV í nótt. Snemma í morgun fóru átta úr íslenska Eurovision-hópnum í Rotterdam í skimun fyrir kórónuveirunni, þar á meðal Daði og Gagnamagnið. Svo segir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. Niðurstöður úr skimuninni bárust rétt í þessu og í ljós kom að einn meðlimur Gagnamagnsins reyndist smitaður. Í tilkynningunni segir að nánari upplýsingar verði veittar síðar. Fyrirhugað var að Daði og Gagnamagnið myndu æfa í dag og flytja lagið 10 Years í Ahoy-höllinni í Rotterdam, en í kvöld fer síðan fram dómararennslið mikilvæga sem hefur jafn mikið vægi og kosningin annað kvöld. Ísland keppir í seinni undanriðlinum í Rotterdam annað kvöld. Nú er aftur á móti staðan óljós, hvort íslenski hópurinn fái að koma inn í Ahoy-höllina í dag til að æfa og síðan flytja lagið á dómararennslinu í kvöld. Áður hafði einn úr íslenska Eurovision-hópnum greinst með Covid-19 en sá var ekki í Gagnamagninu. Nú er það ljóst að tveir einstaklingar hafa greinst með Covid-19 af þeim sem fóru út fyrir Íslands hönd og RÚV. Eurovision-hópurinn var bólusettur með Janssen-bóluefninu fyrir förina til Hollands. Allir í íslenska hópnum sem ekki höfðu áður fengið bólusetningu gegn kórónuveirunni voru bólusettir með bóluefninu fyrir um tíu dögum, skömmu áður en haldið var til Rotterdam. Fram kemur á vef Lyfjastofnunar að bóluefni Janssen hafi um 67 prósent virkni tveimur vikum eftir bólusetningu. Kemur ekki á óvart „Þetta er ekki nema tíu dögum eftir bólusetninguna. Eins og við vitum þá tekur tvær til þrjár vikur fyrir bóluefni að ná fullri virkni. Bólusettir geta fengið veiruna jafnvel í nefkokið og nefið án þess að veikjast. Þetta er það sem við erum að meina þegar við tölum um að skima áfram og að bólusettir gæti fyllstu varúðar,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir í samtali við fréttastofu á mánudaginn en það kom honum ekki á óvart að einn úr hópnum hefði smitast. Nú eru þeir hins vegar orðnir tveir. Fyrir keppni var alltaf ljóst að þessi staða gæti komið upp og því er búið að gera ráð fyrir slíkum vandamálum. Framlag okkar Íslands verður alltaf með í keppninni og ef til þess kemur verður myndbandsupptaka af atriðinu spiluð í dómararennslinu og annað kvöld á seinna undankvöldinu. Sú upptaka sem verður notuð er frá annarri æfingu hópsins í Rotterdam. Hér fyrir neðan má sjá stutt brot úr upptökunni af annarri æfingunni. Rúnar Freyr Gíslason, fjölmiðlafulltrúi íslenska hópsins, segir í samtali við fréttastofu að núna bíði hópurinn eftir nánari fyrirmælum frá Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU. Eurovision Íslendingar erlendis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Líður ekki eins og hann sé í Eurovision lengur Daði Freyr segir það hálf súrrealískt að vera kominn út til Hollands til að keppa í Eurovision en vera fastur í sóttkví. „Við erum bara búin að vera uppi á hótelherbergi að bíða og manni líður ekkert eins og maður sé í Eurovision lengur. Svo á morgun eigum við bara að fara beint inn í generalprufu. Þetta er alveg súrrealískt.“ 18. maí 2021 11:53 Gefa ekki upp hver er með Covid-19 Sendinefnd Íslendinga í Eurovision í Rotterdam hefur ákveðið að gefa ekki upp hver í hópnum er smitaður af Covid-19. 17. maí 2021 10:13 Eurovisionvaktin: Engum hlíft á fyrra undankvöldinu Fyrra undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2021 verður haldið í Ahoy-höllinni í Rotterdam í kvöld. Hér í Eurovisionvaktinni, sem finna má neðst í fréttinni, fylgist sérlegur Eurovision-sérfræðingur Vísis með atriðum kvöldsins; rýnir þau, dæmir og setur jafnvel í sögulegt samhengi. Ekkert er henni óviðkomandi - og engum verður hlíft. 18. maí 2021 17:31 Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
Niðurstöður úr skimuninni bárust rétt í þessu og í ljós kom að einn meðlimur Gagnamagnsins reyndist smitaður. Í tilkynningunni segir að nánari upplýsingar verði veittar síðar. Fyrirhugað var að Daði og Gagnamagnið myndu æfa í dag og flytja lagið 10 Years í Ahoy-höllinni í Rotterdam, en í kvöld fer síðan fram dómararennslið mikilvæga sem hefur jafn mikið vægi og kosningin annað kvöld. Ísland keppir í seinni undanriðlinum í Rotterdam annað kvöld. Nú er aftur á móti staðan óljós, hvort íslenski hópurinn fái að koma inn í Ahoy-höllina í dag til að æfa og síðan flytja lagið á dómararennslinu í kvöld. Áður hafði einn úr íslenska Eurovision-hópnum greinst með Covid-19 en sá var ekki í Gagnamagninu. Nú er það ljóst að tveir einstaklingar hafa greinst með Covid-19 af þeim sem fóru út fyrir Íslands hönd og RÚV. Eurovision-hópurinn var bólusettur með Janssen-bóluefninu fyrir förina til Hollands. Allir í íslenska hópnum sem ekki höfðu áður fengið bólusetningu gegn kórónuveirunni voru bólusettir með bóluefninu fyrir um tíu dögum, skömmu áður en haldið var til Rotterdam. Fram kemur á vef Lyfjastofnunar að bóluefni Janssen hafi um 67 prósent virkni tveimur vikum eftir bólusetningu. Kemur ekki á óvart „Þetta er ekki nema tíu dögum eftir bólusetninguna. Eins og við vitum þá tekur tvær til þrjár vikur fyrir bóluefni að ná fullri virkni. Bólusettir geta fengið veiruna jafnvel í nefkokið og nefið án þess að veikjast. Þetta er það sem við erum að meina þegar við tölum um að skima áfram og að bólusettir gæti fyllstu varúðar,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir í samtali við fréttastofu á mánudaginn en það kom honum ekki á óvart að einn úr hópnum hefði smitast. Nú eru þeir hins vegar orðnir tveir. Fyrir keppni var alltaf ljóst að þessi staða gæti komið upp og því er búið að gera ráð fyrir slíkum vandamálum. Framlag okkar Íslands verður alltaf með í keppninni og ef til þess kemur verður myndbandsupptaka af atriðinu spiluð í dómararennslinu og annað kvöld á seinna undankvöldinu. Sú upptaka sem verður notuð er frá annarri æfingu hópsins í Rotterdam. Hér fyrir neðan má sjá stutt brot úr upptökunni af annarri æfingunni. Rúnar Freyr Gíslason, fjölmiðlafulltrúi íslenska hópsins, segir í samtali við fréttastofu að núna bíði hópurinn eftir nánari fyrirmælum frá Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU.
Eurovision Íslendingar erlendis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Líður ekki eins og hann sé í Eurovision lengur Daði Freyr segir það hálf súrrealískt að vera kominn út til Hollands til að keppa í Eurovision en vera fastur í sóttkví. „Við erum bara búin að vera uppi á hótelherbergi að bíða og manni líður ekkert eins og maður sé í Eurovision lengur. Svo á morgun eigum við bara að fara beint inn í generalprufu. Þetta er alveg súrrealískt.“ 18. maí 2021 11:53 Gefa ekki upp hver er með Covid-19 Sendinefnd Íslendinga í Eurovision í Rotterdam hefur ákveðið að gefa ekki upp hver í hópnum er smitaður af Covid-19. 17. maí 2021 10:13 Eurovisionvaktin: Engum hlíft á fyrra undankvöldinu Fyrra undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2021 verður haldið í Ahoy-höllinni í Rotterdam í kvöld. Hér í Eurovisionvaktinni, sem finna má neðst í fréttinni, fylgist sérlegur Eurovision-sérfræðingur Vísis með atriðum kvöldsins; rýnir þau, dæmir og setur jafnvel í sögulegt samhengi. Ekkert er henni óviðkomandi - og engum verður hlíft. 18. maí 2021 17:31 Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
Líður ekki eins og hann sé í Eurovision lengur Daði Freyr segir það hálf súrrealískt að vera kominn út til Hollands til að keppa í Eurovision en vera fastur í sóttkví. „Við erum bara búin að vera uppi á hótelherbergi að bíða og manni líður ekkert eins og maður sé í Eurovision lengur. Svo á morgun eigum við bara að fara beint inn í generalprufu. Þetta er alveg súrrealískt.“ 18. maí 2021 11:53
Gefa ekki upp hver er með Covid-19 Sendinefnd Íslendinga í Eurovision í Rotterdam hefur ákveðið að gefa ekki upp hver í hópnum er smitaður af Covid-19. 17. maí 2021 10:13
Eurovisionvaktin: Engum hlíft á fyrra undankvöldinu Fyrra undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2021 verður haldið í Ahoy-höllinni í Rotterdam í kvöld. Hér í Eurovisionvaktinni, sem finna má neðst í fréttinni, fylgist sérlegur Eurovision-sérfræðingur Vísis með atriðum kvöldsins; rýnir þau, dæmir og setur jafnvel í sögulegt samhengi. Ekkert er henni óviðkomandi - og engum verður hlíft. 18. maí 2021 17:31